Veðrið - 01.04.1968, Side 16
Vík í Mýrdal snjóaði mikið fram eftir mánudeginum. Eftir þetta var S átt í sól-
arhring, en náði þó ekki til Vestfjarða. 9.—17. jan. var NA áttin aftur ríkjandi,
ýmist snjó eða krapahríð annað slagið nyrðra, en bjart á Suðurlandi. Mikill veðra-
liamur var eftir þetta allt til mánaðarloka. Til að byrja með var mest S og SV
átt, stormasamt og frernur lilýtt, en 26. jan. gerði N og NV stórviðri með miklu
frosti og snjókomu norðan lands. Týndist þá brezki togarinn Kingston Peridot
með allri áhöfn í grennd við Mánáreyjar.
Febrúar. Fyrstu dagana komst frostið niður fyrir 20 stig nyrðra. Á Þingvöllum
mældist 25 stiga frost. Hefur þar ekki orðið jafn kalt, frá j>ví er mælingar hófust
1934. Þriðja febrúar var hæg SV átt og frostlítið um allt land. Daginn eftir geis-
aði N fárviðri á Vestfjörðum og við Breiðafjörð, og víða um land var stormur eða
rok. Hvolfdi þá togaranum Ross Cleveland á ísafjarðardjúpi og fórust allir nerna
einn. Annar brezkur togari, Notts County, strandaði á svipuðum slóðum, en
allir björguðust utan einn. í þessu sama veðri týndist einnig Heiðrún frá Bol-
ungarvík og með henni 6 menn. Þessu veðri var á Vestfjörðum líkt við Halaveðrið
fræga 1925. Var nú vindur við norðrið með litlum undantekningum fram undir
miðjan mánuð. Voru ýmist él eða snjókoma fyrir norðan en úrkomulítið syðra.
Dagana 14. til 21. var aðgerðalítið veður og að mestu jmrrt. Talsvert írost var
norðan lands en oftast vægt syðra.
Fimmtudaginn 22. febr. snerist vindur til suðurs og komst loks hiti upp fyrir
frostmark vestan til á landinu. Sunnan áttin og hlýindin fóru vaxandi og náðu
hámarki 27. og 28. Þá var víða stormur og aftakarigning á Suður- og Vesturlandi.
Urðu víða meiri flóð en dæmi voru til. Má þar nefna Ölfusá og Elliðaárnar, en
í Hvítá í Borgarfirði liefur flóðið sennilega verið hið mesta síðan 1926. Skemmd-
ir urðu miklar á vegakerfinu og vatn flæddi inn í mörg liús á Selfossi. Sólarhrings-
úrkoma varð 228,4 mm á Kvískerjum og 233,9 á Vagnsstöðum í Suðursveit. Mcsta
sólarhringsúrkoma, sem mælzt hafði hér á landi lram að þessum tíma, var 216
mm í Vík í Mýrdal 1926. Þegar leið á Jrann 28. breiddist éljaloft austur yfir landið
og smám saman dró úr vatnsflaumnum.
Þrátt fyrir þennan hlýindakafla var hitinn í febrúar álíka langt undir meðal-
lagi og hiti undangenginna fjögurra mánaða.
Marz. Fyrstu tvo daga var liann vestlægur og allmikið l'rost fyrir norðan, en
vægt syðra. Éljagangur eða snjókoma var á Norður- og Vesturlandi, en oftast bjart
veður austan lands.
Dagana 3. til 11. var oftast S eða SV átt. Á Suður- og Vesturlandi var vætusamt
og tíðar jtokur. Fyrir norðan og austan var úrkomulítið og hlýtt, t. d. komst hit-
inn á Dalatanga í 15 stig. Þriðjudaginn 12. skall á N stórhríð með 5—11 stiga
frosti á norðanverðu landinu og næstu nótt frysti einnig á suðurströndinni.
Næstu daga var vindur af ýmsum áttum og oft livasst. Snjóaði nú til skiptis fyrir
norðan og sunnan, en frostið var vægt. Eftir þetta má segja, að látlausar vetrar-
hörkur hafi verið til mánaðarloka. Áttin var yfirgnæfandi norðlæg og stormur á
stundum. Flesta daga snjóaði fyrir norðan og suma á Suðurlandi.
Mjög miklum snjó hlóð niður syðst á landinu frá kvöldi jress 19. fram til 22.
16 — VEÐRIÐ