Veðrið - 01.04.1965, Page 26
Aður en lengra er haldið, ætla ég að riíja upp í stuttu máli hvernig hafís
myndast og mísmunandi gerðir hans, sem greint cr milli.
Eins og öllunt er kunnugt, frýs ferskt vatn jafnskjótt og það kólnar niður fyrir
0° á Celsius. Þegar stöðuvötn taka að kólna að haustinu, verður yfirborðsvatnið
eðlisþyngra og sekkur til botns, en hlýrra vatn kemur í þess stað upp á yfirborðið.
Þannig myndast liringrás i vatninu, sem heldur áfrarn, unz allt vatnið er orðið
um -f 4° C. Við meiri kólnun léttist liins vegar ósalt vatn, hringrásin hættir, og
efsta lagið er þá fljótt að kólna niður í frostmark. Þannig getur stórt stöðuvatn
orðið ísi lagt ianda á milli á einni frostnótt.
Um salt vatn gegnir öðru máli. Það frýs ekki, fyrr en vatnshitinn er koniinn
talsvert niður fyrir O0 C. og því trcglegar sem það er saltara.
Úthalssjór sem hefur 35 af þúsundi seltumagn, þ. e. 35 kg af salti í 1000 kg af
sjó, er þyngst við — 3.5° C og frýs við — 1.9° C. Þar getur hringrás í vatninu
lialdið áfram, eftir að það er ísi lagt á yíirborði, og þetta varnar því, að lagnaðar-
ís á djúpu og söltu vatni verði rnjög þykkur, þrátt fyrir miklar frosthörkur. Hann
verður tæpast ylir 3 m á þykkt. — í fjarðabotnum og við árósa er vatnið oft lítið
salt á yfirborði, og frýs þá greiðiega. Sem dæmi má nefna, að sjór með 1.5%c seltu
frýs við —0.4 st og 25%c sjór frýs við —1.8° C.
Þegar yfirborðsvatnið eða sjólokin liafa kólnað niður fyrir frostmark það, sem
svarar til seltunnar, ler ís að myndast, ýmist smágerðar ísnálar eða næfurþunnar
plötur, sem myndast niðri í vatninu og skýtur upp á yfirborðið. Vatnið verður
korgað á litinn. Þetta köllum við svifis, sem er nýyrði, en Vestfirðingar kalla það
mœðu. Það er sagt nyrðra, að tekið sé að maða við sandinn, fjörðinn sé iarið að
mccða eða fjörðurinn orðinn mœddur, þegar kalt er í sjónum og frost í loíti.
Einkum ber á þessu, þegar mikið fennir. Þá bráðnar ekki snjórinn, heldur verð-
ur að mauki, sem ekki lrýs. Það köllum við mœðu, segir mér Guðfinnur Jakobs-
son frá Reykjarfirði nyrðra. Svo berst þetta líka upp í fjöruna, og þá myndast
móðar eða fjörumóðar. Það er snjó- eða klakaveggur við fjöruborðið. —
1 miklu frosti og kölduni sjó frýs svifis eða mccða saman í þunnan lagnaðarís
eða hem. Ef slíkur ís brotnar við bylgjuhreyfingu, sem oft vill verða, myndast
litlar ískökur, sem núast saman og verða kringlóttar með upphækkuðum brún-
um. A þeim málum, sem ég þekki, cr þess háttar ís kenndur við pönnukökur eða
diska, og minnir það ósjálfrátt á hungurdiska Matthíasar. Ég kalla þetta blátt
áfram isdisha eða islummur.
Allur hafís samanstenclur af hreinum, ósöltum ískristöllum, en milli þeirra verða
óteljandi smáholur, lylltar saltvatni. Þess vegna verður bræðsluvatn úr nýleg-
um liafís líka salt á bragðið. — Að sumrinu hripar hins vegar seltan úr isnum,
þ. e. a. s. ol'an sjávar, svo að bræðsluvatn úr hafís, sent lifað hcfur lram á sumar,
verður ferskt.
Auk þeirra gerða af liafís, sem ég hef þegar nefnt, mæðu, hems og ísdiska, eru
til mörg afbrigði, sem sjómenn og íshalsfarar greina á milli. Ætla ég að ncfna
nokkur þeirra stuttlega.
Fastis er landfastur lagnaðaris, sem myndast á fjörðum og nteð ströndum liam.
Hann verður nálægt 2 m á þykkt í fjörðum á Grænlandi. Stundum brotnar liann
26 — VEÐRIÐ