Vikan


Vikan - 01.03.1962, Page 18

Vikan - 01.03.1962, Page 18
að borgarstjórinn kallaði Þoturnar á sinn fund, sæmdi þá heiðursmerki fyrir afrekið; bað yrði mikil hátíð, lúðrablástur og ræðuhöld, og að því öllu loknu mundu Þoturnar svo sýna skriðdýrunum hvers virði þeir álitu slík djásn og hvernig ætti með þau að fara! ,,Ekki veit ég hvað veldur," tók Diesillinn til máls, „en mér finnst þetta eitthvert dauflegasta kvöldið, sem mig rekur minni til.“ Hann leit upp í stjörnubjartan himininn, síðan í götuljósin. „Mér dettur nokkuð i hug,“ bætti hann við. ..Ég er ekki nógu þreyttur til þess að ég geti farið að sofa. Hvernig væri að við skrypp- um í kvikmyndahúsið?" „Práleitt," svaraði Riff. „Við skul- um ganga hérna um nágrennið og sjá. Þú . . . og þú . . .“ Hann benti á þá, Túla og Hlébarða. ..Þið hafið augun með ykkur ef eitthvað kem- ur upp á.“ Riff rétti úr sér. stakk þumal- fingrunum undir svlgjuna miklu á hermannabeltinu. hélt síðan af stað og steig þungt til jarðar og horfði hvössum augum framundan sér. Hinir af Þotunum komu í humátt- ina á eftir honum, gengu tveir og brir samsíða. og þeir. sem á vegi beirra urðu, hlutu að vikia bvi að betta var á beirra áhrifasvæði. Nonni pelabarn fvlgdi Riff eins fast eftir og hann þorði. hagaði sér eins líkt. honum og hann þorði, og vonaði að enginn veitti því athvgli, sízt. af öllu Riff sjálfur, að hann hafði lika stung- ið þumalfingrunum undir beltis- svlg.iuna. Hreyfillinn, Diesillinn, Trölli, Snjókarlinn og Malbikarinn höfðu og allir sama göngulag. Það var bersýnilegt að enginn átti að þurfa að fara í neinar grafgötur Um það, að nú væru Þoturnar komn- ar í gang, að þessir náungar voru Við öllu búnir og til í allt, ef þvi va’’ að skipta. Að útliti og framkomu voru Þot- Urnar ekki að neinu levt.i frábrugðn- ir öðrum siíkum hópum og klikum. sem voru þúsundum saman á ferli um borgarhverfin. og voru hættu- legastir fyrir þá sök, að hatur beirra beindist ekki að neinu sérstöku. Augnaráð þeirra. orð og gerðir. jafn- vel hugsanir þeirra einkenndist af hatri á öllu og öllum. Þeir flæktust um borgarhverfin, stefnulaust og án þess að hafa nokkuð annað i huga en slagsmál og hermdarverk. Afstaða þeirra var fjandsamleg gagnvart öllu og öllum og fyrir bragðið var eng- inn öruggur og ekkert óhult, sem á vegi þeirra varð. Þess vegna gat hending ein ráðið á hverju og hverj- um blind og dýrsleg grimmd þelrra í Þotuhópnum bitnaði hverju sinnl. Hún gat bitnað á einhverjum ná- unga, sem þeir höföu verið hinir vingjarnlegustu daginn áður, pilti 18 viKAir eða stúlku, sem þeir voru að enda við að rabba við í glensi og gamni, kaupmanni sem aldrei hafði neitað þeim um lán, auðri byggingu, þar sem nokkrar rúður voru enn óbrotn- ar. Hatursæðið réði öllum þeirra gerðum, þeir virtu hvorki einstakl- inga né stofnanir, og ef þeir fundu ekki neitt annað, sem þeir gátu látið það bitna á, börðust Þeir innbyrðis. Þannig varð borgin öll einn orr- ustuvöllur, sérhvert stræti hennar og gata, hús og húsbak, kjallari, garður og trjágöng. Borgin varð öllum óör- ugg, fólkið átti sér allsstaðar árása von. Þannig hafði það og verið í þessu hverfi — Þar til Porterikarnir komu til sögunnar. Þá loks fundu Þoturnar hatri sínu mark og baráttu sinni tilgang, og hverfið varð öllum ör- uggara — að Porteríkunum undan- skildum. Þeir höfðu