Vikan

Ataaseq assigiiaat ilaat

Vikan - 12.03.1964, Qupperneq 24

Vikan - 12.03.1964, Qupperneq 24
ÞAÐ SEM ÁÐUR ER KOMIÐ: Julian Soames er staddur í Cannes, atvinnulaus og peningalaus, en í skuld. Herra Pimm leysir hann af skuldunum ef hann vilji vinna fyrir hann. Soames ó a8 gerast ökumaður hjá ungri milijónamey, Annabelle Mehaffey, til þess að fylgjast með atferli hennar og fólks hennar, en Hr. Pimm ætlar að koma því svo fyrir, að hún giftist skjólstæðingi hans, Henri Grunewald. Soames fer og sækir um stöðuna, en einkaritari ungfrú Mehaffey, Peggy, kemur til dyranna. Julian hugsaði sem svo, að Pimmsi gamli hefði rétt fyrir sér. Hún ungfrú Browning var fjand- anum varkárari. Hann sagði: — Hvað segið þér? Peggy sagði: — Ég var ekki að tala við yður. Hvert er fullt nafn yðar? — Julian Richard Soames. — Hafið þér nokkra reynslu? Julian kinkaði kolli og reyndi af fremsta megni að glotta ekki. Peggy hreytti út úr sér: — Af því að aka bíl! —- Auðvitað, sagði hann sak- leysislega. Það lá við að stór, blá augu Peggy skytu gneistum — Ég geri ekki ráð fyrir að þér 24 — VIKAN 11. tbl. séuð rétti maðurinn í stöðuna, sagði hún. — En ætli þáð sé ekki bezt, að þér komið inn. Hún fór á undan honum inn í stórt fordyri. Peggy sagði: —• Bíðið hér. Ég ætla að vita hvort Miss Mehaffey vill tala við yður. Og hún gekk burt úr fordyr- inu. Matilda frænka var með baðm- ullarhanzka og barðastóran, áber- andi hatt á höfðinu. Hún var að dunda við blóm. — Hver er það, Peggy? sagði hún. Peggy sagði: — Miss Matilda, það er kominn maður. Hann seg- ist ætla að sækja um bílstjóra- stöðuna. — Hvernig lítur hann út? Framhaldssagan eff ERKIHERl — Mér lízt satt að segja ekk- ert á hann. Augustus Green leit upp úr New York Times. — Hvað þá? sagði hann. — Er hann svona slæmur? — Þvert á móti, ef þú veizt við hvað ég á. Satt að segja lít- ur hann alls ekki út eins og bíl- stjóri. Matilda frænka sagði: — Hvað er hann gamall? — Eitthvað tuttugu og sex eða siö ára, geri ég ráð fyrir. Hár? Myndarlegur? — Ég held að hann sé alveg sannfærður um það. Matilda frænka sagði: — Mér lízt ekki á þetta, Augustus. Við skulum líta á strákinn, sagði Green. Kannski er Peggy bara hleypidómafull. Peggy sagði: — Hleypidómar koma þessu ekkert við í þetta skipti. —• Jæja, hvað segirðu, Mat- ilda? sagði Green. — Við aug- lýstum þó einu sinni, og þessi náungi er búinn að leggja það á sig að koma hingað, svo að við verðum víst að líta á hann. — Julian heyrði veikan óm af röddum þeirra. Hann átti þá ósk heitasta að vita hvað þau væru að tala um. Hann hafði beðið í eitthvað fimm mínútur er úti- dyrnar opnuðust á ný og dökk- hærða stúlkan með löngu lapp- irnar og fallegu augun kom inn utan frá sundlauginni. Nú var hún með stuttan strandjakka yfir axlirnar. Hún var örlítið hærri en honum hafði sýnzt í fyrstu. Hann hefði haldið að hún væri eitthvað 24 ára gömul. Hún stillti sér upp fyrir fram- an Julian og skaut öðrum ber- um fætinum fram eins og hún væri að máta föt. Hún var vin- gjarnleg í bragði. — Halló, sagði hún. — Þú hlýtur að vera maðurinn sem ég sá koma upp stíginn. Hvað heit- irðu? Julian sagði henni það og bætti aftur við ,,frú“. — Góði vertu ekki að frúa mig. Ég heiti Annabelle. Þekkj- um við þig? — Það held ég ekki, sagði Julian. Annabelle sagði: — Jæja, út með það. Hver sagðistu vera? — Soames. — Soames hvað? — Bara Soames. — Jæja, þú hlýtur að ætla að gera eitthvað hérna annað en að standa bara þarna. — Ég er að vona að ég verði nýi bílstjórinn. Annabelle sagði varitrúuð: — Þú ert að plata. — Alls ekki. — Ég trúi því ekki. — Það er alveg satt. Annabelle sagði með ánægju- glotti: — Jæja þá. Hún gekk hægt í kringum liann. — Jæja. Nýr bílstjóri, ha? Á ég að segja þér svolítið? — Hvað? — Það verður þægileg til- breyting að fá þig. Bílstjórarnir sem ég fæ eru venjulega hund- leiðinlegir — ekki meira en 5 feta háir, og þá yfirleitt eitthvað hundrað ára gamlir, eða sköll- óttir, eða kvæntir með 10 börn. Já . . . Það verður sannarlega tilbreyting að fá þig. Julian sagði: — En ég er ekki búinn að fá vinnuna ennþá. — Ekki það, Annabelle var hugsi. — Hver opnaði fyrir þér? — Einhver Miss Browning. Julian vissi, að hann hafði hlaup- ið á sig. — Hann átti ekki að vita hvað þau hétu. En Anna- belle tók ekki eftir því. Hún sagði: — Peggy. Og ég er viss um að ég veit hvað hún er að gera núna. Veizt þú það? — Hef ekki hugmynd um það. — Það hef ég. Annabelle gekk aftur á bak. — Bíddu þarna, fraðu ekki burtu. Vertu alveg kyrr. Hún sneri sér við og hljóp upp stigann. Villingur, hugsaði Julian. Hvers konar stúlka var þetta eiginlega, var ekki eitthvað í hana spunnið? Sennilega var bara sannleikurinn sá, að þetta var góð stúlka og látlaus. Og þetta var furðulegt. Þau virtust á góðri leið með að verða perlu- vinir. Skömmu síðar birtist Peggy aftur í dyrunum til hægri. — Soames! kallaði hún. — Já?

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.