Vikan

Ataaseq assigiiaat ilaat

Vikan - 16.02.1961, Qupperneq 11

Vikan - 16.02.1961, Qupperneq 11
<] Hornskápur. Þegar hurðirnar opnast, koma hillurnar út. Á brúnum þeirra er beygð kross- viðarræma til þess að varna því, að glerið falli út af. Þessi pottaskápur er með [> lausum hillum, útdrægum, svo að erfiðleikalaust verður að ná innsta pott- inum .Að ofan eru vírhill- ur fyrir pönnur. Þegar tekið er í hurðina á skápnum, koma hillurnar út um leið, og hún getur dregið þær með sér, hvert sem hún vill, því að undir eru örsmá hjól. Þetta er ekki ósvipað því, að teborði væri skotið þarna inn £. f stað þess að hafa venjulegar hillur, eru þær hér úr hvítmálaðri vírgrind og þannig fyrir komið, að hægt er að draga þær út til þess að þurfa ekki að „kafa“ inn í skápinn. I GRÓANDANUM Smásaga eftir Óla Ágústar Nú var hann búinn að vera þarna í fjóra daga, átti bara eftir að draga grindina einu sinni yfir allt flagið, þá var þessu lokið. Hann mundi fara að næsta bæ, undir kvöldmat, þaðan mundi hann komast á ballið. Verst, að Þórarinn var ekki heima. Það hefði ekki veitt aí að fá eitthvað meira af aurum. Hann hefur þurft að gera eitthvað mikið í höfuðborginni, fyrst hann var ekki kominn núna, eftir fjóra daga. Jæja, þarna kom þá kaffið, — og hvað, þetta er þó ekki frúin sjálf, sem kemur með það alla þessa leið? Eitthvað býr undir því. Það var nú annars meiri óróinn i þessum kven- manni. Þegar hún var komin að flaghlið- inni, stöðvar hann ýtuna óg gengur til hennar. Hún hafði valið land- brotið til að drekka í. Þar rann læk- ur, og sléttir bakkarnir voru talsvert lægri en landið í kring. Hann gengur þangað asalaust. Hún tæmir töskuna, liggjandi á hnjánum. Upp úr henni kemur hita- brúsi, sykurbox og rjómaterta. Hann gýtur augunum til tertunn- ar. Aha, — þegar liún er farin að baka, þessi, þá býr eitthvað bak við. „Gerðu svo vel, viltu ekki tertu?“ „Takk.“ „Ég bakaði hana svona í gamni.“ „Jæja.“ „Þórarinn segir, að ég baki falleg- ar tertur, en að þær séu aldrei góðar.“ Hann svaraði ekki. Hún leit yfir flagið, sem nú var orðið næstum sem gólf. „Þú klárar í kvöld, er það ekki?“ „Jú.“ „Og ferð kannski i kvöld?“ „Já.“ Það var þögn um hríð. Hún horfði á hann borða tertuna og sleit eitt og eitt strá af jörðinni. Það var eins og hún væri að leita að orðum til að segja eitthvað, sem henni bjó í brjósti. ,,... að Árbakka?" „Nei, Hvammi." Hún leggur sig við hlið hans og setur hendur undir höfuðið. Sloppurinn er fleginn, brjóstin þrýstin, og lautin milli þeirra blasir við. „Þórarinn kemur víst ekki fyrr en á morgun.“ „Jæja.“ „Hvernig bragðast tertan?“ „Noo, ohnoo,“ sagði hann með munninn fullan af tertunni. „Hann er gamall maður, seíur mikið.“ „Kannski þreyttur." „Nei, dauður.“ „Eða spar,“ sagði hann glottandi. „Hann er fjórtán árum eldri en ég,“ sagði hún bitur, eins og Það væri Þórarni að kenna. „Þú ert þá sennilega ung,“ sagði iiann, eins og hann kynni ekki við annað en láta líta svo út sem hann fylgdist með samræðunum. „Lifandi að minnsta kosti.“ Hann sat upp við grasbalann, þar sem hann hækkaði. Hún reis upp við dogg við hlið hans og fór að fitla ofur varlega við buxnaskálmina. Hann drakk molasopa til að skola niður tertunni. Hún snerti fótlegg hans aðeins. Svo segir hún: „Það er bara gömul kona í Hvammi.“ „Já.“ „Og iíka þarnæsta bæ.“ „Já.“ „Gamlar, dauðar kerlingar,“ sagði hún, um leið og hún læddi hendinni inn undir skyrtuna, en hann var í henni einni að ofan og flaksandi. „Gamlar, dauðar kerlingar,“ sagði hún aftur, en nú hálfhás og andstutt. „Jæja, ég verð víst að fara að dóla af stað,“ sagði hann — enn í sama tón. Framhald á bls. 29. vikan. 11

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.