Vikan


Vikan - 01.10.1964, Blaðsíða 49

Vikan - 01.10.1964, Blaðsíða 49
Innri hurð með gleri. Tvö heimsfypiptæki FRA AEG: SJÁLFVIRKAR ÞVOTTAVÉLAR, ELDAVÉLAR, ELDAVÉLASETT, GRILLOFNAR OG OG úrval annarra heimilistækja. FRÁ BOSCH: KÆLISKÁPAR, FRYSTIKISTUR, ÞEYTIVINDUR OG HRÆRIVÉLAR. SOLUUMBOÐ: Reykjavík: Húsprýði h.f., sími 20446. Akranes: Staðarfell h.f. Patreksf jörður: Vesturljós. ísafjörSur: Verzl. Kjartans R. Guðmundssonar. |. jmhijui | Sauðárkrókur: Kaupfélag Skagfirðinga. Akureyri: K.E.A. Húsavík: Kaupfélag Þingeyinga. Austurland: Verzl. Elísar Guðnasonar, Eskifirði. Vestmannaeyjar: Haraldur Eiríkssonar. Keflavík: Stapafell. Bræðurnir Ormsson h.f. Vesturgötu 3 — Sími 11467. \ - Já? — Servo hér. Hvaða ráðstafanir hafa verið gerðar eftir fund for- sætisnefndarinnar í morgun? — Það er fundur hér eftir nokkr- ar mínútur, félagi hershöfðingi — RUMID 'GRU MGB. Eftir það, ef samkomulag næst mun ég halda fund með framkvæmdastióra að- gerða og framkvæmdastióra áætl- ana. Ef útrýming verður ákveðin hef ég gert þá varúðarráðstöfun að flytja nauðsynlega menn til Moskvu. Ég skal sjáIfur hafa yfir- umsjón með undirbúningi að þessu sinni. Við viljum ekki fá annað Khokloff-mál. — Það veit sá sem allt veit, að það viljum við ekki. Hringdu til mín eftir fyrri fundinn. Ég vil geta gefið forsætisnefndinni skýrslu í fyrra- málið. — Að sjálfsögðu, félagi hers- höfðingi. „G" hershöfðingi setti tólið aftur á símann og þrýsti á bjöllu undir skrifborðinu. Um leið setti hann segulbandstækið af stað. Aðstoðar- maður hans, höfuðsmaður í MGB kom inn. — Eru þeir komnir? — Já, félagi hershöfðingi. — Vísaðu þeim inn. Eftir nokkrar mínútur komu sex menn, þar af fimm í einkennisbún- ingi inn um dyrnar, í röð, og sett- ust við fundarborð næstum án þess að líta á manninn bak við skrif- borðið. Þetta voru þrír æðstu for- ingjar sinna deilda og hver um sig hafði með sér einn aðstoðar- mann. í Sovétríkjunum fer enginn maður einn á ráðstefnu. Til vernd- ar sjálfum sér og til öryggis fyrir deild sína hefur hann æfinlega með sér vitni svo að deild hans geti fengið óháða frásögn af því sem gerðist á fundinum og um fram allt hvað gerðist í hennar nafni. Þetta var mjög veigamikið ef þannig skyldi fara að rannsókn yrði gerð síðar, engar fundargerðir voru skráðar á fundinum og ákvarðan- ir eru fluttar munnlega milli deild- anna. Lengst í burtu við borðið sat Slavin, hershöfðingi, yfirmaður GRU, njósnaþjónustu herráðsins með of- ursta sér við hlið. Við enda borðs- ins sat Vozdvishensky, hershöfðingi, frá RUMI, njósnaþjónustu utanríkis- ráðuneytisins, ásamt miðaldra manni í borgaraklæðum. Með bakið að dyrunum sat Nikitin, öryggis- ofursti, yfirmaður njósna fyrir MGB leyniþjónustu Sovétríkjanna, með major sér við hlið. — Gott kvöld, félagar. Kurteislegt og varkárt muldur heyrðis frá yfirmönnunum þrem. Hver um sig vissi og hélt að hann væri sá eini sem vissi