Tíminn - 15.05.1986, Side 12

Tíminn - 15.05.1986, Side 12
Byggingarvöruverslun Sambandsins, Suðurlandsbraut 32. ús að þeir selji mikið af viðarvörum innfluttum frá Finnlandi, m.a. harð- viðarparkett af gerðinni Lamella frá Paloheimo OYA, sem væri eitt vandaðasta parkett sem fengist í dag. Spónaplötur í mörgum þykkt- um og stærðum frá Pellos og stein- húðaðar krossviðarplötur frá Lahden Teollisuusmaalaamo fengjust með stuttum fyrirvara. Pá væri Sambandið með stærstu innflutningsaðilum á pípum og pípu- lögnum, en þeir flyttu inn frá Birtish Steel og Ferrostaal í Pýskalandi. Margt annað má tína til svo sem Huppe sturtuklefa, Gustavsberg hreinlætistæki, þau mest seldu í landinu, fúavarnarefni frá Gori og múr- og holfestingar frá Fischer. Af íslenskri framleiðslu eru máln- ingarvörur l'rá Sjöfn á boðstólum, bæði Polytex, Útitex, Rex-olíumáln- ing og Texolín fúavarnarefni. Scld er steinuli frá Steinullarverksmiðj- unni á Sauðárkróki, sem Markús kveður hafa yfirtekið markaðinn að mestu leyti enda fari saman gott verð og vönduð vara. Síðast en ekki síst hefur Sambandið söluumboð fyrir Vírnet hf. í Borgarnesi. Þaðan kemur galvaniserað og litað báru- járn, litað stál fyrir vegg og þak- klæðningar auk alls saums. Fyrir garðáhugafólkið má finna garðhrífur, hjólbörur, garðsláttuvél- ar svo fátt eitt sé tínt til. PHH BYGGJUMA REYNSLUNNI Byggingavörusala SÍS er með stærstu byggingavöruverslunum á landinu og er til húsa að Suður- landsbraut 32. Þangað flutti verslun- in 1973 en Byggingavörusalan varð sjálfstæð deild innan Sambandsins 1954. Núverandi forstöðumaður er næsta ári. Fyrir utan sölu og lager- geymslu, er stefnt að því að koma þar upp timburþurrkun og allri timb- urvinnslu. En hvað býður verslunin að Suðurlandbraut upp á? í stuttu máli segir Markús að þeir selji allt sem þarf í byggingarbransann. All flestar vörur til nýbygginga og viðhalds, auk girðingarefnis í miklu úrvali, garðáhalda og handverkfæra. Af einstökum vörum sagði Mark- Garðáhöld í úrvali. Markús Stefánsson og fræddi hann blaðamann Tímans um starfscmina. Sagði Markús að eftir mikla þenslu á íbúðamarkaðnum undan- farin ár væri mikils samdráttar farið að gæta. Húsnæðismál væru í ólestri og mjög erfitt væri fyrir fólk að koma sér upp þaki yfir höfuðið. Slíkt segði til sín og væri t.d. sala á mótatimbri minni nú en hún hcfði verið sl. 20 ár. Hins vegar væri ákveðið samhengi í hlutunum, og vegna þess hve fólk hefði verið upptekið í nýbyggingum hcfði lítil áhersla verið lögð á viðhald bygginga sl. 10-15 ár. Þörfin væri því ntikil á þessu sviði og mikil aukning væri einmitt í sölu á viðhaldsvörum af öliu tagi. Timbursalan og önnur grófvöru- sala hjá þeim hefði einnig liðið fyrir þau þrengsli sem þeir þyrftu við að búa í Ármúlanum. Úr því ætti nú hins vegar að bæta svo um mun- aði. Hafnar væru framkvæmdir að Krókhálsi 7, en þar á að rísa byggingarmarkaður sem þjónustar Reykjavík og kaupfélögin, 6000 m2 að flatarmáli. Verið er að segja upp bráðabirgðahúsnæði og er vonast til uð sala geti hafist þar um næstu mánaðamót. Að öllum líkindum hefjast byggingaframkvæmdir á þessu ári og er stefnt á að fyrsti áfangi af þremur komist í gagnið á Gustavsberg hreinlætistækin eru sívinsæl og Damixa blöndunartækin.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.