Veðrið - 01.04.1965, Qupperneq 38
Girðingastaurar brotnuðu hcr og Iivar og stöku tré í garði brotnuðu, cn þau
munu e. t. v. hafa liöggvizt af þakplötum. Girðing um úrkomumæli eyðilagðist.
Fjórir símastaurar brotnuðu. Tveir þcirra lágu 60—70 m út af línunni, fastir í
vírnum, en línan er aðeins tvöföld, þ. e. tveir strengir. Staurarnir voru nokkuð
gamlir, en virtust lítt fúnir. Kúlur brotnuðu á mörgum staurum af grjótfoki.
H. u. b. þriggja tonna vörubíll (þungur herbíll óyfirbyggður) rann til um
15 m á h. u. b. flötu túni. Bíllinn var i gír, svo að hjólin hafa ekki snúizt, enda
sneri hann li. u. b. þvert í vindinn.
Grjót- og sandfok hefur verið um ntikinn hluta sandsins (Breiðam.), og gróð-
urlendi í úthaga a. m. k. um vestanverðan sandinn skemmdist einnig töluvert
við það að grasrótin skófst allmjög af, jiar sem ísalög skýldu ckki. ls var að vísu
nokkur sums staðar en var )>ó Jnðnaður að miklum meirihluta af yfirborði
gróðurlendis. En aðeins þunnt jarðvegslag var orðið þítt og varð það til Jtess að
óvíða skófst ofan í grjót. Augljóst er að annars hefðu skemmdir á gróðurlendi
orðið niiklu meiri og raunar líklega eyðilagzt á allstóru svæði. I>ar á móti mun
nokkur raki hafa verið í aururn og sandi, ]). e. laginu sem Jn'tt var orðið og
mölin ])ví að líkindum nokkurn veginn eins laus fyrir og verið gat. En vera má að
])að hafi litlu eða engu breytt, þar sem veðurofsinn var svo mikill.
Steinvölur, sem lokið hafa á hús og glugga eða við bæinn, virðast hafa verið
aðallega um 3 til 12—15 g að þyngd. Úti á túni lengra Irá bænum eru steinvölur
um 100 til 150—160 g, en kunna þó að hafa oltið að nokrku leyti og sennilega
ekki fokið langan veg.
Austur á svnefndum Hólmum, sem er gróðurlendi (nú samfellt) úti á sand-
inum, 3—4 km suðaustur frá bænum, virðist hafa legið strengur á nokkur
hundruð metra breiðu svæði, sem valdið hefur meira umróti en annars staðar.
J>ar er graslendi og mosagróin mýri að miklu leyti hulin möl, sem hlýtur að hafa
fokið alllangan spöl úr aurunum fyrir ofan, en vera má jafnvel, að eitthvað af
mölinni hafi sogazt upp um holur í mýrlendinu, en þar var holklaki og jarðveg-
urinn mjög rilinn í holur af veðrinu. Mölin þar mun vera að stærð um 12—25
að 80 g eða meira. I’ar sem þúfur stóðu upp úr ís, voru þær víða skafnar niður
á móts við ísinn, sléttar í sárið eins og eftir hefil.
I>ar olan við, í Hrútáraur, sem var dálítið gróinn orðinn á köflum, liefur svo
að segja allt yfirborð aursins framan til og um miðju rótazt um, nema í frostnum
farvegum (sem eru að mestu grónir). Mölin hefur víða sópazt í greinilega skafla,
um 2—3 m langa, 6—10 cm þykka. Nefna má sem dæmi malarskafl, sem myndazt
liefur í liléi við hnéháa vörSu. Hann er 2,5 m langur, 50—60 cm breiður, 10—12
cm þykkur. Mölin yfirleitt eða eingöngu gróf. allt að 75—175 g og allt upp í
210 g.
Þess skal getið að lokum, að um 50 svartbakar hafa fundizt úti á ljörunni, rot-
aðir eða vængbrotnir eftir veðrið. — Óhætt mun að telja þetta veður hið hvass-
asta, er liér hefur komið í fjölda ára.
Flosi Björnsson.
38 --- VEÐRIÐ