Vikan


Vikan - 11.05.1961, Blaðsíða 4

Vikan - 11.05.1961, Blaðsíða 4
3. grein: Isfirðingor á Indlandsreisu Trankebar og nágrenni, en þar náðu danskir fyrst fótfestu í félagi yið hollenzka höndlara. „1 Asía, í þeim þriðjungi þeirrar gömlu veraldar i India extra Gangem, er eitt stórt og mjög frjó- samt eyland, er Ceylon nefnist. Þar inni eru 9 kónga riki, sem öll eru einum herra undirgefin. Höfuðstað- urinn, sá æðsti, hvar þess lands stjórnari hefir sitt aðsetur, nefnist upp á þeirra mál Colmucki. Svo bar við, að um þann tima, sem skrif- aðist 1616, þénti þessum stórherra og landstjórnara, sá eð nefndist keisari, einn kristinn maður, hol- lenzkur að ætt. Við þennan mann ráðgaðist hann einn tíma, hvað hann skyldi til ráðs taka við þá portogal- ísku menn, er hann fyrir nokkrum liðnum tíma hafði léð þar landvist í landi nálægt sér að brúka þar kaupskap, svo sem þeir plaga víðar að gera um öll Indíalönd ...“ Þannig hefst aðdragandi reisufrá- sagnar Jóns Ólafssonar Indíafara, en undirfyrirsögn fyrsta kapifcula hennar er á þessa leið: „í fyrstu verður til máls að taka, af hverju tilefni, að vor sálugi kóng Christian 4., loflegrar minningar, fékk girnd og þóknun til að senda þau 5 skip til Indíalands, er sendust (að mig minnir) Anno 1618 i októbermán- uði, er sem eftir fylgir.“ Aðdragandi þessi er skilmerkileg- ur og gagnorður eins og öll frásögn Jóns, en þar sem bæði hann og ýms- ir innskotskaflar síðar í reisubók- inni honum tengdir koma sjálfri reisunni lítið við, verður honum og þeim köflum gerð hér skil í einu lagi og sem stytztu máli. Eins og Jón getur um þegar í upphafi, höfðu portúgalskir náð Þannig var ríkjum skipað á Indlandsskaga„ þegar Jón Ólafsson var þar á ferðinni. honum þætti það fyrst súrt í brotið. Þegar leiðangurinn náði til Ceylon, hafði hollenzki sendimaðurinn drep- ið sig á eitri í klefa sínum, en yfir- konungurinn vildi ekki viðurkenna samning hans við Danakóng og kvað sendiboðann hafa falsað umboðs- skrá sína, og höfðu leiðangursmenn þvi ekki erindi í samræmi við erf- iði sitt. Með leiðangursskipunum var jakt ein dönsk og á henni kaupmaður nokkur, hollenzkrar ættar, sem Rollant Crappe hét. Varð jaktin við- skila aðalleiðangurinn og lenti i Travancore; komst Crappe í vin- fengi við konunginn þar og gerði við hann höndlunarsamning fyrir hönd Danakonungs, sem reyndist svo hag- stæður Dönum, að hann varð grund- völlurinn að stofnun A.-Indíafé- lagsins danska, sem til skamms tima hefur verið eitt voldugasta fyrirtæki i Danmörku, og verður því ekki sagt, að leiðangurinn væri til einskis farinn. Crappe þessi varð síðar fyrsti landstjóri Dana í Trankebar, Og þegar Kristján fjórði ákvað að senda tvö skip á vegum hins ný- stofnaða Austur-Indiafélags til Travancore, fékk Jón Ólafsson þá bæn sína uppfyllta, sem honum hafði áður verið neitað ... „Nú sem sú tið nálgaðist, að vér skyldum oss upp á þá austindi- anísku reisu gefa, þá þremum dög- um áður en svo skeði, vorum vér með trómetum og bumbuslætti upp á compagníið kallaðir, hvar vor náðugi herar kóngur með mörgum eðlapersónum, item borgmeisturum og þeim æðstu innan borgar, var fótfestu á Ceylon, fyrst í stað með fullu samþykki Senevirat Adassin, sem þar var yfirkonungur í þann tið. Brátt gerðust Portúgalar þar þó umsvifameiri en samningar stóðu til, reistu þar virki og fóru með ofriki og vopnavaldi, svo að yfir- konungurinn mátti ekki rönd við reisa. Þótti honum í óefni komið og hugði það ráð vænlegast að veita einhverjum evrópskum þjóðhöfð- ingja