Veðrið - 01.04.1965, Blaðsíða 17

Veðrið - 01.04.1965, Blaðsíða 17
Það mun hafa verifi 24. júní 1947, aS menn þóttust fyrst sjá fljúgandi diska nálægt Rainer-fjalli í Washingtonfylki á vesturströnd Bandaríkjanna. Kenneth Arnold var á flugi í lítilli vél nálægt Rainer-fjalli rétt fyrir sólsetur og sá þá riið af fljúgandi diskum, sem nálguðust fjallið. Lýsing hans var sú, að þessir hlutir hefðu verið flatir og svo bjartir, að þeir hafi endurvarpað sólargeisl- unum eins og spegill. Tæpum áratug síðar eða 29. des. 1956 sá Josef Scaylea fréttaljósmyndari ásamt mörgu skíðafólki svipaða sjón á svipuðum stað og einnig rétt fyrir sólsetur. Nú voru myndir teknar og frásagnir sjónarvotta skráðar. Eftir nákvæma rannsókn komust veðurfræðingar að því, að þetta hefði verið sérstök tegund bylgjuskýja samfara fjallabylgjum. Frá og með árinu 1947 tóku tilkynningar um torkenuilega, fljúgandi hluti að streyma til bandaríska flughersins. Innan flughersins var stofnuð sérstök deild, er rannsakaði þessar tilkynningar, og í árslok 1964 höfðu yfir 8 þús. tilkynningar verið rannsakaðar. Þar af voru rúmlega sex hundruð, sem ekki var hægt að út- skýra. Það þarf naumast að taka það fram, að mikið af þessum tilkynningum reynd- ust vera byggðar á því, að sjónarvottar sáu sérkennileg bylgjuský. Þessar rann- sóknir voru auðvitað kostnaðarsamar og urðu tn. a. til þess, að athygli veður- fræðinga og annarra vísindamanna beindist að fjallabylgjunum. Má segja, að flestir leyndardómar þeirra liafi nú verið kannaðir, og kont þá ntargt í ljós, sem áður var óþekkt. Fremstan á sviði fræðilegu rannsóknanna má telja Englending- inn R. S. Scorer, en Bandaríkjamenn hafa verið athafnasamastir á sviði liagnýtra rannsókna, og hefur Biskupsbylgjan eða Sierra-bylgjan í Kaliforníu verið rann- sökuð einna helzt. Lýsing ú fjaUabylgju. Þegar loftbreiða streymir yfir hindrun, svo sent fjallgarð eða einstök fjöll, myndast stundum ósýnilegar og oft hættulegar bylgjur í loftinu. Svipað fyrirbæri má sjá, þegar rennandi vatn streymir yfir hindrun. Þeir, sem hafa skoðað þetta, hafa ef til vill tekið eftir því, að rétt yfir og neðan við' hindrunina myndast stund- um hvilft í yfirborði vatnsins, og neðan við hvilftina rís svo yfirborðið í bylgju. Nokkrar slíkar bylgjur sjást á yfirborðinu neðan við hindrunina, en þær deyja út og hverfa, er lengra dregur frá. Hvernig stendur á því, að vatnsyfirborðið rís ekki í bylgju yfir hindruninni, eins og maður skyldi ætla? Ástæðan fyrir þessu er sú, að hindrunin þrengir farveginn, og til þess að sama vatnsmagn geti streymt um þrengri farveg, þarf straumhraðinn að aukast í svip, en til þess að svo verði, verður þrýstingurinn í vatninu að rninnka. Það var Bernoulli, sem uppgötvaði þetta lögmál fyrstur manna, og er það kennt við hann. Með öðrum orðum, til þess að straumhraðinn aukist verður straumurinn að streyma að lægra þrýstingi til þess að fá aukna orku og komast yfir hindrunina. Á þennan máta myndast röð af bylgjum neðan við hindrunina. f loltbreiðu, sem streymir ylir langan og háan fjallgarð, verður jretta allt í miklu stærri stíl, en orsakirnar eru þær sömu. Á fyrstu mynd má á einfaldan hátt sjá, hvernig vindstraumnum er háttað í loftbreiðu, sem streymir yfir hindrun. Lóðrétt loftsúla rnyndi vegna mismunandi vindhraða hallast fram yl'ir sig á leið VEÐRIÐ 17

x

Veðrið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Veðrið
https://timarit.is/publication/369

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.