Vikan


Vikan - 01.03.1962, Blaðsíða 15

Vikan - 01.03.1962, Blaðsíða 15
1" fei llll Vikan fékk þessa mynd senda frá Hollywood fyrir skömmu síðan, asamt fleiri myndum af frsegum leikurum. Við fyrstu yfirsýn lögðum við þessa mynd til hliðar og fórum að skoða heimsfrægar persónur, sem við könnuðumst betur við. En eitthvað gerði það að verkum, að við fórum að skoða þessa mynd dálítið betur. Okkur fannst endilega, að við könnuðumst við stúlkuna, sem var þarna í bílnum með kvikmynda- leikaranum Ed Byrnes, og viti menn . . . Þetta er þá engin önnur en hún Sigríður okkar Geirs, sem var skotið til stjarnanna og frægðar og frama f fegurðarkeppninni hérna heima 1959. Nú leikur hún sér meðal stjarnanna í Hollywood og baðar sig í sól, sumri og peningum á meðan við eigum varla fyrir sfðum nærbuxum í vetrarkuldanum hérna heima. Bjartsýnn á framtíðina Geir Björgvinsson er einn þeirra ungu manna (29 ára), sem hafa xifið sig upp úr peningaleysi í góð efni á fáum árum, með elju og áræði einu saman. Hann hefur ekkert látið það á sig fá, þótt hann Þyrfti að vaka og aka nótt eftir nótt, ef Það hefur getað orðið til þess að viðskiptavinir hans yrðu ánægðari — og buddan hans dálítið Þyngri. - Geir fékk snemma mikinn áhuga á því að stofna sitt eigið fyrir- tæki, eins og raunar fleiri, og var fastráðinn í því að næla sér ein- hvernveginn i langferðabíl, sem væri boðlegur hverjum sem væri, og :sem hann gæti sjálfur hagnazt á. Það gekk á ýmsu hjá honum fyrst til að byrja með. Hann vann sem lagermaður í vínverzluninni í Nýborg, en krækti sér í bíl, sem hann byggði yfir sjálfur og skömmu síðar annan, sem hann fór eins með, — en ekkert gekk. Síðan komst hann yfir nýjan 6 manna ame- rískan bil, sem hann ætlaði að nota í leiguakstur, en hvorki var hann ánægður með bílinn, sem var alltof stór og dýr I rekstri, né vinnuna. Um tíma ók hann langferðabílum hjá ýmsum, þar til bílleyfi voru gefin frjáls 1960. Þá fór hann daginn eftir til umboðsmanns Mercedes Benz, lagði 100 þúsund á borðið, sem hann var búinn að spara sam- an, og pantaði 18 manna langferðabíl — komplett. A meðan bíllinn var á leiðinni, lét hann skrásetja nafn á fyrirtæk- inu „Skemmtiferðir" og beið þangað til 5. jan. 1961, að bUlinn kom Þá sögu þarf raunar ekki að hafa lengri en svo, að núna réttu ári seinna, 5. jan. 1962 fékk hann út annan bíl ekki óglæsilegri, Volvo 30 manna og núna þessa dagana er hann að taka við þeim þriðja,, Mercedes Benz 18 manna, eins og sá fyrsti. Geir lætur vel af því hve mikið sé að gera, og segir að hjá sér. byggist Það fyrst og fremst á lipurð og góðri þjónustu, hreinlæti og áhuga fyrir starfinu, enda horfir hann bjartsýnn til framtiðarinnar og vonast til að geta aukið og bætt þjónustuna stöðugt. Geirs Ed Byrnes og Sigríður VIKAN X5

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.