Vikan


Vikan - 16.02.1961, Síða 16

Vikan - 16.02.1961, Síða 16
w I Steinahlíð Við innanverða Suðurlandsbrautina stendur eitt af dagheimilum Sumar- gjafar. Við lögðum leið okkar þangað seint í desembermánuði og tókum myndir af rollingunum. Þarna voru um 50 börn innan skólaskyldualdurs og eru þau ýmist allan daginn eða part úr degi. Ástæðan fyrir veru þeirra þarna, er aðallega sú, að mæður þeirra verða að sjá fyrir sér sjálfar, en hafa ekki þar til gerðan eigin- mann. Það eru sem sagt yfirleitt ein- stæðar mæður sem hafa börn sín þarna, en einn einstæður faðir fyllir hópinn. Nú er það svo að margar mæður vildu geta unnið úti, en þar sem dagheimilin eru svo fá, en ein- stæðar mæður margar, er sjaldan um það að ræða að giftar konur hafi börn Hún amma gaf okkur þessi vesti. • Ég er aö teikna rigningu. lda segir aö ég megi þetta. sín á slíkum heimilum, nema gildar ástæður komi til. Eins og allstaðar þar sem börn eru saman komin voru þarna töluverð læti. Slegist var af miklu kappi og alltaf einhver að væla. Forstöðukona heimilisins er Ida Ingólfsdóttir og sýndi hún okkur þá vinsemd að leyfa okkur aö taka myndir hvar og hvernig sem okkur sýndist, þa^na á heimilinu. Ætlaröu þá aö hætta aö gráta Þú má.tt elcki taka af mér mynd. Hér á myndinni sjáiS þið Lenu Horne söngkonu og dóttur hennar. Dóttirin hefur lika gengiS braut sönglistarinnar og kvað vera sæmi- leg jasssöngkona. Það væri ekki úr vegi að þeir foreldrar sem einna m st hafa á móti jazz-áhuga barna sinna, hefðu í huga að ekki voru það börnin sem fundu upp jassinn og að liann var engu siður iðkaður á dögum foreldranna. Og kannski hafa þau haft þá einhvjrn eftir.ætis jazzsöngvara. Fjölgun Segja má, að barnalánið leiki við sunia. En það þarf nú alveg sér- staklega barnelskt fólk til þess að eiga tíu börn og vilja eignast fleiri. f Finnlandi, nánar tiltekið í Tammerfors, býr tólf manna fjölskylda, og er hún ekki eingöngu sérstök fyrir þá sök að vera fjölmenn, heldur líka fyrir það að öll börn hjóna eru stúlkur. Þessi hjón bera nafnið Frímann, og finnst þeim, að' ekki megi minna vera en bæta að minnsta kosti tveimur börnum við. Sú elzta er 14 ára og sú yngsta innan árs. Það er því ljóst að þau hjónin liggja ekki á liði sínu í þessari grein mann- lífsins. i i , ( i \ Fólk á förnum vegi 16 ViKAN

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.