Vikan


Vikan - 01.03.1962, Page 29

Vikan - 01.03.1962, Page 29
Bók vikunnar: „Lausbeizluð snilligáfa" Matthías Jochumsson, LEIKRIT. Með formála eftir dr. Steingrím J. Þor- steinsson. Útgefandi: Isa- foldarprentsmiðja h.f. — Reykjavík 1961. Önnur eins hamhleypa og séra Matthias fæðist ekki á hverri öld með jafn fámennri þjóð og við er- um. Að vísu varð hann gamall inað- ur og hélt óvenjulega lengi likam- legri hreysti og andlegu fjöri, en hann hóf ekki heldur að yrkja og skrifa fyrir alvöru fyrr en hann var kominn á þann aldur, er vel- flest skáld hafa sýnt og sannað með verkum sínum hvers þau eru megnug og mörg þeirra ná jafnvel ekki öllu lengra eftir það. Auk þess gegnir hann prestsembætti og sinn- ir búskap, á oft við erfiðar aðstæð- ur að búa, vasast í öllu, fylgist með öllu og hugleiðir allt milli himins og jarðar og les kynstrin öll, en samt sem áður liggur eftir hann margfalt dagsverk sem þýðanda og skáld, þótt afköstin séu eingöngu miðuð við blaðsíðufjöida. Þegar þess er svo gætt, að hann orkti bezt allra islenzkra skáida i margar kynslóð- ir, þegar honum tókst upp, og að ekki hafa aðrir þýtt betur en hann, þegar hann tókst á við heiztu, er- lendu snillingana — og hann samdi „að gamni sinu“ eitt af þeim leik- sviðsverkum, sem hvað mestu lifs- magni er gætt af öllum þeim leikrit- um, sem enn hafa verið samin á islenzka tungu — þá er sizt að undra þótt margur ritvélarpuðarinn hristi höfuðið öldungis dolfallinn. Það var sannarlega þarft verk og þakkarvert að gefa iit öll leikrit séra Matthiasar i heild, og þvi þaklc- arverðara, að sii útgáfa er öllum þeim, sem að henni standa til mesta sóma og ber vitni verðugri rækt- arsemi við minningu hins frábæra snillings og aflíastamanns. Mikill fengur er lesendum að formáia og skýringargreinum dr. Steingrims Þorsteinssonar, sem séð hefur nm útgáfuna eins og bezt verður á kos- ið — enda einmitt rétti maðurinn til þess, þar sem hann er i senn hinn lærðasti og fróðasti maður, varðandi islenzka leikritun fyrr og siðar og öllum fróðari, hvað snert- ir skáldskap og ritmennskustörf séra Mathiasar. Ekki er neinum blöðum um það að fletta, að leikritaskáldskapurinn var sá þáttur snilligáfunnar, sem séra Matthias lagði einna minnsta rækt við, enda verður varla sagt að sú skáldskapargrein ætti upp á pall- borðið hjá þjóðinni á hans tið. Engu að siður bera þau leikrit, sem hann lét eftir sig, því vitni að hann hefði ekki einungis eflaust getað orðið, heldur hlotið að verða hið stór- brotnasta leikritaskáld sinnar sam- tiðar, hefði hann verið fæddur með einhverri þeirri þjóð, þar sem leik- húsmenning og leikmennt stóð á gömlum merg og var 1 hávegum Framhald á næstu siðu. Þér njótið vaxandi álits ... jþegar jþér notið Blá Gillette Extra rakblöð Þér getið verið vissir um óaðfinnanlegt útlit yðar, þegar þér notið Blá Gillette Extra blöð, undrablöðin, sem þér fmnið ekki fyrir. Þó skeggrótin sé hörð eða húðin viðkvæm, þá finnið þér ekki fyrir blaðinu ef notuð eru Blá Gillette Extra. 5 blöð aðeins Kr. 20.50. Gillette er eina leiðin tii sómasamlegs raksturs ® Gillette er skrásett vörumerKi. A11skonar skíðaútbúnaður Skíði Marker-skíðabindingar Stretch skíðabuxur Skíðastafir Swix-skíðaáburður Skíðapeysur o. fl. — Austurrískir BATMINTON Spaðar — Boltar — Skór SPAÐAR STRENGDIR um land allt. YIKAN 29

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.