Vikan


Vikan - 01.03.1962, Page 6

Vikan - 01.03.1962, Page 6
6 VIKAN Uppi á loftinu beið nýtt líf fæðingar, á neðri hæðinni beið aldið líf þess að það slokknaði, og Alan Crow, sem stóð í miðjum stiganum, hafði hyorki verið viðstaddur fæðingu né dauða áður. Og enn var það annað, sem olli því að kvíðinn lá á vitund hans eins og mara. Þegar honum varð litið út um gluggann blasti vantsflaum- urinn við augum. Öll undankoma var löngu bönnuð. Hann gat einungis beðið þess að regninu slotaði og vatnið sjatnaði svo vegir yrðu færir áður en afi hans gæfi upp öndina — eða Helena fæddi barn sitt. Alan var dökkur á brún og brá. Þótt hann væri ekki nema tuttugu og fjögurra ára, virtist hann talsvert eldri. Honum varð litið niður, þar sem gamli maðurinn lá hreyfingarlaus í rekkju sinni. Það var örðugt fyrir hann að bera kennsl á þennan föla aflvana líkama, sem þann hrausta og sístarfandi garp, sem hann hafði þekkt frá barnæsku. En maðurinn fæddist, lifði og dó, og nú var komið að lokaþættinum, hvað afa hans snerti. Þegar hann fékk þriðja slagið fyrir þrem sólarhringum síðan, hafði lækn- irinn talið að dauðans yrði varla langt að bíða. Síðasta áratuginn hafði hann átt fast heimili á þessu býli, mílu vegar frá borginni, hjá Henry Straus, afa sínum og eina áettingja sínum, sem hann þekkti nokkuð til. Afi hans var yfir- lætislaus og göfuglyndur öldungur, sem unni jörðinni ástríðu- þrungið, og átti sér þá ósk heitasta, að sonarsonur hans — og fóstursonur — tæki við búinu að sér látnum. En jarðvegurinn lá stöðugt undir vatnsaga og búskapurinn var stöðugt strit. Og Alan gerði meiri kröfur til lífsins. Hann þráði þá þekkingu, sem í bókum var að finna. Hann vildi feta í fótspor föður síns og gerast lögfræðingur. Svo hafði hann kynnzt Helenu síðasta árið, sem hann var í menntaskólarium, og innan skamms hafði hún gerzt svo snar þáttur í lífi hans, að laganámið fram undan var honum eins og martröð, þegar hann hugsaði til þess. Það lá við sjálft að hann vonaði, að einhver breyting yrði á bessu fyrir aðski’naðinn yfir sumarið, en því fór fjarri. Hann hafði stolizt á brott frá upp- skerunni og ekið til borgarinnar, þar sem hún átti heima, tvö hundruð mí’na leið, og þegar hann kom heim aftur, var hann eirðarlaus og utan við sig. „Þú ættir að giftast henni,“ sagði i fi hans þá um kvöldið. „Ef þú ert staðráðin í að leggja fyrir: þig laganámið, leggurðu harðara að þér, ef hún verður eigin-- kor.a þín. Ég skal veita ykkur alla þá aðstoð, sem ég get, og á sumrin getið þið verið hérna heima á býlinu.“ Fyrsti veturinn vi3 laganámið hafði gengið að óskum á allan hátt og Helena verið honum ómetanleg stoð og stytta. Hann kveið því hálft í hvoru að henni mundi ekki faila vistin á býlinu yfir sumarið, en kvíði hans reyndist óþarfur; hún undi sér þar hið bezta og sumarið varð þeim báðum hið skemmtilegasta og leið fyrr en þau varði. Undir haustið dró þó óvænt ský fyrir sólu, þegar Konan hans var að ala barn, gamli maðurinn, faðir hennar, var að deyja, og þá byrj- uðu leysingarnar og skepnurnar voru í stórhættu. Hann þurfti að bjarga því, sem bjargað varð. Þegar regninu slotadi Smásaga eftir Leon Ware afi hans fékk slagið. „Hann getur ekki verið hér einn eftir þetta,“ sagði læknirinn. „Ef þið getið ekki fengið einhvern til að dveljast hjá honum, verður að koma honum fyrir á elli- heimili.“ Alan sat ráðþrota við gamla eikarborðið og virti fyrir sér mynztrin í dúknum, sem amma hans hafði saumað fyrir meir en mannsaldri. „Það færi með hann, ef hann yrði að flytjast héðan,“ mælti Helena rólega. Alan horfði á hana. Grannvaxin stúlka með dökkjarpt stutt- klippt hár, klædd nærskornum gallabuxum og virtist alltaf eiga illa heima í þessu gamaldags umhverfi. Hún brosti til hans. „Við eigum yndislegt ár honum að þakka,“ sagði hún. „Nú skulum við launa honum það með einu ári af okkar lifi, Alan.“ Þau horfðu hvort á annað nokkra hríð, en svo sneri AJLan sér að lækninum. „Eitt ar?“ spurði hann. „Því miður geri ég ráð fyrir, að það yrði yfrið nóg.“ Dagurinn hafði verið langur og tekið á taugarnar. Það var þó ekki fyrir þreytu, að Alan varp þungt öndinni; honum fannst i ósjálfrátt sem einhver skuggi legðist yfir bæinn. „Allt í lagi,“ sagði hann. „Við verðum þá um kyrrt.“ » Haustið leið, veturinn gekk snemma í garð og var óvenjulega harður. Það snjóaði mikið og stormurinn dró snjóinn saman í háa skafla; þegar gamli maðurinn fékk enn slag snemma í des- ember, varð læknirinn að fara fótgangandi mikinn hluta leiðar- innar. Hann gerði það sem í hans valdi stóð til þess að líðan gamla mannsins yrði sem þolanlegust úr því sem komið var, en þegar hann var í þann veginn að kvcðja, leit hann fast og athugandi á Helenu. „Ég hefði haldið að þú ættir nokkurt erindi við mig?“ varð honum að orði.

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.