Vikan


Vikan - 11.05.1961, Blaðsíða 17

Vikan - 11.05.1961, Blaðsíða 17
heyrt Alain segja I veltingahúslnu fyrlr skðmmn. Hann þagnaði vi8 og fann óbragS I munni sér. „Já, og Alain hefur rétt fyrir sér,“ svaraðl hún og lagði áherzlu á hvert orO. Hún gekk nser honum; tók báCum hðndum I barmkragann á frakka hans og mælti enn. „Vi8 Alain erum að minnsta kosti gróin upp úr sama jarðvegi. Vi8 höfum sama lifsviðhorf. Vi8 erum bæ8i----------" Bob sleit sig af henni, æstur af reiði og af- ibrýðisemi. „Far8u Þá til hans!“ hrópaði hann. „FarBu og leggstu með honum! Til hamingju! Hann sagði mér Þa8 sjálfur I kvðld, a8 hann ætti :Þá ósk heitasta, a8 komast yfir þlg!“ Mic starði á hann, furðu lostin. „Alain?" stamaði hún. „Já, Alain. Ef þú vilt uppfylla Þá ósk hans, máttu Þa8 min vegna. Hva8 skyldi mér koma ÞaO við? Ég er ekki annað en kjarklaus mðmmu- drengur----------“ „Þakka Þér fyrir a8 þú skulir leyfa mér þa8,“ svaraOi Mic, ráOÞrota og eins og til Þess a8 segja eitthvaO. „Ef þaO getur orðiO Þér einhver raunabót, Þá gerOu svo vel!“ „Eg vona a8 Það verðl það!“ svaraði hún storkandi. Hann hugðist halda á brott, en hún stð8va8i hann. „Þetta kemur málinu ekki vi8!“ sagði hún. „Þú vilt einungis leiða talið að ððru. Láttu mig fá bréfin tafarlaust!“ Hún hristi hann eins og hún væri IðgregluÞjónn. „Strax!" „Eg hef losaO mig við þau!“ svaraði Bob. Mic starði á hann. „Það er ekki satt,“ maldaði hún I móinn. „ÞaO er satt!“ sagði hann. „Eg brenndi Þeim. Þau eru orðin duft og aska, eins og allar þinar vonir um a8 eignast Jagúarlnn!" Þa8 komu tár i augu henni. „Svini8 þitt!" hróp- aði hún. Hún varB sem viti sinu fjær af relði og harml I senn. „Svín!" æpti hún. „BleyOa! Svikarl! Þú skalt fá þetta borgað, þa8 sver ég!“ Tárin streymdu niður vanga henni, og um leið var honum ðllum lokiO. Hann veltti hennl eftir- för, þegar hún hljóp af stað. „HlustaOu nú á mig, Mic!" kallaði hann og greip um axlir henni. Hún vatt sér af honum og lét hðggin dynja á honurn. „Snertu mig ekki!" æpti hún. „Ég hata Þig. Á mllli okkar er ðllu lokið! Og ég skal hefna mín, það máttu vera viss um. Mér býður vi8 Þér, bleyOan þín! Þú ert raggeit, broddborgara- skepna ----------“ Hún hvarf út í myrkrið. Bob var að því kominn a8 veita henni eftir- för, en hætti viö. Nokkra hriO stóð hann i sömu sporum. Svo tók hann ákvörðun og gekk inn i kvikmyndasalinn. Yasmed, sem sat á þriOja bekk, kom auga á hann og benti honum á autt sæti viO hliO sér. En Bob hristi höfuðiO, tók sér stöðu út við vegg og reyndi að gera sér grein fyrir því, sem fram fór á sýningartjaldinu. Fölleitur maður með áberandi andlitsgervi, eins og nautabani á vangann, faðmaOi aO sér konu meO löng hvarmhár, linda um höfuðið og vangalokka. Það var eins og skopstæling á annarlegum ástar- atlotum sefasjúkra. Bob varð litið á armbandsúr sitt. Hafði það stöðvast. Hann lagði það við eyra sér. Nei, það gekk. Hann hafði enn tíma til aö fara til fundar við M. Félix----------ef? Hann hraðaði sér út. Gekk eins og í draumi þangað, sem leigubilarnir biðu. Loftið var rakt og hrá- slagalegt. Hvert skyldi Mic hafa haldið? Hann var þess fullviss, að hún hefði leitað uppi klik- una, sæti nú kjökrandi yfir glasi sinu, formælti honum og úthúðaði með grófasta orOalagi. Hag- aði sér í raun réttri eins og fifl. BlóOið rann ör- ara í æðum hans, þegar hann hugleiddi endurfund þeirra; hann mundi ekki þurfa að leita