það, að hljóð- nemar voru í herberginu og hver um sig hafði ákveðið án þess að segja aðstoðarmanni sínum frá því, að mæla eins fá orð og hægt var og aðeins vegna nauðsynja ríkis- ins. — Fáum okkur að reykja. ,,G" hershöfðingi tók pakka af Moskva- Volga sígarettum upp úr vasa sín- um og kveikti í einni þeirra með Amerískum Zippo kveikjara. Það small í kveikjurum umhverfis allt borðið. ,,G" hershöfðingi flatti út hið langa hola munnstykki sígar- ettunnar og setti það milli tanna sinna, hægra megin. Hann bretti varirnar frá tönnunum og byrjaði að tala í stuttum, skýrum setning- um, sem komu með dálitlu blíst- urshljóði milli tannanna og sígar- ettunnar, sem stóð upp á við. — Félagar, við höldum þennan fund samkvæmt fyrirmælum frá félaga Sheroff hershöfðingja. Félagi Sheroff hefur fyrir hönd forsætis- nefndarinnar fyrirskipað mér að skýra ykkur frá vissum atriðum í stefnu ríkisins. Við eigum síðan að spjalla um þau og mæla með fram- kvæmdum, sem samrýmast þessari stefnu og styðja hana. Við verðum að vera fljótir að taka ákvörðun. Niðurstaða okkar verður mjög veigamikil fyrir ríkið. Það verður þess vegna að vera rétt niðurstaða. ,,G" hershöfðingi stanzaði til að gefa mönnum slnum tíma til að gera sér grein fyrir mikilvægi mál- efnisins. Hann virti hægt og vand- lega fyrir sér andlit yfirmannanna eitt og eitt I einu. Augu þeirra horfðu stjörf aftur á hann. Innra með sér voru þessir áhrifamiklu menn órólegir, þeir voru í þann veginn að horfa beint inn í brennslu- ofninn. Þeir voru um það bil að kynnast ríkisleyndarmáli og sú vitneskja kynni dag nokkurn að hafa mjög hættulegar afleiðingar fyrir þá. Þeir sátu í þögulu her- berginu og fundu að um þá lék hið hræðilega Ijós sem skín út frá mið- stöð alls valds í Sovétríkjunum — forsætisnefndinni. Askan féll af sígarettu „G" hers- höfðingja og niður á jakkann hans. Hann strauk hana af og kastaði sígarettustubbnum I körfuna fyrir leyndarskjöl, við hliðina á skrifborð- inu sínu. Hann kveikti í annarri sígarettu og talaði í gegnum hana. — Ákvörðun okkar fjallar um sér- stakt ógnarverk, sem á að fram- kvæma á yfirráðasvæði óvina, inn- an þriggja mánaða. Tólf tjáningar- laus augu störðu á yfirmann SMERSH og biðu. — Félagar! „G" hershöfðingi hall- aði sér aftur á bak í stólnum og Lausn á 34. krossgátu. » = tvœr = rinkonur = = = = = = rasa = = lie = eroa = = = = = iírkula=tn = 6»spévá = = = ni6 = launir=ij = is sœvlöarsuná = a = = a= gt afar = l = = = = = ö= sálmar ma.l = en = = = =.= lás = lala r = v8nd = = = = = = s = karel œrasti = = = = = = tál=egi 6 = = krá = = = = = = = rusl = a undrun = = » = = = = skass = r'ýranl6ra=.sprœkraakk »ga=tn = ástar = l = akyn þruman = = »8 = átlán = t = vœga = *tvennt = =l = std aöal = orern=trafalas girt=gáll=d=œö»fa=a 1 n « a f s t i ald i 6 *= 1l a n s k kgamaltatltfaa-hripa VIKAN 40. Ö>L — ^0

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.