Vikan


Vikan - 11.05.1961, Síða 3

Vikan - 11.05.1961, Síða 3
hégómagirnd sína, og iáti sem ekkert sé og bjóði konu vinar ykkar að koma til ykkar eins og henni sýnist. Þú getur meira að segja spurt hana, hvort henni gangi afbrýði- semi til, en gættu þess bara sjálfur, að verða ekki afbrýðisamur. I 1:1' Hárið síkkar aftur. Kæra Vika. Frá þvi að við kynntumst, hefur konan mín verið með mjög fallegt, sitt hár. Það má kannske segja, að ég hafi orðið hrifinn af henni, fyrir þetta siða og mikla hár. En svo um dag- inn var hún búin að láta klippa það svo að segja allt af sér, þegar ég kom heim úr vinn- unni. Ég varð fokvondur. Finnst þér ekki, að hún hefði minnsta kosti getað ráðgast eitthvað við mig um þetta'? M. L. Ég hef oft áður rekið mig á það, að eigin- menn eru furðu íhaldssamir um útlit konu sinnar. Ertu nú alveg viss um, að nýja greiðslan fari henni ekki bara vel? Reyndu að skoða hana vandlega og án þess að vor- kenna sjálfum þér fyrir missi síða hársins hennar, því ef allt um þrýtur, getur stutt hár síkkað á tiltölulega skömmum tíma. Ástin er blind. Góða Vika. Dóttir mín, sem er nýlega orðin fertug, ætlar nú að fara að giftast manni, sem er 13 árum yngri. Hún litur að vísu mjög vel út, og ekki hvað sízt nú, þegar ástin hefur yngt hana einu sinni ennþá, en unnusti hennar er ekkert ann- að en barn. Hún hefur verið gift áður, en það lijónaband var barnlaust. Ég hef gert allt, sem í mínu valdi hefur staðið, til þess að reyna að fá hana til þess að hætta við þetta nýja hjónaband, reynt að láta hana sjá, hvað það er hlægilegt, og reynt að láta hana finna, hvað það er kjánalegt en allt án árangurs. Mér þykir svo vænt um telpuna, að ég get varla sætt mig við að sjá hana gera svona kjánaskap. En hvað get ég gert? 60 ára móðir. Þú getur ekkert gert, nema það sama og flestar mæður hafa orðið að gera og koma til með að gera: Þegja, og reyna að sætta sig við orðinn hlut. Hjátrú. Kæra Vika. Ég gaf kærastanum mínum mjög fallegan og dýran vasahníf í afmælisgjöf, en hann stökk upp á nef sér og varð fokvondur og vildi ekki taka við honum. Hann sagði, að eggjárn skæri sundur vináttuna, og það mætti ekki gefa nein- um eggjárn sem manni væri vel við. Og ég fer næstum að trúa á það, þótt ég sé ekki hjá- trúarfull, þvi ég þoli ekki svona framkomu. Ég hef að vísu áður orðið vör við, að hann er að drepast úr hjátrú, en ég hef alltaf getað horft fram hjá því, þangað til núna. Hann er að drepa mig með þessu. Heldur þú ekki, Vika mín, að þetta geti orðið erfitt fyrir okkur síðar meir? Hann fer til dæmis aldrei undir stiga, passar sig að stiga ekki á hellusamskeyti á gangstéttunum, og ef svo vill til, að 13 sitji saman við borð, fer hann undir eins burt. — Hvað á ég að gera? Gunnur. Ég skil, að það geti farið í taugarnar á þér, hvað kærastinn er hjátrúarfullur, en ef þú ætlar að giftast honum þá verður þú að hafa það eins og allir aðrir í þeim sporum: Reyna að sætta þig við gallana og forðast að reyna að umskapa, sem sjaldan gefst vel. Frídagaendaleysa. Pósturinn. Mig langar til að skrifa ögn um efni, sem mér hefur lengi verið hugleikið og ég veit, að margir hafa hugsað um það mál. Ég er einn af þeim, sem vinn einskonar ákvæðisvinnu, það er að segja: Ég verð að afkasta nokkurn veginn ákveðnu verki á mánuði og verð yfirleitt að halda á spöðunum til þess að það takist. Allan fyrripart ársins er ég i hálfgerðum vandræðum út af þessum óskaplegu helgidögum og ég er satt að segja orðinn svo reiður yfir þeim, að ég viidi taisvert mikið til vinna, að þeim ósköp- um yrði