hennar lengi eða víOa; klíkan var auOfundin. Sennilega sæti hún og hlustaOi á rökræður Alains. Nei, hann mátti ekki hugsa til Alains----------- Hann kallaOi á leigubil, settist inn og nefndi ákvðrðunarstaOinn. Dró bréfin upp úr vasa sín- um og leit yfir þau einu sinni enn. SumstaOar var skriftin máð; kannski höfðu tár hennar falliO á pappírinn, þegar hún skrifaOi. Tilfinningavella! hugsaði hann. Brjóstumkennanlegur strandaglóp- ur lifslns. Og — gagnvart henni haga ég mér svo eins og samvizkulaus þorpari. Þa8 eru mér þó nokkrar málsbætur, a8 ég kem I veg fyrir a8 Mic veltist í þessum sora. A8 ég tek þa8 á mlg, eln- ungis hennar vegna. Þetta er víst Þa8, sem kall- azt ást. Nei, varla. Jæja, vi8 sjáum hverju fram vindur. Hún hefur ekki hugmynd um þa8, og Þa8 er a8alatri8i8. Hann greiddi leigubilstjóranum. Allt i élnu vaknaOi me8 honum veik von. Kannski hafði „persónan, sem um var aO ræ8a“, séð sig um hönd. Ef M. Félix mætti nú ekki til mótsins? Bob gekk upp stigann, hægum skrefum. Hann kom þegar auga á M. Félix, þar sem hann sat vi8 bor8 úti í horni me8 wiskýglasiB fyrir fram- an sig. Bob gekk til hans og hvislaBi a8 honum, allt a8 því hæversklega. M. Félix tók kveSju hans. „Gott kvðld. Eru8 þér me8 bréfin?" Hann ýtti vi8 hattinum, tók skjalatðskuna af borOinu og opnaði hana. „Hér eru peningarnir," sagði hann. Bob fékk sér ekki sæti, fleygði bréfunum á borðið. M. Félix tók þau og taldi. „Þau eru ðll,“ sag8i hann og rétti honum se81aknippi8. „Gerið svo vel!“ Bob stakk seOlaknippinu i vasa sinn. „Ætlið þér ekki að telja þá?“ spurði M. Félix. „Nei,“ svaraði Bob djarfmannlega. „Ég treysti yOur fullkomlega." M. Félix virti hann fyrir sér me8 augsýnilegri forvitni. „Þér lítið ekki þannig út, a8 maður gæti búist viO a8 þér gerðuð yður slíkt að at- vinnu," sagSi hann. Hann stóO upp, eins og hann kviði þvi a8 þjónn- inn kæmi og spyrði, „hvort ungi' herrann vildi ekki eitthvaO aö drekka". Tók skjalatöskuna og stakk henni undir hendina. „Mér lizt þannig á yOur, a8 þér séuð gæddir talsverðri sjálfsvir8- ingu." Bob kinkaOi kolli og brosti lítiO eitt. „A8 vissu leyti--------Ég geri varla ráð fyrir a8 þér yr8u8 nokkru nær, þó ég reyndi a8 skýra yður nánar frá öllum aðstæðum." M. Félix sló létt meO hattinum á öxl honum um leið og hann gekk framhjá honum og mælti kankvíslega: „ÞaO kemur mér ekki vi8. GóOa nótt!“ Bob stó8 einn eftir. Bros færðist á andlit hon- um, þegar hann þuklaði seOlaknippið i vasa sinum. Svo dró hann upp pyngju sina og aOgætti hvort hann ætti nóg fyrir leigubíl. , f.. FJÓRTÁNDI KAFLI. i„Hún lifir ekki af nóttina", mælti Clo lágt og þurrkaOI sér um augun. „Nicola bíður I sjúkra- húsinu. Hún hefur lofað a8 hringja til min. Ég þoldi ekki að vera þar---------" Muriel mælti hárri, skrækri röddu: „En þetta er ágætt sjúkrahús. Þa8 var einmitt þar, sem ég lét Þá taka þaO síöast----------“ „Rétt!" sagði Guy. „Hrópaðu það yfir alla!" Lou greip þegar til heimspekinnar. „Það er svívirða, að þetta skuli kallást sið- mer.ntað þjóðfélag, og almenningsálitið enn verra svo rangsnúið, að jafn sjálfsagt og eðlilegt fyrir- bæri er talið hneykslanlegt!" „Þvaður!" svaraði Alain, sem var fölur í and- liti en að öðru leyti sjálfum sér líkur. „Við eigum öll einu sinni að deyja, og hvaða máli skiptir þá hvenær og hvernig við deyjum!" „Það leynir sér ekki að Þú ert karlmaður", mælti Nadina gremjulega. „Og að þú þarft ekki að taka þér byssu í hönd, þegar til styrjaldar kemur, ljufan mín litla!" „Mundir þú sjálfur taka þér byssu í hönd?" „Aldrei! Ég mundi gerast liðhlaupi!" Þau hlógu öll. „Þarna sjáiö þið!