Veðrið - 01.04.1968, Side 13

Veðrið - 01.04.1968, Side 13
Um jöklabreytingar í Noregi Lausl. þýtt úr Glaciers and Snowfields in Norway eflir A. Hoel og W. Werenskiold Ritaðar heimildir um breytingar norskra jiikla eru ekki til fyrr en um eða eftir 1700, cn örvaroddar, sem hafa fundizt í grennd við sumarfannir í Uppdal og Dofrafjöllum, sýna og sanna, að slíkar breytingar hafa átt sér stað á löngu liðnum tímum. Fyrsti örvaroddurinn fannst árið 1937 á Storhö í Dofrafjöllunt, og lá hann á alauðri jörð. Álitið er, að örvar þessar séu eftir hreindýraskyttur. Flestar örvarnar eru með öllu óskemmdar: örvaroddur reyrður á tréskaft og jafnvel stýrifjaðrir heillegar. Svo vel hafa þær geymzt, að þær hljóta að hafa legið í snjó því nær allan tímann, lrá því að þeim var skotið af bogastrengnum og Jtar til er þær fundust. Elztu örvarnar eru frá Jtví um 400—500 eftir Krists burð, hinar yngstu frá h. u. b. 1500. Allt þetta tímabil og fram yfir 1750, er jöklar í Noregi tóku að hopa, hljóta fannalög að hafa haldizt óbreytt eða farið vaxandi.1) Frá þeim tíma (1750) og til Jressa dags hafa jöklar sífellt verið á undanhaldi, þótt stundum ltafi þeir tekið smákippi frarn á við. Örvarnar eru ekki einar til vitnis unt breytingar jökla á síðustu öldum. Árið 1936 fann Ola T. Eide, bóndi og leiðsögumaður i Olden, bastreipi á fjallinu Sesiliekruna milli Innvik, Breim og Olden í Norðfirði í Sygna- og Firða- fylki. Reipið var einn cm að gildleika og fest á staura um það bil 1.5 m háa. Á þessu svæði er sæmilcgt haglendi. Hefur Ola bóndi lýst Jtessum fundi sínum nánar í blaðinu Aftenposten 8. ágúst 1936. Hann álítur, að reipið hafi verið í girðingu til verndar búfé, einkum kindum og geitum, sem úlfar gerðu oft usla í. Árið 1951 fann Ola annað reipi, sem hafði verið tengt við hið fyrra. Lengd beggja reipa til samans var um 10 knt. Auðsætt var, að girðingin hafði upphaflega náð umhverfis allt haglendið, en þar sem snjór cða jökull hafði ekki náð að leggjast yfir hana, sást ekkert eftir af reipi eða staurum. Margur kynni að efast um, að slík girðing væri mikil vörn gegn villidýrum. En bændur gerðu samt ráð fyrir því og það af tvennum orsökum: Annars vegar var því trúað, að úlfar, sem skriðu undir slíka girðingu, fengju banvæna veiki 1) Höf. viröast ganga út frá fwí sem gefnu, aÖ örvarnar hafi falliö á snjólausa jörö, er \>eim var skotiÖ, eins og \>a'r fundust á auöri jörö. Þetta er misskilningur. Þœr gátu hafa falliö á sísnœvi, einkum hinar yngri. Vegna sólarliita grafast \>a-r fljótt niÖur í fönnina og geymast, — án þess aÖ fönnin fari sífellt vaxandi (Sbr. bls. 57 neöst.). VF.ÐRIÐ 13

x

Veðrið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Veðrið
https://timarit.is/publication/369

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.