Tíminn - 15.05.1986, Side 5

Tíminn - 15.05.1986, Side 5
Fimmtudagur 15. maí 1986 Tíminn 5 um. Hrærið hann saman við jarðveg- inn og gætið þess að hann liggi ekki við berar rætur. Tilbúinn garðáburður, s.s. Blákorn, er einnig notaður á beð. Honum er dreift létt yfir moldina þannig að hann liggi ekki við plöntu- stofna. Garðyrkjumaðurinn skyldi alltaf hafa á bak við eyrað að: „Vel hirtar og vel nærðar plöntur verða síður fyrir óþrifum og verjast betur við ásókn af lús og rnaðki". Slitnir blettir lagfærðir Oft hafa grasflatir spillst yfir vet- urinn. Snemma vors, meðan jarð- vegurinn er deigur, er gott að raka yfir skellur, bæta í þær moldar- blöndu (mold og sandur) og jafna til samræmis við grasflötinn. Sáð er grasfræi í moldina og það létt „saxað" saman við hana. Pá er moldin völtuð eða troðin og síðan vökvað. Illgresi í grasflötinni Fífill, njóli og annað illgresi gerir vart við sig á vorin. Sé slíkt illgresi ekki í miklu magni. má stinga það upp með reku eða álíka verkfæri. Fíflar og njóli hafa stöngulrætur sem geta náð alldjúpt niður í jarðveginn. Því þarf að gæta þess að slíta ekki ræturnar, það sem eftir verður á hægt með að spíra að nýju. Hjá Sölufélagi garðyrkjumanna fást ýmis lyf til að halda illgresi, einkum í beðum, í skefjum. Með þeim fylgja leiðbeiningar um meðferð og nota- gildi. Fyrirbyggjandi aðgerðir Hægt er að hafa í frammi fyrir- byggjandi aðgerðir gegn illgresi í beðum. Til að mynda má breiða yfir beðin með gegnhripum plastdúk. Dúkinn má síðan hylja með vikri, möl eða sandi í ýmsum kornastærð- um. Þá kæmi og til greina að hylja beðin með hverju þessara efna fyrir sig og einnig með kurli (brytjuðum trjáberki). I þessum efnum getur illgresi spírað, en léttara er að ráðast gegn því þar með hreinsun og/eða lyfjum. Gras þar sem það á ekkl að vera! Að fengnum þessum greinargóðu upplýsingum hjá Jóhanni leitum við ráða við vandamáli, sem er ekki síður ágengt en óræktin í grasblettin- um. Hvað er hægt að gera til að vinna bug á grasi sem hefur komið sér fyrir þar sem það er óvelkomið, eins og t.d. milli steinhellna, uppi við tráboli þar sem fólk er hrætt við að beita beittum eggvopnum o.s.frv. Jóhann sagði að þar sem ekki væri hægt að koma því við að stinga grasið upp og engar grænar plöntur væru í hættu mætti nota efnið pregl- on á óvelkomið gras. Það er selt hjá Sölufélagi garðyrkjumanna með ná- kvæmum leiðbeiningum. Það er út- þynnt með vatni eins og leiðbein- ingarnar segja til um og síðan spraut- að með vökvunarkönnu, eða það sem enn betra er, úðað með úðunar- dælu yfir grasið. Þetta þarf að gera tvisvar til þrisvar yfir sumarið með u.þ.b. þriggja vikna millibili og best að byrja um það leyti sem grasnál- arnar fara að láta á sér kræla. En hafið það hugfast að grænar plöntur þola ekki preglon, það vinn- ur einmitt á blaðgrænunni. Þess vegna drepast þær grænu plöntur sem fyrir úðuninni verða. Falleg grasflöt er sómi hvers garðeiganda. 3 Eiðun' gifuriegt magn g mSra. Sva,akassarogfes«ngar Leirker T erracotta, (úti og inni). Mikið úrval. Lífrænn garðáburður iblómabeð.matjurtagarða ogágrasflatir. Otiker í mörgum stærðum. Veqgpottar úr leir. Hvítir, rauðir og brumr, margar stærðir. Tilbúinn garðáburður i 5 ioog öOkg.pokum. Mosaeyðir (1,5 kg. á37,5 m .) Garðverkfæri og vökvunartæki. Gífurlegtúrval. Trékerundirtré og runna. p|öntUSalan & hafin _ Mikiö úrval utibloma W§ Btómum rtðaveiokJ Groöurnusinu vi

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.