Tíminn - 15.05.1986, Page 3

Tíminn - 15.05.1986, Page 3
Fimmtudagur 15. maí 1986 Tíminn 3 raða upp í smáskammta og afgreiða fræpantanir - er mikil og tafsöm, og sú vinna er öll unnin í sjálfboðavinnu líka. Það er kosin nefnd í þetta starf, sem hefur yfirumsjón með því, þar sem þetta er dálítið vandasamt starf þá er nauðsynlegt að í þessu sé vant fólk. í sambandi við laukadreifingu og afgreiðslu á pöntunarlistum og fréttablaði, þá eru miklu fleiri sem geta tekið þátt í því starfi. „Bjóðum alla velkomna í félagið,“ segir formaður Garðyrkjufélagsins Sigríður Hjartar var kosin for- maður í marsmánuði s.l. en hún hafði verið varaformaður eitt kjör- tímabil (2 ár) en Jón Pálsson póst- fulltrúi, sem nú er látinn, var áður formaður Garðyrkjufélags íslands í 15 ár. Það fjölgar nú jafnt og þétt í félaginu og þá sérstaklega nú síðast á kynningarfundunum hér í Reykja- vík. „Og við bjóðum alla velkomna í félagið,“ sagði formaðurinn í við- talinu við Tímann. Við erum með skrifstofu sem er opin þrisvar í viku: á mánudögum og fimmtudögum kl. 14.00-18.00 og á fimmtudagskvöld- um kl. 20.00-22.00. Skrifstofan er á Amtmannsstíg 6. Þar er bókasafn félagsins. Þar er töluvert myndarlegt safn með garðyrkjuritum og þarna eru líka til sölu fyrir félagsmenn ýmiss konar sérvörur til garðyrkju og dálítið af garðyrkjubókum, sem ekki eru í bókabúðum o.fl. Enn er enginn fastur ráðunautur - en vísir að ráðunautarstarfi - Við erum ekki enn með neinn sérstakan ráðunaut, því að einu peningarnir sem við höfum úr að moða eru félagsgjöldin, sem eru 700 kr. á ári fyrir manninn. Innifalið í félagsgjöldunum er: ársritið, frétta- bréfin, pöntunarlistar og öll þjón- usta sem veitt er á skrifstofunni og einnig ókeypis fræðslufundir, svo að það má sjá, að það er heilmikil þjónusta sem félagsmenn fá fyrir félagsgjöld sín. Félagið hefur ekki fengið neina opinbera styrki, svo við höfum eiginlega ekki tök á að vera með fastan ráðunaut, - en það er það sem okkur dreymir um. Við erum reyndar með örlítinn vísi að þessu ráðunautarstarfi fyrir byrjendur núna í vor, því að félagar í Landslagsarkitektafélaginu verða á skrifstofu Garðyrkjufélagsins á fimmtudagskvöldum, fjögur fimmtudagskvöld núna í vor. Þessi þjónusta hefur aldrei staðið til boða áður hjá okkur, en nú ætlum við að reyna að bjóða félagsmönnum upp á þessa ráðgjöf. Hætt er við að ráð- gjafarnir komist varla til með að anna nema einhverjum takmörkuð- um fjölda félagsmanna, en við von- um að þetta verði til góðs fyrir sem flesta. Auðvitað er líka heilmargt sem skrifstofustjórinn hjá félaginu leið- beinir fólki um á skrifstofunni á Amtmannsstíg, en auk hans er þar líka skrifstofumaður í hlutastarfi, en það eru einu störfin hjá félaginu sem eru launuð. Skrúðgarðabókin er gagnleg - ekld síst fyrir byrjendur Hjá deildunum úti á landi er starfsemin víða mjög blómleg og má segja að hún sé í hliðstæðu formi og hér. Þar eru fræðslufundir og önnur starfsemi. Stundum reynum við að útvega fyrirlesara til að fara út á land til að kynna eitthvað sérstakt í garðyrkjumálum. Á afmælisárinu í fyrra, þegar félagið átti 100 ára afmæli, fengu allar deildirnar fyrir- lesara til sín, sér að kostnaðarlausu. Flestir gera heilmörg mistök í garðyrkjunni í byrjun, og sagt er að maður læri mest af sínum eigin mistökum, en þau geta verið dýr- keypt. Fólk ætti því að reyna að fá sér einhverjar upplýsingar og velta málunum fyrir sér áður en hafist er handa við að planta og búa til garð. En það er til góð bók, sem nefnist Skrúðgarðabókin sem félagið gaf út og fæst á skrifstofunni (og einnig í bókabúðum). Þar eru sérstaklega góðar leiðbeiningar til þeirra sem eru að byrja að ræka, um skipulagn- ingu og undirbúning fyrir garðrækt- un. Með því að lesa undirbúnings- kaflana í Skrúðgarðabókinni er hægt að fá geysimiklar upplýsingar. Bókin kostar 600 kr. Einnig er Garðyrkju- ritið til sölu á skrifstofunni og það er fullt af leiðbeiningum um garðrækt. Að síðustu sagði Sigríður Hjartar, formaður Garðyrkjufélags íslands, að viðgangur hins rúmlega 100 ára gamla félags, byggðist fyrst og fremst á áhuga og vinnu félaganna og hinu geysimikla sjálfboðastarfi þeirra. -BSt. Garðyrkjustöðin Grímsstaðir f^mmmmmmmmmmmmmmmg ■ Plöntuuppeldi - plöntusala ■ — rósir — runnarósir — — limgeröisplöntur — | _ ágræddar rósir — — fjölærar blómjurtir — | — limgerða- og klifurrósir— steinhæðajurtir — ■ — runnarog tré — Hallgrímur H. Egilsson Heiðmörk 52, Hveragerði Símar: 99-4230 og 99-4161 ^ ^ HÚN ER OMOTSTÆÐKL EG setlaugin frá NORM-X Komiö og skoöiö. Verö á laugum 25.800 kr. GREIÐSLUKJÖR Auk þessa framleiöum viö ýmsar aörar vörur úr plasti. sett kostar kr. 8.599,- án púða kr. 10.839,- með púðum Þetta Þetta sett kostar kr. 16.387,- án púða kr. 19.187,- með púðum lF\itidA(f

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.