Tíminn - 15.05.1986, Side 10
10 Tíminn
Fimmtudagur 15. maí 1986
Samband íslenskra sveitarfélaga:
Ráðstefna um
umhverfismál
Útivistarsvæði í þéttbýli voru ítar-
lega rædd á ráðstefnu sem Samband
íslenskra sveitarfélaga stóð fyrir á
Kjarvalsstöðum dagana 25. og 26.
apríl s.l. Ráðstefnan snerist um
stefnu sveitarfélaga í umhverfismál-
um og margir lögðu þar orð í belg.
Meðal þeirra gesta sem héldu erindi
voru tveir danskir sérfræðingar,
Aksel Thomsen, garðyrkjustjóri í
Óðinsvéum, og Ian Jörgensen,
landslagsarkitekt, sem skýrði á ráð-
stefnunni frá norrænu samstarfs-
verkefni um umhverfismál í þéttbýli.
„Ég starfa fyrir norrænu ráðherra-
nefndina í vinnuhóp sem fjallar um
umhverfismál. Þar er unnið að því
að koma á samræmdri stefnu í
þessum málurn," sagði Ian Jörgens-
en í samtali við Tímann milli erinda.
Hann sagði að útivist í þéttbýli leiddi
af sér sama skipulagsvanda á öllum
Norðurlöndunum, sem hægt væri að
leita lausna á sameiginlega. Ljóst
væri að norrænar þjóðir þyrftu að
búa sig undir þróun í átt til breyttra
lffshátta, sem þegar væri hafin, með
því að laga umhverfi sitt að þeirri
þróun. Ian tók sem dæmi að vinnu-
vikan í Noregi hefði nýlega farið
ofan í 37,5 klukkustundir og ætti
líklega eftir að styttast enn meir þar
og í nágrannalöndunum. Þetta leiddi
af sér að tími til tómstunda yrði
meiri en áður og ekki væri fráleitt að
ætla að almennt yrði meiri áhersla
lögð á útiveru en áður.
En hvernig horfa þessi mál séð frá
sjónarhóli Islendinga? í erindum
kom fram að fremur lítið hefur verið
hugað að skipulagningu og frágangi
útivistarsvæða í flestum sveitarfélög-
um hérlendis miðað við það sem
gerist á öðrum Norðurlöndum.
„Byggðin í landinu ber þess skýrari
merki, að þjóðin er að komast af
veiðimanna- og hjarðmennskustiginu
á stig varanlegrar búsetu með vax-
andi menningarsvip. Við erum að
átta okkur á nauðsyn þess að búa
með landinu í stað þess að búa
andstætt náttúru þess og eðli,“ sagði
Björn Friðfinnsson formaður Sam-
bands íslenskra sveitarfélaga í upp-
hafi ráðstefnunnar.
Meðal þeirra sem tóku til máls á
ráðstefnunni voru Stefán Thors,
skipulagsstjóri ríkisins, sem ræddi
um „Útivistarsvæði í skipulaginu",
Reynir Vilhjálmsson, landslags-
arkitekt, sem ræddi um „Grænu
svæðin í skipulaginu“, og Gestur
Ólafsson, framkvæmdastjóri Sam-
taka sveitarfélaga á höfuðborgar-
svæðinu,sem ræddi um „Átak í trjá-
rækt á höfuðborgarsvæðinu“.
í erindi sínu fjallaði Gestur um
markmið, skipulagningu og fram-
kvæmd trjáræktar í þéttbýlinu á
suðvesturhorninu. Einn þeirra fjöl-
mörgu þátta sem hann minntist á í
þessu sambandi er trjávernd. Um
það efni sagði hann eftirfarandi: „í
mörgum gömlum íbúðarhverfum á
höfuðborgarsvæðinu, einkum í
Reykjavík og Hafnarfirði, skipar
trjágróður verulegan sess í umhverf-
inu og er mikilvægt að varðveita
hann. Ekki má fella tré sem er 40 ára
eða eldra eða 4 metrar á hæð eða
hærra, nema með leyfi byggingar-
nefndar. Trjáræktarnefnd leggur
einnig til að gert verði trjáverndar-
skipulag af gömlum hverfum á höf-
uðborgarsvæðinu, þar sem m.a.
komi fram hvaða tré eða trjáþyrp-
ingar innan hverfanna eða í tengsl-
um við þau skuli vernda vegna
fræðslu-, sögu og umhverfislegs
gildis. Sett verði kvöð um trjávernd
á einstök tré eða þyrpingar af trjám.
í henni fælist, að óheimilt væri, - að
fella tréð, stýfa það eða kliþpa til
skaða. Ef fella þarf tré sem á hvílir
kvöð um trjávernd, þá sé tryggt að
eitt eða fleiri tré séu gróðursett á
sama stað eða sem næst upprunalega
staðnum. 1 trjávernd felst líka að
verja tré aðsteðjandi hættum,
einkum skemmdarverkum og slysum
frá umferð. Þetta er gert með hlífum
stoð eða girðingum. Enn felst trjá-
vernd í því að græða tré sem sýkjast
eða skemmast. Það má gera með
ýmsum hætti og einnig er oft hægt að
koma í veg fyrir slíkt með réttri
hirðingu. Nauðsynlegt er einnig að
koma á trjámati, til þess m.a. að
meta gildi einstaka trjáa ef þau
verða fyrir skemmdum. Trjávernd
og trjámat þarfnast reglubundinnar
endurskoðunar og ættu að vera í
umsjá garðyrkjustjóra sveitarfélag-
anna, með samkomulagi við eigend-
ur trjánna".
