Vikan


Vikan - 16.02.1961, Blaðsíða 32

Vikan - 16.02.1961, Blaðsíða 32
Eðlilegt matarræði Fyrstu átta mánuði ævi sinnar er barninu eðlilegast að nærast ein- göngu á móðurmjólkinni, og sem. betur fer, eru flestar mæður færar,- um að mjólka barni sínu nóg till lífsviðurværis. Það hvílir sérkennilegur blær yfir sofandi. barni. Frá því andar i'riði og afslöppun, ef það' er hraust og heilbrigt, það veitir foreldrum. sínum gleði og hamingju, og þau þreytast aldreii á að horfa á það. Það er synd að vekja sofandi harn, en þó> gerir móðirin það, þegar matmálstími er kom- inn, vegna þess að hún trúir því, að reglu- legar máltíðir séu höfuðnauðsyn. En ef hún hugsar sig vel um, mun hún áreiðanlega lita öðruvísi á málið, ekki sízt þegar ég hef sagt henni litla sögu, er gerðist á einu sjúkrahúsi hérlendis. Hún er talin heilagur sannleiki. Ungur hjúkrunarnemi átti í miklum erfið- leikum með að vekja sjúkling. Hann svaf á sitt graena eyra og hraut hástöfum, — sem gerði að vísu ekki vitund til, þvi að enginn heyrði það. Maðurinn lá á einbýlisstofu, og allir vegg- ir voru hljóðeinangraðir. Seint og siðar meir tókst stúlkunni að vekja sjúklinginn, og hann. spurði syfjulega: — Hvað er nú? — Klukkan er orðin átta, og það stendur í skránni, að þér eigið að taka inn svefnlyfið yðarl svaraði stúlkan. Af þessari sögu má læra það, að hægt er að bíta sig of fast í reglur. Og þegar um korna- börn er að ræða, ber tvímælalaust að láta þau: sofa svo lengi sem þau lystir. Þegar þau: vakna af sjálfsdáðum og gráta, er það merki. þess, að sulturinn hefur gert vart við sig. Þess hefur verið getið í grein eftir lækni,. að barnið eigi að finna upp sínar reglur sjálft. Þetta gerir að sjálfsögðu vissar kröfur til móð- urinnar. Að fara eftir klukkunni er auðveld- asta reglan. En geti hún komizt yfir fyrsta og: erfiðasta tímann með sínum óreglulegu mál- tiðum, mun hún komast að því, að smám sam- an komast þær í reglulegt horf af sjálfu sér,. svo að ekki munar nema hálftíma eða klukku- stund til eða frá. Það ber vitni um, að úr þessui er það eigin regla barnsins, sem ræður. Þó vil ég að vísu gera athugasemd við setu- inguna hér að framan: Þegar það vaknar af sjálfsdóðum og grætur ... Af henni má engan veginn draga þá óhagg- anlegu ályktun, að barn sé ævinlega svangt,. þegar það grætur. Það eru svo ótal margar ástæður til þess, að börn gráta, eins og síðar mun verða rætt um. Framhald á bls. 34. 32 VIKAN

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.