Vikan


Vikan - 16.02.1961, Blaðsíða 35

Vikan - 16.02.1961, Blaðsíða 35
Þekktu sjálfan þig. Framhald af bls. 13. fullkomin kímni heimtar. Þessi vöntun þykir mörgum þungbær, og menn reyna aS bæta úr henni með því að orða kímni sína í góðn tómi og segja síðan frá henni, eins og þeir hefðu sýnt hana við á- kveðið tækifæri. Svona snjallir og orðslyngir hefðu þeir gjarnan vilj- að vera. Þetta er þó ekki hin rétta kímni, heldur ein tegund af raupi. Hnyttin kímni sprettur fram ósjálf- rátt og fyrirhafnarlítið, líkt og rím hjá snjöllum hagyrðingi. Hún hittir þvi beint í mark, bregður skop- leiftri sínu yfir atvikið', um lcið og það gerist. Skopið kemur ekki aðeins fram i orðum. Margur háðfugl beitir fyrst og fremst svipbrigðum og öðru iátbragði í þessu skyni. Lát- bragðskimnin getur orðið afburða- snjöll. Af hennar rót er skopteikn- ingin sprottin. Eins og fyndni i orðum leitast skopmyndin við að ná kímniáhrifium með því að ýkja ákveðin atriði. í því skyni er öllum tiltækilegum stílbrögðum beitt. Hér er lítið dæmi. Meðal farþega i strætisvagninum standa tvær konur, báðar sýnilega vanfærar. Góðfús náungi reynir að útvega þeim sæti og tekst að fá það handa annarri. „Og ég,“ segir hin, „heldurðu kannski, að ég gangi bara með mýbitsstungu?" Þarna er smæð mýflugunnar notuð til þess að ýkja hið fram- stæða sköpulag konunnar og beina atliygli að því. Allt mannlegt atferli getur orðið skringilegt, þó að við veitum því sjaldnast eftirtekt um sjálf okkur. Náttúran er í eðli sínu ekki skop- leg, en við túlkum oft mannlega drætti inn í atferli dýra og drögum það þannig upp á leiksvið skops- ins. Rétt kímni er fljótsögð. Skop- snillingurinn hefur lag á að bregða snöggu leiftri kímni sinnar yfir vítt svið. Oft er hann fundvísari á aðalatriðið en langorðir lærdóms- menn. Skopmynd hans getur verið svo hnitmiðuð, að i henni felist mikil alvara. Auðvitað nær ekki öll kímni þessu marki, enda eru snillingar skopsins fágætir, þó að billegir hrandarar fáist á hverju götuhorni. Skopið þarf sinn hljómgrunn. Menn eru um flest þagmælskari en góða fyndni, sem þeim datt í hug. En skopið er viðkvæmt. Það nýtur sín ekki í allra eyrum. Oft finnur það engan hljómgrunn, er jafnvel fordæmt sem skortur á háttvísi. Ólik aldursskeið eru mis- jafnlega skopvönd. Æskan er jafn- an næm á skop og auðfengin til glað- værðar. Um það gegnir liku máli og með leikinn. Skop er eins konar leikur með ofurgnægð ímyndun- arafls og skapandi þróttar. Fjöl- margir menn halda kímnigáfu sinni fram á elliár, þó að þeir gerist vandlátari á skopið og erfiðara reynist að fá þá til að hlæja. Hjá mörgum þokar þó kímnigáfan snemma fyrir lífs- þreytu og beizkju. ALVARA SKOPSINS. Oft er meinlegur broddur falinn i skopinu. Það flcttir ofan af skin- helgi, ágirnd og valdagræðgi. Því er léð sú list að ýkja stærðarhlut- föllin, svo að athyglin beinist nákvæmlega að réttum punkti. JÞannig getur skop orðið ein tegund gagnrýni. Við fyrstn ágrip virðist það mildara en bersöglin. Menn geta látið sér sjást ýfir alvöruna, sem undir býr. Því taka flestir meinlegu skopi um sjálfa sig bros- andi, með þvi þykjast þeir höggva spjót hins hæðna af skafti. En hjá hlutlausum fær skopádeilan auð- veldlega undirtektir og öðlast samúð, þó að hinir sömu hefðu tal- ið bcrsögla gagnrýni ósanngjarna. I formi skopsins segjum við oft undir rós það, sem við þorum ekki að segja beint og ótvírætt. Hið alþýðlega skop í formi fyndni eða kimni er fyrirferðar- lítið og breiðist hratt út. Það hentar því vel þeirri gagnrýni, sem bannað er að koma fram opinberlega Þar, scm opinber gagnrýni er talin refsiverð, er bitrum broddi skopsins beitt gegn áþján og ofstjórn. Sem alþýðulist er skopið ekki stórbrotið venjulega. En það vex einnig upp i háþróaða listgrein: háðrit og skopmyndir. í háðrit- úm er ádeilubroddurinn oftast nokkuð hvass. Fyrr á tíð meðan almenningur tók engan verulegan jnátt i stjórnmálabaráttunni, beind- ist skopádeilan einkum gegn kreddudýrkun, stéttahroka, trú- hræsni og aulahætti. Hún húð- strýkti það, sem féll undir svipu hennar, en stefndi ekki að neinu allsherjarmarkmiði. En síðan allur almenningur dróst inn i stjórnmálabaráttuna, er skopið orðið biturt vopn. Því er það takmarkað og jafnvel bann- að í þeim löndum, sem búa við einræði. Einræðið óttast alltaf skopádeiluna, liversu oft sem það skiptir um nafn og fána. Fyrir fáum árum sá ég frægan rithöf- und kvarta um og undrast það, að háðritið (satýre) væri horfið úr bókmenntum ákveðinnar þjóð- ar og þar með rofin fræg bók- menntahefð. Þetta er þó litið undrunarefni. Sú þjóð býr nú við stjórnarfar, sem þolir skopádeil- una alls ekki. En hvers konar skop verður að köldu gjalli, ef kúgar- inn reynir sjálfur að beita því sér til framdráttar. ^ Málmgluggar fyrir verzlan- ir og skrifstofubyggingar í ýmsum litum og formum. Málmgluggar fyrir verk- smiðjubyggingar, gróður- hús, bílskúra o fl. Illl Nýtt útlit Nij taekni Lækjargötu, Hafnarfirði. — Simi 50022. vikan 35

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.