“ mælti Nadina. „En hvað um það, að verða að standa and- spænis aftökusveitinni? Áhættan er alltaf söm og jöfn, ef á allt er litið!" Enn hlógu þau öll — nema Clo. Hún vöölaði saman vasaklút sínum og starði fr^mundan sér. Pierre settist hjá henni á bekkinn og vafði hana örmum. y . „Ekki getur þú neitt að þessu gért, vina!" Hann tók aö kyssa hana ög eftir andartak end- urgalt hún honum kossana. Nadina og Muriel ræddu hástöfum hvernig þær ættu að koma fram hefndum við Gérard Sarary. 1 sömu svifum kom Mic æðandi inn eins og hvirfilbylur. „Þetta svín! Þetta bölvaða svín!" æpti hún. „Gérard —-------þú veizt það þá!“ varð Nadinu að orði. „Nei —■ ég er að tala um Bob!" Alain leit upp; hliðraði til og benti henni að setjast hjá sér. „Segðu okkur upp alla söguna!" mælti hann eggjandi. Þa8 sló bliki á augu honum. „Honum virtlst ekki koma þaO beinlinis illa!" varO Lou a8 or8i og hnlpptl 1 Guy. Mlc sag8i þeim I fáum, vel vðldum orðum hva8 gerst hafði. „Þá er billinn farinn veg allrar veraldar!" hróp- aði Pétur. „HræOilegt!" hrópaði Nadina. „Svona állka og ef ekkert yrði úr hljómlelkum Gillispie!" bætti Guy vi8. Þau virtust hafa gleymt Francoise gersamlega. Nema hvaO Clo var8 öðru hvoru litið þangað, sem siminn var, eins og hún byggist við hring- ingu þá og þegar. Lou barði hnefanum I borðiO. „Þa8 er ómðgulegt! Hefur svinið brennt bréf- unum! Þér getur ekki verið alvara!" „Ég segi ykkur það dagsatt," mælti Mlc og grét af gremju og reiði. „Hvílík skepna!" „Ræfill!" hvæsti Guy. „600.000 frankar!" Pierre þrýsti Clo a8 sér og kyssti hana. „ÞaO hefOi þó ekki verið amalegt fyrir stúlku eins og þig að aka um göturnfir i Jaguar!" mælti Alain. MIc sneri sér að honum og lét relði sína skyndi- lega bitna á honum. „Þegar allt kemur tll alls átt þú sðkina, skyn- semispostulinn þinn. Þa8 varst Þú, sem komst með þá uppástungu, að Bob færi á fund M. Félix. Og varst það ekki þú, sem fékkst honum bréfln? Þig munar vist ekki um a8 taka á þig sðkina — þú ert svalur náungi--------“ Alain laut a8 henni. „Ég viðurkenni a8 mér hefur skjátlast. Þa8 getur alla hent. En ég gæti alltaf skynseminnar---------“ „Hvað áttu vi8?“ „Ég hef aldrei látið teyma mig inn á fina sam- komustaBi og dansaO þar með broddborgurum!" Nadina og Muriel litu hvor á aðra, eins og þær vildu ekki trúa sinum eigin eyrum. „GerðirOu þaO?" spurði Nadina og rðddin var annarleg. Mic sneri sér a8 henni." Ber mér skylda til a8 skrifta fyrir þér?" Lou greip fram i. „Þegar stúlkur úr okkar klíku fara a8 dorga á öðrum miðum", sag8i hann, eins og hann væri a8 byrja á fyrirlestri, „þá er þaO sannarlega ills viti, þvi aO þa8 vekur hjá manni grun um----------“ Mic var nú I þann veginn aO missa alla stjórn á sjálfri sér. Hún steytti hnefana og froðufelldi. „Haldið þið kjafti!" öskraOi hún. „Ég er frjáls gerða minna!" Áhugi Clo beindist nú að samræOunum! „Bravó!" „Erum við klika, eða erum við það ekki?" hrópaði Guy. „Erum við þaö?“ spurði Lou. „Það er viðurstyggilegt, hvað sem því liður,“ mælti Muriel. „Og þa8 þú, Mic, sem vi8 höfum öll treyst. Framhald i næsta blaði. „Hlustaðu nú á mig, Mic!“ kallaði hann og greip um axlir henni. VIKAN 17

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.