Hulda Valtýsdóttir, formaður
Umhverfismálaráðs Reykjavíkur-
borgar, ræddi um störf og stefnu
Umhverfismálaráðsins. í lok tölu
sinnar leit hún til framtíðarinnar og
sagði m.a.: „Varðandi stefnu til
framfíðar er sem á hinum fyrra lið
efst á blaði áframhaldandi uppbygg-
in og gróðurefling á útivistarsvæðum
bæði innan borgarmarka og utan,
gerð göngu- og hjólreiðastíga, varð-
veisla náttúruverðmæta og stuðning-
ur yfirleitt við alla þá þætti í borgar-
lífinu, sem stuðla að bættu mannlífi.
Lausn holræsamála hefur lengi verið
á dagskrá í borgarkerfinu og nú er
ástæða til að fagna því, að gerð hefur
verið raunhæf áætlun um framtíðar-
lausn Reykjavlkurborgar í fráveitu-
málum til ársins 1993, þar sem gert
er ráð fyrir svipaðri fjárveitingu til
framkvæmda árlega og veitt er til
þessa í ár. Þetta eru vissulega dýrar
framkvæmdir en á síðustu árum
hefur farið fram sú mikla undirbún-
ingsvinna,sem gerir hana raunhæfa.
Á döfinni er líka áætlun um upp-
byggingu útivistarsvæðisins í
Laugardal í samræmi við tillöguupp-
drætti, sem nú liggja fyrir frá Teikni-
stofu Reynis Vilhjálmssonar og mið-
ast hún við framkvæmdir næstu 4 ár.
Þær tillögur gera ráð fyrir afar fjöl-
breyttu svæði til margs konar afnota
og útivistar. Útivistarsvæðið í Naut-
hólsvík hlýtur að koma í kjölfarið,
enda nú fyrst mögulegt að gera
raunhæfar tillögur um skipulag þess
eftir að endanlega var gengið frá
skipulagi flugvallarsvæðisins. Brýnt
verkefni sömuleiðis er frágangur á
bökkum Tjarnarinnar, sem hefur
verið látinn sitja á hakanum á meðan
beðið er eftir samþykki tillagna um
skipulag Kvosarinnar og endanlegr-
ar ákvörðunar um staðsetningu lítils
ráðhúss við norð-vesturhornið. Ég
hef ekki minnst sérstaklega á útivist-
arsvæði Reykvíkinga í Heiðmörk,
þar sem þegar hefur farið fram mikil
uppgræðsla og gróðursetning. En
næsta stórátak svipaðs eðlis verður
væntanlega Hólmsheiði, gróðurrýrt
svæði austur af borginni, sem bíður
þess að úr verði bætt“.
Ráðstefnunni lauk með því að
umræðuhópar sem höfðu áður verið
myndaðir skiluðu áliti og fram fóru
almennar umræður.
' C '.................. . ■■ ■■..............
■>'.-'-■ >. ----------------------••‘: * •■•
’...........i' i
■wmst^S'Mn^aur ■ _ ^
■ ■■ /'... ■■■' ‘ : ' ' 'JT . *
mm
.
*•• •>«*-•“
y- ’ ■: 7 ■. '
sélj ,,, _
:: *
%%
- vSgf*
.......PPII MujQt
,‘iir I '1 - iii "■•'■■. . ‘ jkLi:.
tf. r'.ff.l'
fsi
Aimcnna «uglysmgaalotan hl
lláiiuwéla
markaðurinn
Smiöjuvegur 30 E-gata,
Kópavogur Sími 77066
Sláttuvélar
fyrir allar stærðir garða
0 Landsins mesta úrval viöurkenndra sláttuvéla.
0 Liprir sölumenn veita faglegar ráðleggingar.
0 Árs ábyrgð fylgir öllum vélum.
0 Öruggarleiðbeiningar um geymslu ogmeðferð sem tryggir langa endingu.
0 Cóð varahluta- og viðgerðarþjónusta.
Yfir 20 tegundir sláttuvéia
Fisléttir Flymosvifnökkvar. sem hægt er að leggja saman og hengja upp á
vegg eftir notkun 0 Rafsvifnökkvar 0 Bensínsvifnökkvar fynr litla og
meðalstóra grasfleti 0 Atvinnusláttuvélar fyrir fína grasfleti jafnt sem*
sumarbústaðalóðir 0 Snotra meö aflmiklum 3.5 hestafla mótor 0
Hjólabúnaður stillanlegur með einu handtaki 0 Með eða án grassafnara.
Westwood garðtraktorar
Liprir. sterkir og fjölhæfir. 7.5—16 hestafla mótor. Margvíslegir fylgihlutir
fáanlegir. Henta vel fyrir sveitarfélög og stofnanir.
Crittall gróðurhús
Margar stærðir. Einnig vermireitir.
Verslið þar sem úrvalið er mest og þjónustan er best.
u ÍFIymoj L U
Westwood