Vikan


Vikan - 01.03.1962, Qupperneq 32

Vikan - 01.03.1962, Qupperneq 32
Þegar regninu slotaði Framhald af bls. 7. eyjar — þar á meðal lághæðin, þar sem bæjarhúsunum hafði verið val- inn staður. Rafmágnsleiðslan að bænurn rofnaði, símasambandið litlu síðar og þar með var eyjan sambandslaus við umheiminn eins og hún hefði verið yzt í úthafi. Og stöðugt rigndi og rigndi og flóðið hækkaði. Fjórða morguninn eftir einangr- unina stóð Alan úti við gluggann á herbergi afa síns, og barðist við kvíðann sem náði æ sterkari tök- um á honum. Helena hafði sofið óvært, kveinkað sér milli svefns og vöku og talað upp úr svefninum. Hann hafði vaknað við það hvað eftir annað um nóttina, og öðru hverju hafði hann farið niður og gætt að hvernig gamla manninum liði. Svefnleysið og kvíðinn, rign- ingin og vatnsflóðið, allt þetta lagð- ist á hann eins og mara unz hann vissi ekki sitt rjúkandi ráð og gekk um eins og í svefni. Hann heyrði braka í rúminu á loftinu og vissi að Helena var vökn- uð. Enn einu sinni leit hann á gamla manninn, þar sem hann lá í móki í rekkju sinni, svo liraðaði hann sér upp stigann. Pegar hann kom upp, var Helena að berjast við að setj- ast upp við dogg, og svipurinn á andliti hennar olíi honum skelf- ingu. „Hvað er að?“ spurði hann. Hún ieit á hann stórum, hræðslu- þrungnum augum. „Ég veit það ekki. Rg kenni svo sárt til og líður eitt- hvað svo undarlega.“ Hann reyndi að brosa hughreyst- andi. „Sennilega er sá litli að taka eitt kollstökkið.“ En hún hristi höfuðið. „Nei, þetta er allt annað,“ sagði hún. Hann íéll á kné við rekkjustokk- inn. „Nei, það getur ekki átt sér stað!“ hrópaði hann ósjálfrátt upp yfir sig. Hún brosti, er hún leit óttasvip- inn á andliti hans. Bar hönd hans að vörum sér. „Alan,“ mælti hún lágt. Hann þrýsti hönd hennar að vanga sér. Kyssti hana á ennið. „Ég get ekki að því gert þótt ég sé kvíðandi. Ég vildi óska að ég hefði tekið af skarið og látið þig fara með lækninum,“ sagði hann og reyndi að svara brosi hennar. „Ég vil hvergi annarsstaðar vera en hjá þér. Þetta líður hjá. Það dregur strax úr sársaukanum þegar þú ert hjá mér.“ „Ég ætla að ná í einhverja hress- ingu handa þér, og svo verð ég að fara að sinna skepnunum.“ „Ég hef ekki lyst á neinu þessa stundina. Vertu ekki lengi í burtu frá mér ... hvernig líður afa?“ „Það situr við sama.“ Hann laut að he-nni og kyssti hana á ennið. „Liggðu fyrir og hvíldu þig. Ég kem aftur eins fljótt og ég get.“ „Hækkar flóðið stöðugt?“ Hann hikaði við svarið, en vissi svo að hún hafði lesið það í svip hans. „Dálitið,“ og hann reyndi að vera léttur í róm. „Það sjatnar um leið og upp styttir, og ekki getur þessi úrhellisrigning staðið til ei- lífðar. Og bæjarhúsunum héfur ekki skolað burt þau fimmtíu árin, sem liðin eru siðan afi nam hér land, svo það er næsta ólíklegt að verr fari nú.“ Henni varð litið út að gluggan- um. „Ég vildi að regninu slotaði. Ég vildj óska að það stytti upp á stundinni.“ Hann hélt niður. Fór í regnstakk og klofhá gúmstigvél. Alan bætti brenni á eldinn; það lcom sér vel, að afi hans hafði aldrei tímt því að henda gömlu eldavélinni, en hún var nú eina hitunartækið á heim- ilinu eftir að rafmagnsleiðslan rofn- aði. Svo opnaði hann útidyrnar og stóð nokkur andartök á þröskuld- inum sem steini lostinn, þegar hann sá hvernig umhorfs var orðið iiti fyrir. Fyrir svo sem hálfri klukkustundu höfðu aðeins verið nokkrir pollar á stígnum frá íbúðarhúsinu að bú- peningshúsunum. Nú var hann að mestu leyti undir