aliétt. Eg verð að ieggja niður vinnu þessa daga, sóitum þess, að aðrir menn, sem ég þarl að hai'a samstarí við, vinna þá ekki. Mér fyndist þetta i'yrir sig, ef við Islendingar værum trúaðir og kirkjuræknir menn. En það erum við ekki og mér finnst óskapleg hræsni í því fólgin, að meiripartur þjooarinnar skuii ieggja niður vinnu á þeirn forsendum, að það se kirkjuiegur heigidagur. Af hverju sækir þetta ioik þa ekki kirkju? Eftir þvi, sem mér hefur skiiizt er hér á isiandi einhver léiegasta kirkju- sóK.n, sem um getur í nokkru kristnu iandi. Eg hei' iika sannar fregnir af þvi, að hjá þjóðum, þar sem kristni er miklu meir i hávegum höl'ö og það þykir iteiniinis skrýtið að sænja ekki kirkju a hverjum sunnudegi — já þar haia þeir iyrir iöngu hætt þeirri vitleysu aö iiggja i ieli og omennsku a skirdag, föstudaginn iauga, ann- an i paskum, uppstignignraardag og annan í hviiasunnu. Ofan a þetta hefur svo hætzt runa af veraidlegum heigidögum, 1. maí, sumardagur- inn fyrsti, þjóðhátiðardagurinn, fridagur verzl- unarmanna, — sem reyndar er orðinn almennur fridagur. Nú vil ég að þið komið þessu á frain- íæri fyrir mig og heyra ykkar álit. Jón Konráðsson. Ég tek algjörlega undir með Jóni — mér finnst mál að linni. Raunar hef ég aldrei talað við nokkurn mann, sem ekki er því sammála, en svona verður þetta líklega, þar til blessaðir alþingismennirnir taka sig til og al'nema eins og helminginn af þessum frídögum. Þar sem ég er viðlíka kirkjuræk- inn og flestir íslendingar, þá mundi ég mæla með því, að hinir veraldlegu helgidagar fengju að halda sér, — yfirskyn og hræsni er hvort eð er ekki til neins. Þjóðin yrði ekki hót kristnari, þótt bætt yrði við hina kirkju- legu helgidaga. En hér með beinum við þess- ari þörfu ádrepu til alþingis og skorum á það að gera eitthvað í málinu. Meiri aldarspegla. Kæri póstur. Meiri aldarspegla, umfram allt meiri aldar- spegla. Það er nú efni sem segir sex og er við mitt hæfi. En af hverju hafið þið ekki einn aldarspegil i hverju blaði. Nóg er af mmönnum til að skrifa um. Bósi. Satt segirðu, Bósi, það er yfrið nóg af merkum borgurum til að skrifa um. Það hefur heldur aldrei verið vandamál. En Vik- an hefur verið vandlát með þessar greinar, að þær væru þannág stílaðar, að þeir sem á annað borð hafa yndi af slíku, gætu þar fundið eitthvað við sitt hæfi. Það eru því miður ekki mjög margir menn, sem geta skrifað aldarspegla svo vel sé og hitt er stað- reynd, að þessir fáu menn, sem hafa gert það og geta það, — þeir virðast hafa nóg við sinn tíma að gera og eru ekki sérstaklega afkasta- samir við svona aukastörf. En hvað um það: Vikan heldur áfram með aldarspeglana, með- an einhver fæst til að stinga niður penna. Hvernig eru páskarnir reiknaðir út? Póstur góður. Það var um siðustu páska, að við vorum að spekúlera í þvi, hvernig á þvi stæði, að pásk- arnir væru stundum i marz og stundum siðast í apríl. Hvernig er það ákveðið, hvenær pásk- arnir eiga að vera? Óli og Steini. Það er ekki nein tilviljun, að páskarnir geta færzt til um heilan mánuð. Þeir eru fyrsta sunnudag eftir fyrstu tunglfyllingu eftir vor- jafndægur. 23 marz. Scgjum svo, að það yrði tunglfylling daginn eftir og sunnudagur þar á eftir þá gætu páskarnir orðið 24. marz. Svo gæti hafa orðið tunglfylling daginn fyrir jaíndægrið og þá drægjust páskarnir í fjórar vikur og síðan tii næsta sunnudags. Þá væri komiS langt fram í apríl. sypflhöldir ASalumboð: K. Þorsteinsson i(o. Tryggvagötu 10 Reykjavík. vikakí 3

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.