Vikan


Vikan - 16.02.1961, Blaðsíða 12

Vikan - 16.02.1961, Blaðsíða 12
Þorsteinn frá Hamri MOkb Fyrir og um mitSja 18. öld sat á prestssertrinu Brjánslæk á Barðaströnd Sigurður prestur Þórðarson; kona hans var Sigríður Gunnlaugsdóttir, systir Ólafs Gunnlaugssonar i Svefneyjum, föður Eggerts skálds og lögmanns og þeirra systkina. Sigurður prestur var sagður hæfileikamaður um margt og lék orð á að hann vissi marga hluti fyrir. GESTUR AÐ BRJÁNSLÆK. Siðla júnimánaðar eða í byrjuu júlí 1738 liggja feigs manns spor heim að prestssetrinu. Sá er við ledðum þannig framá sögusviðið telst hvorki til höfðingja né frægðar- manna; „hafa menn og sagt hann kaldlyndan“, segir sagan um þennan útigángsmann. Jón heitir hann og er Gottskálks- son. Yið vitum ekkert um uppruna hans, ætt né siði; hann er bara einn af þeim þúsundum hrakningsmanna á ís- landi sem geingu um byggðir á liðnum öldum og voru misjafnt aufúsugestir þegar hart var í ári. Hvað sem því líður er honum vel tekið á Brjánslæk þeg- ar hann kemur i hlaðið þennan vordag riðandi með hest í taumi, þreyttur förumaður og gamall. Hinsvegar er á honum að heyra að hann muni skjótt halda áfram sinni reisu. Þegar Sigurður prestur heyrir þetta, verður hann hugsi nokkra hrið; vikur siðan orðum að Jóni karli og biður hann að hínkra nokkra stund, talar um Bótólf nokkurn Jörundarson eða Jurinsson úr Þorskafirði, segir hann vera skammt undan á suðurleið og muni Jóni hollast að biða unz þessi náungi sé farinn hjá. En hvort sem karl þekkir Bótólf eða ekki, sinnir hann i eingu ráðleggingum hins framvisa klerks, og er hann. ÞEKKTU SJALFAN ÞIG Matthías K 0 Jónasson: PSKYG SPÉSPEGILL KÍMNINNAR. Maðurinn væri steinrunninn, ef skopið bleypti ekki fjörkippum í hann við og við. Alvaran er, eins og allir vita, holdug og lendahreið, umvafin hátíðlegum virðuleik. Samt er jafnvel hin bitrasta alvara ekki óhult. Eins og hornbrynja Sigurðar Fáfnisbana skildi eftir einn viðkvæman blett, sem spjótsoddur vegandans hæfði, þannig finnur hinn skop- skyggni hugur eitthvað kátbroslegt í sjálfum hátíðleik alvörunnar. Háðfuglinn svífur ekki yfir liinni broslegu veröld. Hann er henni ánetjaður. Skopskyggni hans beinist lika inn á við, og hann sér sjálfan sig i sviðljósi skopsins. Það er höfuð- einkenni hins náttúrugefna skopkjóa, hversu skoplegur hann getur orðið í sjálfs sín augum. I nútímatúlkun manns og menningar hafa komið fram kenningar um það, að ákveðnir <] Skopið getur vaxið upp í háþroskaða listgrein í háðritum og skopmyndum. f þessum skop- myndum af De Gaulle, Adenauer og Eisenhower er mikið skopskyn. andlegir hæfileikar séu sprottnir af óhæfni mannsins til þess að lifa liörðu óbrotnu lifi frumstæðingsins. E. t. v. er liin eðlilega skop- skyggni sprottin fram úr svipaðri veilu. Að minnsta kosti tekur snjall háðfugl sjálfan sig ekki allt of hátiðlega. Ilann skoðar sig i sama spéspeglinum og hann bregður upp fyrir öðrum. Þvi fer þó fjarri, að kímnigáfan tákni alltaf einbert alvöruleysi. Skopsnillingurinn breiðir kímni sína oft yfir viðkvæmni og sársauka, sem hann vill dylja. Hann kann þá list að sýna brosviprur í öðru auga, þó að tár bliki á hinu. Þannig leynir hann viðkvæmu þung- lyndi undir glettnum gáska Kannski verða raunir hans léttari fyrir bragðið. Að minnsta kosti hefur kímnin geisl- að miklum yl yfir mannlifið. HNYTTNI. Hnyttni í orðum er ekki alltaf samfara skopskyggninni. Margur maður hefur glöggt auga fyrir hinu skoplega, þó að hann skorti liraða í hugsun og hnitmiðað orðalag, sem. 12 VIKAN

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.