Vikan


Vikan - 16.02.1961, Page 33

Vikan - 16.02.1961, Page 33
— Annars held ég að myndin færi betnr á þessum vegg. fullnægi einhverri hégómagirnd hjá þessu fólki a8 vita, að bðrnin sjái eftir því, þegar það fer. I eldri deildinni léku börnin sér meira og voru stilltari. Þau sýndu okkur ýmislegt, sem þau höfðu búi? til, og voru drjúg yfir því. Það vorf. dregnar upp möppur með álitlegum listaverkum, og stúlkurnar eiga litla vefstóla, sem þær geta ofið í smá- pjötlu. Þau sýndu okkur líka jóla- gjafir, sem þau höfðu fengið, og Dag- björt sagði okkur, að varnarliðið á Keflavíkurflugvelli kæmi alltaf með gjafir, sömuleiðis Oddfellow-konur úr Reykjavík. Loks sendir bærinn jóla- gjafir, og þessu skipta þær á milli barnanna þannig, að þau fái sem jafnast. Einstaka barn fær enga sendingu og engar heimsóknir held- ur, en þau eru ekki látin fara i jóla- köttinn. — Vöggustofan á Hlíðar- enda við Laugarásveg er fyrsti lið- urinn í starfseminni, sagði Dagbjört. Þangað eru tekin kornabörn frá vandræðaheimilum og höfð þar, unz þau eru hálfs annars árs. Þá fara þau að Silungapolli. Eftir að börnin hafa náð skólaskyldualdri, eru þau flutt frá Silungapolli að Reykjahlíð í Mosfellssveit, og þar ljúka þau til- skildu námi og dveljast þar, unz þau geta farið að vinna fyrir sér. Munaðarley sing j ar. Framhald af bls. 15. ekki séð fyrir því. Slíkur er réttur móðurinnar, sagði Dagbjört. öll yngri börnin eru höfð í sérstakri deild, og svo stóð á, að þar var hátta- tími, er við komum. Þar var stórt baðherbergi, krökkt af litlum kropp- um og gráturinn og hávaðinn svo að skar í eyrun. Um nætur er ein af stúlkunum á vakt og hefur nóg að gera, sögðu þær. Við spurðum Dagbjörtu um heim- sóknir til barnanna, og hún svaraði: — Það er heimsóknatimi fyrsta sunnudag i mánuði hverjum, og Það koma alltaf nokkuð margir. Fráskild- ir foreldrar koma þá stundum bæði til að sjá börn sín, en oftast kemur aðeins annað þeirra. Stundum kemur líka annað venzlafólk barnanna. — Eru börnin ekki mjög glöð yfir þessum heimsóknum? — Þau eru glöð, meðan á heim- sókninni stendur, en svo verður grát- ur og gnístran tanna, þegar fólkið fer. Mér finnst líka stundum, að fólk reyni að kveðja börnin þannig, að þau fari að gráta. Það er eins og það Plastplötur á: húsgögn, skólaborð, eldhúsborð, veitingaborð, skrifborð, verzlunardiska. Ákjósanlegar fyrir sjúkrahús, rannsóknar- stofur og alla þá staði, sem verða að vera hreinlegir og snyrtilegir. Forðist ódýrari eftirlíkingar. Látið ekki bjóða ýðúr annað en FORMICA, þótt stælingin liti sæmilega út. — Athugið að nafnið FORMIGA er á hverri plötu. Umboðsmenn: G. Þorsteinsson & Johnson hf. Grjótagötu 7 — Simi 24250. Afi þessari vitneskju fenginni lögð- um við lykkju á leið okkar og héld- um upp að Reykjahlíð. Okkur var þar tekið með kostum og kynjum eins og á Silungapolli, en heldur var þar dauflegra um að litast, því að þar voru aðeins fimm börn. Þau eru þó tólf, þegar fullar heimtur eru, nú stóð svo á, að sjö höfðu fengið leyfi til að fara í bæinn til ættingja og kunnugra aðstandenda. Þau fá það helzt um jólaleytið, sagði for- stöðukonan. Heimsóknir til þeirra eru annars mjög fátíðar, sagði hún. Elzti drengurinn í Reykjahlíð er tólf ára og búinn að alast upp á Silungapolli og þar á staðnum. Hann var mjög glaðlegur og í alla staði eðlilegur. Hann kvaðst ætla að verða sjómaður, og okkur var sagt, að það væri almennast áhugamál allra þeirra drengja, sem yxu þar úr grasi. Nokkrir drengir höfðu alizt upp I Reykjahlíð allt til sextán ára aldurs, og þeir höfðu farið beint á sjó. Svo var þar aðeins ein dama og hún held- ur iítil. Hún ætlaði að verða flug- freyja. Sex ára gamall drengur, sem nýlega var komi'nn þangað sökum skilnaðar foreldranna, var mjög dauf- ur í dálkinn og innilokaður. Hann svaraði okkur alls ekki, en tveir minni drengir voru eðlilegir og fjör- ugir. Þessi börn sækja barnaskóla niður að Brúarlandi. Á báðum þessum stöðum er það augljóst, að allt er gert fyrir börn- in, sem í mannlegu valdi stendur fyrir fámenna starfskrafta. Hins vegar sýnist það deginum ljósara, að þvílíkt uppeldi er eins konar verk- smiðjpvinna og þessi börn koma út í lífið með annað og ólíkt vegarnesti en hin, sem alast upp við persónulegt samband við foreldra og ástríki á góðu hoimili. Forstöðukonurnar og starfsstúlkurnar sýna börnunum þá nærgætni, að unun er á að horfa, en þær geta ekki gengið þeim í mæðra stað, og enginn gengur þeim í föður stað. Þess vegna hlaupa þau upp um hálsinn á ókunnum mönn- um, meðan þau hafa ekki enn lært að draga sig inn í skelina. AULMANN já!!! auðvitað féUk ég eldavélasamstæðu Hún er alveg draumur!!! Og kostaði aðeins 6.690 krónur Sighvatur Einarsson & Co. Skipholti 15 Símar: 24133 - 24137 1 vikam 33

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.