Vikan


Vikan - 01.03.1962, Side 14

Vikan - 01.03.1962, Side 14
Flugfreyjur á fundi Flestir halda að flugfreyjur þurfi lítið annað að gera en vera fínar og fallegar, að brosa blítt og sœtt við farþegum færandi kaffi og koníak á bakka. 1 mesta lagi að þær þurfi að fylgjast með lykkjufalli á sokkunum og rétt- um lit á vörunum. Þess á milli hafi þær ekkert annað að gera en spásséra á milli stórverzlana og tízkuhúsa New York og París . . . En, nei takk. Þær hafa sínar áhyggjur alveg eins og ég og þú. Ný og falleg föt kosta peninga, snyrtivörur, hár- greiðsla — og svo auðvitað mat- ur og húsaskjól. Allt kostar pen- inga. Til þess að hafa þá peninga þurfa þær að fá þokkaleg laun, eftir þeirra mælikvarða. Til þess að ræða slíka hluti, og vafalaust aðra, hafa Þær með sér félag, sem heitir Flugfreyjufélag Islands. Flugfreyjufélag Islands heldur fund annað slagið, og e'.'.ci sízt ef eitthvert stórmál er á döfinni. Ann- ars mun vera illt að halda slika fundi, því mikill hluti flugfreyja er oftast út um hvippinn og hvapp- inn þegar til á að taka. En ljósmyndari Vikunnar komst á snoðir um það núna fyrir stuttu, að það stæði til að halda einn slíkan fund i félaginu, og þá var ekki að sökum að spyrja, að hann sat fyrir þeim í Naustinu þangað til þær voru allar mættar, sem gátu. Svo réðist hann til upp- göngu, og hér sjáið þið árangur- inn. Hér lengst til vinstri Brynja Kristjánsson, systir Völu í „My fair Lady“. Þá er Sigrún Pálma- dóttir og Helga Pálmadóttir og Andréa Þorleifsdóttir. Síðan sjá- um við Kristínu Jónasdóttur, Ás- disi Alexandersdóttur og Maríu Jónsdóttur, form. félagsins. Þá er Margrét Rikharðsdóttir, Erla Ágústsdóttir, Jóhanna Ólafsdóttir, Rúna Bina Sigtryggsdóttir, Sig- rún Sigurðardóttir, Hrafnhildur Tryggvadóttir og loks Anna Þor- kelsdóttir. ★ Einar Jónsson er einn þeirra ham- ingjusömu manna, sem getur sta'ðið all- an daginn við aS af- henda peninga, eða taka á móti pening- um. Og þegar hann er hættur því á kvöldin, unir hann sér ekki við aðgerð- arleysið, en dútlar við að gera ungar stúlkur heimsfrægar og vafalaust ríkar um leið og jafnframt að auglýsa ísland um allan heim og draga hingað ferðafólk og viðskiptavini. Þið liafið öll heyrt talað um Einar Jóns- son, eða í það minnsta íslenzku fegurðarsamkeppnina, sem hann stendur fyrir á ári hverju. Það er hann einn, sem stendur á bak við þetta og hefur á undanförnum 10 árum vakið athygli alheims á íslandi og islenzkum stúlkum, jafnframt komið þvi til leiðar að nokkrar islenzkar slúlkur hafa á hverju ári komizt til frama úti i heimi. Annars fer ekki mikið fyrir Einari, svona dags- daglega. Flest- ir sjá hann hara í gegnum gatið á gjaldkerastúkunni í Sparisjóði Reykjavíkur, bar sem hann hefur starfað í undanfarin 20 ár, en haft fegurðarkeppnisforstöðu að nokkurs konar hobbýi. Fyrsta fegurðarsamkeppnin, sem stofnað var til liér á landi á þennan hátt, fór fram árið 1949, og stóðu fyrir henni þeir Einar Jónsson margnefndur og Einar Pálsson leikari. Síðar tók Einar að sér forstöðu keppninnar og stóð einn fyrir keppni 1951, en þá var Ragna Ragnars kjörin fegurðardrottning. Fyrirtækið varð þannig 10 r.ra á sl. ári. Umsvif i sambandi við keppnina verða meiri með hverju árinu, sem iður, og í fyrra varð sú mikilvæga breyting á að allir lands- menn geta tekið þátl í henni og látið álit sitt í tjósi með milli- göngu Vikunnar. Nú eru að jafnaði 4—5 stúlkur í förum um allan heim á vegum Einars og keppninnar, og auglýsa landið jafnframt og kynna betur en nokkur önnur kynningarstarfsemi. ★ 14 VIKAN Hann byrjaði með Bingóið Það er enginn vafi á því að Sigmar á mikinn þátt i framgangi Bingó hér í höfuðstaðnum, hvort sem það verður álitin sæmd eða vansæmd. Ekki var það samt ætlun Sigmars, þegar hann hófst handa um Bingó- reksturinn, að gera það að þessu æði, sem nú er orðið, heldur ákvað hann þegar í upphafi að gefa gestum Breiðfirðingabúðar kost á að iðka þá göfugu íþrótt í hófsemi einu sinni í viku hverri. Það hefir Sigmar staðið við og ekki er það honum að kenna þótt spekúlantar geri sér þetta saklausa spit að féþúfu. Sigmar Pétursson er ættaður frá Ásunnarstöðum i Breiðdal í Suður-Múla- sýslu. Iíann kom til Reykjavíkur árið 1947 og ætlaði að leita hér lækninga, en fékk þær upplýsingar hjá læknum hér eftir rannsókn, að aldrei mundi hann geta stundað neina erfiðisvinnu. Má nærri geta hvernig einstæðingspilti utan af landi hefur orðið við þær fréttir, því ekki hafði hann neitt lært til annara verka en þeirra, sem sveitapiltar þurfa að kunna. Gekk á ýmsu hjá Sigmari næstu árin, en þar kom að hann opnaði litla verzlun, sem hann síðar breytti í sælgætissölu — eða sjoppu, eins og margir nefna það. Árið 1958 tók hann við rekstri Breiðfirðingabúðar, sem hafði gengið heldur brösótt undanfarin ár, og var Sigmari ekki spáð langri framtíð þar. En það fór öðruvísi en ætlað var, þvi rekstur veitingahússins þar mun ganga betur tiltölulega, en hjá flestum öðrum veitingahúsum. í marz 1960 hélt Sigmar sína fyrstu Bingó-skemmtun og hafði útvarpstæki i verðlaun. Þá mættu 36 manns til leiks, en það fór stöðugt fjölgandi og nú er svo komið að þröng er þar á hverju fimmtudagskvöldi, þegar Bingó er spil- að þar. Sigmar sagði, þegar við spurðum hann um hvað honum fyndist um Bingóið: „Það er komið langt út fyrir þann ramma, sem ég hefði viljað hafa það í“. ★ Sigmar )

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.