komið hingað óboðnir, og máttu Þvi sjálfum sér um kenna. Sumir hugsandi menn spurðu sjálfa sig hvað verða mundi, ef Port- eríkarnir flýðu borgina eða væru reknir á brott En það var hyggileg- ast að gera ekki ráð fyrir neinu. Eins og allt var nú í pottinn búið, börðust klíkurnar gegn Porterikön- um, sem guldu í sömu mynt. Þeir bjartsýnustu gerðu sér vonir um, að óeirðaseggirnir myndu útrýma hverir öðrum, og í þeirri von gekk allt sinn vanagang í borginni. Það var heitt í veðri, fólk sat við opna glugga eða úti á dyraþrepun- um og veitti þvi Þotunum athygli. Þeir, sem voru atferli þeirra hlynntir, kölluðu til þeirra hvatningarorð, hin- ir litu í aðra átt eða földu sig á bak við dagblöðin, þvi að Þotunum fylgdi uppsteit og vandræði, og við þessa þéttbyggðu götu var öllu meira af slíku en því gagnstæða, svo sízt var á það bætandi. Aðrir slíkir hópar fóru svo um aðrar götur þetta kvöld. svipuðust um eftir bráð þegar myrkt var orðið, reikuðu eins og kettir um kjallara og undirgöng. garða og jafnvel húsaþök hins þéttbýla Vesturhverfis á Man- hattan, þar sem allt bar niðurníðslu og hnignun ljóst vitni. Hvergi var olnbogarúm, hvergi griðastaður. Tuttugu ár liðin frá þvi heimsstyrjöldinni lauk, og þó hafði ekki enn unnizt tími til að sjá fólki fyrir mannsæmandi húsa- kosti; ef hvit fjölskylda vildi flytja úr ibúð sinni, voru húseigendurnir þvi fegnastir, þvi áð það veitti þeim tækifæri til að margfalda leiguna. Og byði þelm svo við að horfa að auka herbergjafjöldann með því að skipta nokkrum af þeim í tvennt, gátu þeir óðar fyllt hverja kytru og skonsu af Porteríkönum og rakaö svo saman fé á húsaleigunni, að þeir gátu dvalizt mestan hluta ársins I Florida eða Kalifomíu. Þeir þurftu hvorki að líta eftir húseignum sínum né leigjendum, eða láta dytta að veggjum eða þökum. Ef byggingin hékk ekki lengur uppi, gat eigand- inn leigt grunninn háú verði fyrir bílastæði. Þvl var það, að jafnvel þeir sem voru Þotunum annars andsnúnir, gátu ekki annað en viðurkennt að strákarnir gerðu Þó Það, sem I þeirra valdi stóð, til þess að bjarga því sem bjargað varð. Þótt Þeim kynni að falla misjafnlega hvernig strákarnir störfuðu, varð þó ekki annað sagt en þeir hefðust þó eittbvað að, og Það var þó meira en sagt varð um stjórn- málaskúmana, sem héldu sig I mið- borginni. Enginn af stjórnmálamönnunum bjó þarna í Vesturhverfinu; enginn þeirra þurfti að heyja harða baráttu fyrir því að halda lítilli herbergis- kvtru. og hverja var um það að saka, að fólk gat ekki lengur verið óhult I hverfinu, sízt á strætum úti eftir að myrkt var orðið, að svo Þröngbýlt var orðið þar, að maður náði varla andanum? Enginn af ibúum hverf- isins hafði að minnsta kosti verið um það spurður, hvort hann teldi komu Porteríkananna þangað æski- lega. Þeir gátu sjálfir ekki haft nein áhrif á gang málanna; annað var svo það, hvort hann var þeim að skapi. Ekkert af dagblöðunum lét sig hag ibúaa^na i Vesturhverfinu neinu skipta — engir nema Þoturnar, sem vörðu hann með hnúum sínum og hnefum. Framhjá þessu varð ekki gengið. Þoturnar gengu hægt og rólega yfir götuna, bitu á jaxlinn og 'stigu hungt til jarðar; neyddu bílstjórana til að hemla og bíða. Þegar einn af þeim gerði sig sekan um þá heimsku, að lita út um gluggann og kalla til þeirra I hópnum, að þeir skyldu reyna að komast úr sporunum, leit