Vikan


Vikan - 01.03.1962, Side 43

Vikan - 01.03.1962, Side 43
BaUMulSlnN Draumspakur maöur ræður drauma fyrir lesendur Vikunnar. Kæri draumráðandi! Mis dreymdi í nótt að mér fannst ég vera niðri við sjó og ég var þar, sem mikill þari var. Þar var einnig kona, sem ég þekki lítið og við vor- um eithvað að leita í þaranum og þá finnst mér að þar væru egg og þau voru sum smá og önnur voða stór og þá finnst mér að konan segi við mig, að þessi stóru egg séu strútsegg og mér finnst strax, að eitt egg sé nægilegt í máltíðina fyrir okkur og ég fer að tala um það við konuna og þá segir hún að það sé nóg að sjóða það í þrjá tima. Svo fannst mér ég vera búin að sjóða það og það var svo mikið vont á bragðið og mér fannst að rauðan og hvítan væru eins og hrærð sam- an. Mig langar svo að fá svar við þessu í Vikunni. — Kona. Svar til konu. Hin mörgu egg í þaranum eru merki þess að þú rnunir eiga margar góðra kosta völ. Þú vel- ur þér eitt stórt og álitlegt, sem síðar sannar að ekki er allt gull sem glóir. Eggin í þessum draumi eru tókn góðra möguleika í þeim málefnum, sem þú fæst við, því miður muntu samt sem áður ekki bera gæfu til að velja rétt. Iværi draumráðandi. Mig dreymdi þennan draum fyr- ir stuttu, að ég var stödd ásamt vin- konu minni og einni annarri stelþu innarlega liér í bænum. Kemur þá hvítur lie-stur, skal þess getið að hann var mjög skítugur. Það voru strákar á eftir okkur og fannst mér strákur, sem ég er með vera með þeim. Þeir segja okkur að hest- urinn sé liættulegur. Ég verð skelk- uð og hleyp ég upp á tröppur á liúsi þar skannnt frá og kemur þá hesturinn á eftir mér. Við steip- urnar hlupum eftir brú sem var þar skammt frá, þá koma tveir menn og taka liestinn, þá er kallað á mig, af tveim strákum, sem standa á brú- arendanum. Fannst mér þá ég vera með tvo hitabrúsa, átti ég annan en hinn átti vinnufélagi minn. Strák- ■* arnir sem stóðu á brúnni, sögðu Ég er svo glöð, svo glöð. Nú má ég borða eins og ég vil. Læknirinn sagði að ég gæti ekki fitnað meirá. að þar væri liálfur hitabrúsi og var þá brúsinn, sem vinnufélagi minn átti brotinn. Nú var mér litið á brúna, og þá var hún brotin í miðj- unni alveg yfir, en samt gangflötur beggja vegna við. Mér var litið nið- ur á milli alveg við bakkann þá sé ég bróðir minn, sem er tiu ára, hangandi utan í bakkanum og verð- ur mér hverft við. Teygði ég mig í hendurnar á honum, næ honum upp og tek liann í fangið. Mér fannst hann svo lítill og mjór, en liann er i'rekar grannur. Spyr ég hann, livort hann liafi hangið þarna lengi og sagðist hann liafa verið þarna fimm til sex tíma. Innti hann mig eftir, hvort ekki liefði verið undrazt um fjarveru hans, en svo var ekki. Ég bar liann í fanginu heim, mér þótti svo vænt um liann. Þess skal getið að ég liefi verið með strák, síðan í vor og er ég ofsalega hrifin af lionum. Við urðum ósátt um daginn og höfum ekki talazt við síðan. Hann er lasinn og er að fara utan til lælcninga. Vinsamlega birtið þetta fljótt. Hvað merkir draumurinn. Virðingarfyllst, Gunna. Svar til Gunnu. Hesturinn í draumnum er tákn um kvennabósa, þar sem hann var einnig auri ataður. Kvenna- bósar geta bæði verið hættulegir og þausæknir á kvcnfólk. Svo virðist vera, sem einn slíkur komi til bæjarins þar sem þú átt heima og virðist fá einhvern sérstakan áhuga fyrir þér þar, sem hann leggur þig í einelti. Samt verður ekkert úr neinu ykkar á milli og hann hverfur á brott. Hitabrúsarnir eru tákn- rænir fyrir samband þitt og stráksins, sem þú varst svo hrif- in af. Það virðist vera sem það fari út urn þúfur, þar sem annar þeirra brotnar. Og brúin brotn- aði líka. Hins vegar getur það táknað bráðabirgða samveru- slit, þar sem þú tekur bróðir þinn upp úr ánni, en það gæti táknað veru draumaprins þíns á spítal- anum erlendis. Kæri draumráðandi. Fyrir stuttu síðan dreymdi mig að ég og vinkona mín vorum úti að ganga. Við gengum að sumarbú- stað hér rétt hjá, sem auðvitað stendur auður núna. Þegar við er- um komnar inn fyrir Breiðið sjáum við hvar á jörðinni liggur skóla- taska. Ég tek hana upp og var hún merkt. Nafnið man ég ekki vel, mig minnir það hafi verið Guðmundur. í töskunni voru bækur og blöð og pennaveski, sem ég tek upp og skoða, í því voru þrír pennar. Ég tek tvo og læt hana liafa einn. Síðan göngum við inn í sumarbústaðinn og sofuni þar. Um nótina heyrist mikill liávaði úr næsta herbergi og voru það allt karlmenn. Ég hrökk upp við þenan hávaða og vaknaði. Með fyrirfram kveðju og þakk- læti. Ljót. Svar til Ljótar. Ef þú værir rithöfundur, sem mér er ekki kunnugt um þá mundi ég hafa spáð að þér myndi ganga vel með næstu tvær þrjár bækur þínar. En þar sem mér finnst það heldur ótrúlegt þá mundi ég álíta að þú eigir eftir að giftast tvisvar en vinkona þín einu sinni. Þið hafið hvorugar enn séð verðandi mannsefni ykkar. 8I8B Nýtt útlit Ný tækni fyrir verzlan- ir og skrifstofubyggingar í ýmsum litum og formum. Máimgluggar fyrir verk- smiðiubyggmgar, gróður- hus, bílskúra o fl. Lœkjargötu, Hafnarfiröi. — Simi 50022. triKAN 43

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.