Vikan


Vikan - 01.10.1964, Blaðsíða 9

Vikan - 01.10.1964, Blaðsíða 9
konungur vasaþjófanna í Pont-Neuf, raunar mesti glæpamaðurinn í höfuðborginni. — Hann er fremur frakkur, að koma Þannig1 og horfa á heiðarlegt fólk, sem er að matast. —• Það getur verið, að félagi hans hafi verið inni, og að hann hafi þurft að gefa honum merki. — Nei, hann var að horfa á mig, svaraði Angelique og tennurnar glömruðu í munninum á henni. Desgrez leit snöggt á hana. —• Pah! Verið ekki hrædd, við erum ekki langt frá rue de la Truan- deride og úthverfum Saint-Denis. Þar eru aðalstöðvar betlaranna og yfirmanns þeirra, Stóra Coesere konungs flækinganna. Meðan hann talaði renndi hann handleggnum utan um mitti ungu konunnar og dró hana ákveðið til sín. Angelique fann yl og afl þessa karlmannlega handleggs. Óstyrkar taugar hennar róuðust. Hún hjúfr- aði sig blygðunarlaust upp að Desgrez. Hverju máli skipti það, að hann var venjulegur, fátækur lögfræðingur? Var hún ekki sjálf i þann veg- inn að verða útlagi, hundelt kona, án þaks eða varnar, ef til vill einnig án nafns? —• Við heilagan Jahve! hrópaði Desgrez glaðlega upp yfir sig. — Við höfum, vænti ég, ekki setzt hér inn í þessa krá til að láta okkur leiðast? Við skulum drekka, herrar mínir, og að þvl loknu skulum við leggja á ráðin. Halló þarna! Corbasson, þér útsendari djöfulsins, ætlið þér að láta okkur drepast úr hungri? Kráareigandinn flýtti sér til þeirra. —- Með hverju mælið þér handa þremur aðalsmönnum, sem ekki hafa nærzt á öðru en æsingi síðastliðinn sólarhring, og viðkvæmri ungri konu, sem sjálfsagt hefur ekki allt of mikla matarlyst? Corbasson greip um hökuna og lét sem hann væri hugsi: — Fyrir ykkur herrar mínir, mæli ég með stórri sneið af nautakjöti, léttsteiktri, ásamt grænmeti, þremur litlum kjúklingum, glóðarsteiktum og skál af þeyttum rjóma. Fyrir Madame, •— ættum við ekki að finna einhvern léttari matseðil? Soðið kjöt, salat, beinamerg, eplahlaup, sykr- aðar perur og ljúffengt kex. Sem ábæti sting ég upp á örlitlu af sæt- indum, og þá er ég viss um, að rósirnar taka að skína á ný, í liljuhvítu andliti hennar. — Corbasson, þér eruð bezti og eiskulegasti maður þessarar kynslóð- ar. Næst þegar ég fer til kirkju skal ég biðja til Saint-Honoré fyrir yður. En það sem meira er, þér eruð listamaður, ekki aðeins við sósugerð heldur einnig hvað vitsmuni snertir. En, i næstum því fyrsta skipti á ævinni var Angelique ekki svöng. Hún rétt aðeins kroppaði í kræsingar Corbassons. Likami hennar var að berjast við eftirverkanir eitursins, sem hún hafði látið ofan í sig, kvöld- ið áður. Henni fundust aldir hafa liðið, síðan sá hræðilegi atburður hafði átt sér stað. Hún var dösuð af þessum áhrifum eitursins og ef til vill einnig vegna grófrar, ókunnuglegrar lyktarinnar i reykfylltri kránni. Hún gat varla haldið augunum opnum. Hún lokaði þeim og taldi sjálfri sér trú um að Angelique de Peyrac væri dauð. 37. KAFLI Þegar hún vaknaði var komin dögun í reykfylltri kránni. Hún rumskaði og fann, að kinn hennar lá á hörðum kodda sem reynd- ist vera hné lögfræðingsins. Likami hennar lá endilangur á bekknum. Yfir sér sá hún andlit Desgrez. Hún settist upp í flýti, en gretti sig um leið af þjáningu. — Ó fyrirgefið, stamaði hún. — Ég, — ég læt hafa afskaplega mikið fyrir mér. — Sváfuð þér vel, spurði hann með drafandi röddu, sem í mátti heyra bæði þreytu og ölvun. Krúsin fyrir framan hann var næstum tóm. Cerbalaut og Gontran studdu olnbogunum á borðið, og af fasi þeirra mátti lesa það sama og hjá Desgrez. Unga konan leit i áttina að glugg- anum. Hún hafði daufa minningu um eitthvað hræðilegt. Hún sá aðeins morguninn og regnið, sem vætti gluggarúðurnar. Allt í einu vaknaði Cerbalaut með rykk. Settist upp og dró sverð sitt úr sliðrum. —• Herrar mínir, hlustið, hlustið allir! Ég ætla að fara i stríð gegn kónginum. — Þegið þér, Cerbalaut, sagði Angelique skelfd. Hann leit á hana með tortryggni. —• Trúið þér mér ekki? Þér þekkið ekki Gasconana, Madame. Strlð gegn kónginum. Ég býð yður öllum að taka þátt I þvf. Á fætur og á móti kónginum, þið uppreisnarmenn Languedoc! Hann brá sverði sínu, reis á fætur, staulaðist yfir þrepskjöldinn og út. Enginn þeirra sem í kránni voru, veitti honum minnstu athygli. Gontran nuddaði augun. — Drottinn minn, sagði hann og geispaði. Ég hef ekki étið svona vel langa lengi. Ef ég á að vera nákvæmur. Ekki síðan Saint-Lúkasar- bræðurnir héldu sína síðustu ölmusuveizlu, sem því miður er aðeins einu sinni á ári. Eru þeir ekki að hringja til Angélus núna? — Það er ekki ósennilegt, sagði Desgrez. Gontran stóð upp og teygði úr sér. ■—- Ég verð að fara núna, Angelique, annars fæ ég ákúrur hjá meist- ara mínum. Hlustaðu á mig: Farðu ásamt Desgrez og hittu Raymond. Ég skal skreppa til Hortense í kvöld, jafnvel þótt ég viti að sú elsku- lega systir muni ekki taka vel á móti mér. En ég segi Þér aftur: Farðu frá París. E'n ég veit svo sem, að þú ert þráasta múldýrið, sem faðir okkar hefur átt nokkurn þátt í að koma á legg. — Passaðu sjálfan þig, hreytti Angelique út úr sér. Þau fóru öll þrjú og hundurinn, sem gengdi nafninu Sorbonne. Það haíði rignt. Rennan i miðju strætinu var full af aurugu vatni. Loftið var ennþá rakt, og napur vindurinn vældi í járnskiltunum yfir búðar- dyrunum. — Nýtt úr bátnum! Nýr skelfiskur, hrópaði ostrusali. —• Góður vekjari! Magafylli af sól! hrópaði vínsali. Gontran stöðvaði þann síðarnefnda og gleypti bikar af sterku vini í einum teyg. Svo þurrkaði hann sér um varirnar, borgaði, lyfti hatt- inum í kveðjuskyni og hvarf i mannfjöldann. Hann skar sig í engu frá öðrum verkamönnum, sem á þessum tíma voru á leið til langs vinnudags að vanda. Sjáið bara okkur tvö, hugsaði Angelique, þegar hún horfði á eftir Framliald á bls. 28. Taófrandi,endingarg6dir, , , , Nýkomið: Skólaskór á telpur og drengi Amerískar kvenmokkasíur Þýzkir kvengötuskór meö innleggi

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.