Riff um öxl til þeirra, Hreyfilsins og Diesils- ins, svo gengu þeir þrír saman hægt og rólega að bilnum, en bílstjórinn dró rúðuna upp í skyndi og læsti dvrunum. Hann og konan voru eins og hræddir fiskar I skál. sem sjá köttinn terra að sér klærnar; það var ekki um annað að gera en reyna að mjaka bílnum1 til, sitt á hvað, á meðan strákarnir spýttu á rúðurnar allt hvað af tók, unz þeim þóknaðist að leyfa honum að fara ferða sinna um leið og þeir spörkuðu I afturenda hans I kveðjuskyni og öskruðu af hlátri. Þegar þeir voru svo komnir uppá gangstéttina hinum megin, ánægðir með unnið afrek, veitti Hreyfillinn athygli miðaldra porteríkönskum hjónum, sem komu út úr lítilli, porteríkanskri matvörubúð. Þau hjón- in komu og auga á Þotumar, hikuðu við og sneru siðan aftur inn I búðlna. En Þoturnar voru ekki á þvi að láta þau sleppa svo auðveldlega, Riff gaf merki, og Snjókarlinn, sem allsstaðar vildi láta til sín taka, svipti upp , búðardyrunum og varpaði ólyktar- sprengju inn I kompuna. „Fjandinn hafi það,“ varð Snjó- karlinum að orði við Nonna pelabarn, i þegar hann náði hópnum aftur. „Þeir lifa eins og svln, þessir Porteríkanar, svo Þeir mega víst láta sér á sama standa þótt maturinn, sem þeir éta, lykti eins og svínamatur." Pelabarnið kinkaði kolli og lagði sér orð þessi á minni; þau gátu reynzt nothæf seinna. Þetta var lær- dómsríkt kvöld; Riff og Hreyfillinn höfðu sýnt honum hvaða aðferð ætti að beita við montna bilstjóra, sem virtust imynda sér að þeir hefðu keypt götuna um leið og þeir keyptu bílinn, og nú hafði Snjókarlinn sýnt honum hvernig átti að koma fram við þessa Porteríkana. Og ef hjóna- ræflarnir skyldu segja sonum sínum frá þessu, þegar heim kæmi, og þeir hugsuðu sér að koma fram hefndum, var það I stakasta lagi — ef nokkur af Þessum Porteíkönum hætti sér út á áhrifasvæði þeirra í Þotusveitinni, var það honum sjálfum fyrir verstu. Og Þoturnar héldu áfram göngu sinni um nágrennið, iðandi í skinn- inu af baráttufýsn. Þetta var annað kvöldið, sem þeir voru þarna á ferli án þess nokkuð markvert bæri við. Riff gerði sér það fyllilega ljóst, að þeir voru farnir að gerast svo óþolinmóðir, að for- ingjatign hans var í hættu. Hann vissi líka, að það var einmitt þetta, sem Hreyfillinn beið eftir. Foringinn varð að sjá svo um, að undirmenn hans hefðu i nógu að snúast hverja stund, og sá sem ekki var fær um það var ekki heldur fær um að vera foringi. Það var ekki um nema einn að ræða, sem Riff var fús að víkja fyr- \ ir, og enn varð honum hugsað til Tonys með nokkurri gremju. Ef til vill var það einmitt flísin, sem við . reis — hann var alltaf að hugsa um Tony, og fyrir bragðið afrækti hann foringjahlutverk sitt og sá Þotunum ekki fyrir þeim átökum, sem þeir kröfðust. Allt í einu heyrði hann Túla kalla; þrír Porteríkanar höfðu hætt sér út á götuna, enda þótt myrkt væri orðið. Þeir Riff og félagar hans tóku viðbragð, en Porterlkanarnir á bláu treyjunum með gulu röndinni, sem gaf til kynna að þeir væru úr hópi Hákarlanna, tóku samstundis til fót- anna og hurfu inn I undirgöng. Riff bölvaði því hann vissi að þýðingar- laust mundi að veita þeim eftirför. En fyrst þrír voru þarna á ferli, var ekkert líklegra en fleiri Hákarl- ar héldu sig einhvers staðar I ná- Framhald á bls. 36.

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.