rúmt höndlunarleyfi gegn því, að hann stuggaði þeim portúgölsku á brott eða héldi þeim að minnsta kosti í skefjum. Gerði hann út hol- lenzkan sendimann sinn til Evrópu þeirra erinda. Kom hann fyrst til Hollands, en þar sem Hollendingar höfðu engan áhuga á tilboði hans, hélt hann för sinni áfram og gekk á fund Kristjáns 4. Danakóngs, sem tók betur undir erindi hans og gaf höndlurum, útgerðarmönnum og öllum almenningi kost á að leggja fram fé gegn væntanlegum ágóða- hlut, svo að kleift yrði að senda leiðangur herskipa til Ceylon og koma þar á fót danskri höndlun. Urðu menn vel við, og innan tíðar 'létu fimm dönsk herskip í haf til Ceylon undir stjórn Eiríks Grubbe, segir Jón — en þar er um missögn að ræða; æðsti maður leiðangursins var Ove Gjedde. Meðal þeirra, sem réðust í þessa för, voru allmargar af skyttum kon- ungs og samstarfsmenn Jóns í tý- húsinu. Fýsti Jón og farar, en kóng- ur neitaði og kvað fylking þeirra í týhúsinu þegar hafa jiynnzt meir en góðu hófi gegndi, og kom þar siðar, að hann taldi sér það lán mikið, þótt fyrir kominn. Og var þá hver mað- ur með nafni af vorum munstur- skrifara upp lesinn, þar næst artíkular Iíónglegrar Majestatis upp lesnir, i þriðja lagi inntak vors hollustueiðs með hárri röddu fyrir oss upp lesið, og síðan vér með upp- réttum fingrum 3 sórum vorn holl- ustueið kóngi vorum og því austindí- aníska compagníi, hver einn með hárri röddu ...“ Ekki verður því annað sagt en undirbúningurinn að brottförinni væri hinn hátiðlegasti. „Og fyrr en vér í bát stigum, sem við staðar- bryggjuna lá bundinn, drukkum vér vorrar velferðar og burtfarar minn- ing, óskandi öllum ásamt oss, yfir settum og undirgefnum, innan borðs sem utan, er eftir stæðu, sem þeim er færi, lukku og blessunar af Guði. Og þar með í Jesú nafni stigum vér af bryggjum á vorn bát og margir af oss grátandi, en sumir með dans- látum og hljóðfæraslætti, hlæjandi ...“ Ekki er gott að segja um, í hvorum þeim flokki Jón hefur ver- ið, en hafi hann fyllt hinn fyrr- nefnda, er vist um það, að ekki hef- ur hátíðleikinn staðið sérlega djúp- um rótum. Viðarskúta fór svo þröngt við borð fram hjá bátnum, að fleyg- ur akkerisins, sem lá utan á bógi hennar, kræktist í sitjandann á Jóni, þar sem hann sat á borðstokk hjá bátsmanni í skut. Brá Jón við hart og skjótt, reif sig af fleygnum — og lét ekki þar við sitja, heldur stökk upp í skútuna, rétti stýri- manni hennar tvo vel úti látna, vestfirzka löðrunga, sinn á hvorn kjamma, og var kominn um horð i bát sinn aftur, áður en skriður skildi. „Þóttist enginn fljótari at- burð séð hafa, af þeim þar saman komnum. En hefðu buxurnar bilað og ég i sjóinn fallið, sögðu menn mitt hið síðasta mundi orðið hafa.“ Þegar Jón skráir frásögnina af þess- um atburði, er hann hins vegar orð- inn annars sinnis en líklegt er, að hann hafi verið, er hann rak skútu- stýrimanni löðrungana, — telur, að með þessu hafi Guð viljað vara sig við, að í krappan kæmist hann í þessari reisu, en slyppi þó sæmi- lega. Christianshöfn hét skip það, sem Jón réðst á til Indlandsferðar, hið ágætasta gangskip, að þvi er hann segir, en ekki nema hundrað lest- ir, — og er víst um það, að litið yrði það við síðu hinna miklu dísilknúnu hafskipa, sem „kompagn- íið“ lét smíða á árunum milli heims- styrjaldanna til siglinga í kjölfar Christíanhafnar. Að sjálfsögðu var skip þetta vopnað „fallstykkjum“, en við þau var Jóni og öðrum skyttum úr liði konungs, sem ráðizt höfðu

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.