Vikan


Vikan - 01.03.1962, Page 19

Vikan - 01.03.1962, Page 19
Gunnlaugur bóndi strauk sléttrak- aða vangana, greiddi yfirskeggið með fínni greiðu, fór í nýstrokna línskyrtu og lcit á mynd sína í spegilkorninu. Hann átti von á tignum gesti svo tjalda varð l)ví, sem til var um útlit og klæða- burð. Sigurgarður, alþingismaður frá Ásbrún hafði orðað það svo á þing- málafundinum um daginn. — Ég renni við hjá þér, Gunnlaugur minn, um leið og ég fer hjá. — Og nú hafði Gunn- laugur frétt, að Sigurgarður væri á ferð um sýsluna. Hann var vanur því þingmaðurinn sá, að huga að atkvæð- um í kjördæminu milli kosninga, enda kom allt vel til skila lijá honum hvern kjördag. Hann hafði nú setið aldar- fjórðung á þingi fyrir sýslu þá, sem hafði barnfætt hann og þekkti hvert mannsbarn, þó hann væri löngu brott- fluttur. Hann vissi barnafjölda hvers bónda og þá ekki siður hvenær nöfn barnanna voru væntanleg á kjörskrána. Gunnlaugur hafði brugðið sér í ána um morguninn og veitt væna sjóbirt- inga. Það vissi hann að var sérlegur uppáhaldsmatur þingmanns. Bóndi lúrði auk þess á brennivinsflösku, sem hann hafði geymt til þessa tækifæris. Hann vissi að þingmanni þótti ekkert lakara, að fá eitthvað bragðsterkt sam- an við kaffið. Gunnlaugur hafði sér- stakan áhuga á því að fá Sigurgarð í heimsókn einmitt núna. Það var eig- inlega orðin brýn nauðsyn að brúa Kvislaána niðri á bökkunum. Reyndar var brú á henni við þjóðveginn, en það voru einir finnn bæir, sem gátu haft not af brú þarna niður frá og Gunnlaugi stytti hún kaupstaðarleiðina um þrjá kílómetra. Sigurgarður þing- maður hafði nú oft gert annað eins litilræði fyrir kjördæmi sitt og að koma þessari brú á fjárlög. Pönnukökuilmur barst að vitum Gunnlaugs. Hún Svanfriður hans var að undirbúa gestakomuna. Máske þing- maðurinn væri fáanlegur til að gista, þá gætu þeir rabbað saman um brúna í kvöld. — Gunnlaugur litaðist um í bænum. Yngsti strákurinn hékk í eld- húsinu með blað og blýant og rissaði í ákafa. Alltaf var sá drengur krass- andi á hvað scm fyrir var, ])að var nú meiri ónáttúran. Bóndi hnippti i stráksa og skipnði honum að gera lieldur eitthvað gagn. Sigurgarður þingmaður skéiðaði í hlaðið á bjúíkknum sinum og gekk brosandi á móti heimafólki. Hann heilsaði með kossi og liandabandi og spurði tíðinda af búskap og tíðarfari. Gunnlaugur leiddi gest sinn lil stofu og Svanfriður lcom strax rneð kaffi. Bóndi náði í flöskuna og brún lyftist á þingmanni. Bóndi ympraði á þvi að Sigurgarður færi ekki lengra þann daginn og tók þingmaður því vel. Gunnlaugur nefndi brúna svona i framhjáhlaupi og taldi Sigurgarður málið vel athugunarvert. — Fyrir örugga kjósendur gerir maður nú ýmislegt smálegt, Gunnlaugur minn. — Gunnlaugur minnti þingmann á það, að ekki hefði liún Svanfríður sín brugðizt honum í siðustu kosningum þó strákgepillinn hann bróðursonur hennar væri í kjöri. — Já, Gunnlaugur minn, Svanfríður er þroskuð kona, ég bjóst ekki við öðru af henni, MYNDIN MMMNIIM SMÁSAGA EFTIR VALBORGU BENTSDÓTTUR mælti Sigúrgarður og lét grön sía brennivínið en dró þó drjúgt. Þeir voru orðnir vel hýrir af vin- inu og bar Gunnlaugur lofið óspart á þingmann fyrir afburða snjallar ræður og greinar — Ég geymi alltaf greinarn- ar þínar, Sigurgarður minn, sagði Gunnlaugur — svo ég geti lesið þær aftur. Ég les þær stundum upphátt fyrir fólkið mitt. Það er ekki öllum gefinn svo snjall málflutningur. — Þingmanni þótti lofið gott, en dró heldur úr ágæti sinu svo bóndi gæti hert á hrósyrðum. Ilúsfreyja kallaði nú á þá lil snæð- ings. Þingmaður leit hýru auga til borðsins þar sem velfeitur sjóbirting- urinn var, ásamt nýjum kartöflum. Tók Sigurgarður óspart til matar síns, enda matmaður. Þegar liann hafði bætt á sig hrokuðum diski af berja-skyri ásamt þykkum rjóma dæsti hann og mælti. •—• Nú þyrfti ég Gunnlaugur minn að ganga til náðhúss. — Gunnlaugur benti þingmanni á lítið hús, sem stóð eitt sér. — Við erum nú ekki enn komnir með þessa glerkamra hér í sveit, eins og þú veizt Sigurgarður minn, mælti bóndi. — En hún Svanfriður mín er vön að hafa þetta hús eins hvitskúrað og bæinn, Þingmaður gekk til hússins og dvald- ist þar um hrið. En svo þeytti hann skyndilega upp hurðinni og strunsaði út. Hann var svipþungur og öll vín- gleði virtist af honiim rokin. Hann þurfti að Iiraða sér, sagði Iiann, og gæti ekki slórt lengur. Ekki vildi hann bæta á sig brennivíni, taldi það óvarlegt þar sem hann væri sinn eigin l)íl- stjóri. Þegar Gunnlaugur áréttaði enn með brúna, taldi þingmaður öll tor- merki á að styðja það mál, ríkissjóður hefði i mörg horn að líta og erfitt að fá fé til þess, sem brýnna væri en þessi brú. Rykmökkur lá yfir veginum þar sem þingmaðurinn ók burt, þegar Gunn- laugur bóndi, sem vel hafði látið í sig af veizlumat dagsins, átti erindi í húsið í varpanum. En illa brá honuin þegar inn kom. Þar voru dagblöð hengd á nagla og ætluð til nauðsynlegs þrifn- aðar í þessu húsi, en fremst var þar blaða tveggja daga gamalt málgagn flokks þess er Gunnlaugur tilheyrði með grein eftir Sigurgarð alþingis- mann ásamt með mynd af höfundi. Og til að bæta upp myndina hafði strákurinn hann Siggi, yngsti sonur- inn, sem heitinn var f höfuð þingmanns komizt að með blýantinn. Hann liafði lagað til hökutoppinn á nafna sínum og bætt á liann hornum svo liann leit út eins og skringilegur geithafur í framan, þar sem mynd hans beið þess að gegna hlutverki sinu á náðhúsinu. ★

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.