Veðrið - 01.04.1968, Side 9

Veðrið - 01.04.1968, Side 9
stöðvum, er senda loftkanna með loftbelgjum upp í 25—40 kílómetra hæð. Auk jtessa berast hundruð veðurathugana frá flugvélum. Ýmsum kann að finnast jtetta allmikið efni til úrvinnslu, enda eru veðurathuganir fullnægjandi í jrétt- býlum löndum, Jtar sem velmegun er mikil. En því miður er það lítill hluti heims. Fyrsta aðalverkefni veðurvörzlunnar verður því að endurbæta núverandi stöðvakerfi, fylla í stærstu gloppur jiess með Jjví að koma á fót nýjum athugunar- stöðvum í þróunarlöndunum, á strjálbýlum, afskekktum landssvæðum, eða úti á reginhöfum, jtar sent kaupskip sjást ekki dögum eða vikum saman. En rekstur slíkra stöðva er dýr, Jjað hefur reynslan sannað bæði í Grænlandi og á Norður- Atlantsliafi, og þó er rekstur þeirra þar líklega auðveldari en víða annars staðar í heiminum. Þess vegna verður upplýsingaþörfum veðurfræðinga aldrei fullnægt á þennan hátt, kostnaðar vegna. Hér hefur geimvísindatæknin Jjegar komið til Grcenland og ísland, ís og ský þ. 3. april 1968. hjálpar. Myndavélar gervihnattanna kanna nú hvern ferkílómetra jarðarinnar nokkrum sinnum á sólarhring, og senda myndir til jarðarinnar, sumir til sér- stakra og vel búinna móttökustöðva, aðrir til hvers og eins, sem lök hefur á að afla sér myndaviðtækja fyrir um tvær milljónir króna, eða næga tækniþekkingu til að setja þau saman úr öðrum aflóga tækjum fyrir talsverl minni pening. Möguleikar gervilinattanna eru enn livergi nærri fullnýttir. Ef að líkum lætur geta [jeir áður en Iangt um líður farið að mæla bæði sjávarhita við yfirborð hafs- ins og loftliita og raka frá sjávarmáli til heiðlivolfs. Kann jjá svo að fara, að sums staðar megi eitthvað fækka háloftaathugunarstöðvum. VEÐRIÐ 9

x

Veðrið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Veðrið
https://timarit.is/publication/369

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.