Veðrið - 01.04.1965, Síða 34

Veðrið - 01.04.1965, Síða 34
KNÚrUR KNUDSEN: Haustið og veturinn 1964-1965 September. Ríkjandi vindátt var norðJæg, en kaldasti kaflinn frá þrettánda og frant yfir tutttugasta. Norðan lands var úrkomusamt. Snjóaði jiar oft í fjöll og stundum í byggð. Vestan lands og með suðurströndinni til Austfjarða var ylirleitt þurrviðrasamt og liagstæð tíð fyrir bændur. MikiJ síldveiði var fyrir austan land í mánuðinum. Október var l'remur mildur í Jjetta skipti. Vindátt var breytileg, cn suðlægu áttiruar voru algengari. Úrkoma var flesta daga á vestanverðu landinu, cn fór miiinkantli er austar dró. I norðanveðri við Vestfirði þann níunda fórst mótorbáturinn Mummi og með honum fjórir af scx manna áliöfn. Daginn eftir fórst Snæfell með jrremur mönn- um. Báðir þessir bátar voru Irá Flateyri. Nóvember var livað veðráttu sncrti meðalmánuður. Framan af til 13. var oft- ast suðlæg átt og hlýindi mcð talsverðri rigningu vestan lands og sunnan. Ann- an dag mánaðarins konist hitinn á Dalatanga Iiátt í 1!) stig. Um ntiðjan mántið gckk til norðaustan-áttar og snjóaði talsvert nyröra, en frostið varð 5—10 stig. Út mánuðinn lá hann svo við norðrið með kuldatíð. Fkki sn jóaði jió svo mikið nyrðra, að vegir tepptust á láglendi. Suðvcstan-rok og rigning var á Vcstfjörðum 2. nóvember, og 27. var tnikið norð- anvcður, sem stóð |)ó stutt. Desember. I desember var vetrarveðrátta, enda um 2 stigtim kaldara en í með- alári. Vcstan lands var umhleypingasamt fram til 17. Ýmist var suðvcstan cða norð- austan-átt og olt lrost eða snjóhraglandi. Austan til á landinu var norðlæga áttin ríkari með frosti og cljum. Dagana 17.—23. var sunnan-átt og lilýtt um allt land, enda hjaðnaði snjórinn |)á mikið. A Þorláksmessu frysti aftur mcð hægri norðanátt. A jólanótt var svo bjart vcð- ur um allt land og nokkur snjór á jörðu nema autt á Suðausturlandi. Milli jóla og nýárs var stiiðug norðanátt með snjókomu nyrðra, cn i'rosti um allt land. Mest var veðrið síðustu tvo dagana og orðið illfært í sveitum nyrðra. Janúar. Ekkert lát varð á norðanáttinni l'rá því um jól og frant til 20. janúar, nema smáblota gerði jjann 5. 34 --- VEÐRIÐ

x

Veðrið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Veðrið
https://timarit.is/publication/369

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.