vatni. Flóðið hlaut að vera komið inn i hesthúsið og fjósið, því að þau hús stóðu lægra en sjálft íbúðarhúsið. Hann varð því að hafa hraðann á að bjarga skepnunum. Hann varð þess var að Brandur, svarti fjárhundurinn, stóð við hlið honum og starði á hann kvíða- þrungu augnaráði. „Þetta verður allt í lagi, karlinn minn,“ sagði Alan hughreystandi. Hann gekk hröðum skrefum niður dyraþrepin og óskaði þess að hann mætti treysta sinum eigin orðum. Hann öslaði vatnið og regnið buldi á honum. Vatn, vatn, svo langt sem augað eygði, nema livað bæjarhóllinn stóð upp úr og brekkan fyrir utan hlið- ið, en þangað var nokkur spölur. Gæti hann komið kúnum og hross- unum þangað, máttu þau teijast ör- ugg fyrir flóðinu. Já, hestarnir og kýrnar —■ en hvað um þau, afa og Helenu? Hann varð líka að finna þeim öruggt skjól. Flórinn og básarnir í fjósi og hesthúsi voru þegar undir vatni, það tók hestunum þegar vel í hóf- skegg, þeir voru hræddir og hneggj- uðu hátt þegar hann kom inn, en kýrnar rumdu. Hænurnar og ung- arnir sátu uppi i stiganum, sem lá upp á hlöðuloftið, en Tobbi gainli, kötturinn, sem venjulega lét eins og hann væri sjálfstæður héraðshöfð- ingi útihúsanna, mjálmaði aumkun- ariega til hans. Svínastían var grafin nokkuð niður, og þaðan bárust þeir kveinstafir, sem skotið höfðu hín- um skepnunum hvað mest skelk í bringu. Alan opnaði stíuna og gyltan brölti upp i flórinn með alla grisa- lestina á eftir sér, rítandi og skrækj- andi. Hænsnin görguðu, þegar þau sáu að svínafjölskyldan var laus úr stíunni, hestarnir hneggjuðu og kröfsuðu með hófunum, en kýrnar tóku undir og reyndu á klafabönd- in; andrúmsloftið var þrungið ann- arlegri skelfingu, en Alan gerði sér það Ijóst, að nú varð hann að sigrast á óttanum og láta hendur standa fram úr ermum. „Allt í lagi,“ sagði hann við sjálf- an sig. Hann leysti kýrnar, leiddi Bess gömlu út á undan þeim hinum tveim, sem komu á eftir. Bess gamla streittist við sem snöggvast á þrösk- uldinum, ranghvolfdi augunum og: hnusaði í rigninguna, en öslaði svo ótrauð við hlið honum eins og hún treysti fullkomlega handleiðslu hans. Hinar kýrnar ruddust út og óðu á eftir svo vatnið gusaðist í ailar áttir. Alan teymdi Bess gömlu út um hliðið, yfir lægðina, þar sem vatn- ið tók henni í kvið; svo grynnkaði aftur þegar þau nálguðust hæðina, Bess skyldi bersýnilega hvert för- inni var heitið, því nú greikkaði hún sporið. Hann sleppti takinu á hálskeðjunni og Bess tók á rás upp í brekkuna með hinar kýrnar á eft- ir sér. Þegar Alan kom aftur inn í pen- ingshúsið, hafði vatnsflóðið hækk- að þar enn að mun og hestarnir gerðust sífellt órórri. Hann varð: þó að láta þá bíða enn um stund; fyrst varð hann að koma svinunum á öruggan stað, og það mundi ekjd reynast auðvelt, hvað gömlu gylt- una snerti. Hann hljóp upp stigann og hænsnin flögruðu frá, en settust De Luxe STEREO EDDA RADIO „Haugtússa 4“ .í SKEIFU- KASSA er unnið af framúrskarandi fag- mönnum og úr völdu efni. Sönn stofuprýði og yndisauki hverjum þeim, sem kröfur gerir ti! frábærra tóngæða. Hinar norsku útvarpsverksmiðjur EDDA RADIO hafa unnið sér stöðu meðal allra fremstu viðtækja- smiðja heims. Með þessu nýja viðlæki „Haug- tússa 4“ hefur náðst nýr áfangi í hljómi og tón- gæðum. Hinir 8 nýju NOVAL-lampar eru jafn- vígir 16 venjulegum útvarpslömpum. Ivynnið yður þetta frábæra tæki. SKEIFUSTILL SKEIFUGÆÐI SKEIFUSKILMÁLAR ÍSKEIFAN* KJÖRGARÐI — SÍMI 16975 Af 32 VIKAN

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.