Vikan


Vikan - 01.10.1964, Blaðsíða 29

Vikan - 01.10.1964, Blaðsíða 29
—• Mig langar mest til að tæma yður alveg, sagði rakarinn. ■— En á eftir skal ég gefa yður uppskrift, sem mun fylla æðar yðar af fersku ríku blóði. Hún er þessi: Stórt glas af góðu rauðvíni og æsandi ástar- nótt. Að lokum lét hann hana vera eina, eftir að hafa gengið tryggilega frá sári hennar. Tvær stúlkur hjálpuðu henni að laga hárið og klæða sig. Að þvi loknu gaf hún þeim þ.iórfé, sem kom þeim mjög á óvart. —• Hæ, markgreifafrú, hrópaði sú yngri. Er það hundaprinsinn þinn í lióta frakkanum, sem gefur þér svona dýrar giafir? Niðri í rakarastofunni fann Angelique Desgrez, nýrakaðann. — I-Iún ætti að vera skárri, sagði rakarinn. — En vertu ekki of harð- ur við hana, þangað til sárið á öxlinni hefur lokazt. —• Hvernig líður yður, spurði Desgrez, þegar Þau komu aftur út á götuna. — Ég er eins og nýfæddur kettlingur, svaraði Angelique. — En þetta var ekki sem verst. Ég veit ekki hvort þessi aðgerð var góð fyrir heils- una, en hún hlýtur að vera góð fyrir taugarnar. Ég fullvissa yður um, að hvernig sem Raymond bróðir minn tekur á móti okkur, mun hann finna að hann á auðm.iúka og litilláta systur. —• Það var ljómandi. Ég óttast alltaf snögga uppreisn frá yðar hendi, og vafalaust munuð þér fara í svona baðhús, áður en þér verðið kall- aðar fyrir kónginn næst. —■ Æ! Æ! hversvegna gerði ég Það ekki? andvarpaði Angelique. -— Nú fæ ég ekki annað tækifæri. Ég verð aldrei kölluð fyrir kónginn framar. Snörp vindhviða leysti klútinn, sem bundinn var um hár ungu kon- unnar. Desgrei nam staðar og hnýtti hann mjúklega á ný. Angelique greip um þessar heitu, brúnu hendur. — Þér eruð mjög góður, Desgrez, muldraði hún og leit á hann. — Þér hafið rangt fyrir yður, Madame. Sjáið bara Þennan hund. Hann benti á Sorbonne, sem skokkaði í kringum þau. Hann þreif í hann, hélt um hausinn á honum og opnaði á honum kjaftinn. — Hvernig líst yður á þessa tanngarða? — Þeir eru hræðilegir! —- Vitið þér, hvernig ég hef vanið þennan hund? Þegar kvölda tekur í París, förum við tveir á veiðar. Ég læt hann þefa af einhverju. Bin- hverju, sem sá hefur átt, sem ég er að leita að. Og við förum út að ganga, niður eftir bökkum Signu. Við förum undir brýrnar, við göng- um um úthverfin og yfir gömlu bryggjurnar, við förum inn í gömlu húsagarðana og niður í rottuholur fullar af betlurum og glæpamönn- um. Og allt í einu hendist Sorbonne áfram. Þegar ég næ honum, hefur hann kjaftinn utan um hálsinn á manninum, sem ég er að leita að. Ö, jú, ósköp blíðlega, aðeins nógu fast til þess, að sá hinn sami getur ekki hreyft sig. Þá segi ég ,,warte“, sem er Þýzka og þýðir bíddu, því það var Þjóðverji, sem seldi mér hundinn. Svo sný ég mér að náunganum, spyr hann út úr, og svo dæmi ég hann. Stundum sleppi ég honum, stund- um kalla ég á varðmennina, sem fara með hann i fangelsi, og stundum segi ég: Hversvegna ætti maður að vera að fylla fangelsin, og valda vörðum laganna óþægindum? Og þá segi ég við Sorbonne ,,zang!“ sem þýðir bíttu fast. Og Þá er einum glæpamanninum færra í París. — Og — og, gerið þér það oft? spurði Angelique. Og það fór hrollur um hana. —- Þó nokkuð oft. Svo Þér sjáið að ég er ekki svo góður. Eftir andartaks þögn muldraði hún: — Það eru svo margir þræðir í sama manni. Sami maður getur ver- ið hvorttveggja í einu, mjög illur og mjög góður. Hversvegna hættið þér ekki þessu hræðilega starfi? —• Ég hef þegar sagt yður það: Ég er of fátækur. Faðir minn skildi ekkert eftir handa mér, annað en lagaskrifstofuna og skuldirnar. En ef svo fer fram, sem horfir, býzt ég við, að ég endi sem hræðilegur malveillant grimaud af verstu gerð. — Hvað er það? — Það er það sem þegnar hans hágöfgi, Stóra Coesre, konungs ræfl- anna, hafa gefið meðlimum lögreglunnar. — Þekkja Þeir þig? — Þeir þekkja aðallega hundinn minn. 38. KAFLI Rue de Temple opnaðist fyrir Angelique og Desgrez. Hér og þar voru gryfjur með gönguplönkum yfir. Fyrir nokkrum árum var ekkert I þessu hverfi, nema eldhúsgarðar og mlli nýbyggðra húsanna var enn hægt að sjá kálgarða og litlar geitahjarðir. Desgrez bað Angelique að bíða stundarkorn og skrapp inn í vefnað- arvörubúð. Þegar hann kom þaðan út, nokkrum andartökum seinna, var hann svo fínt klæddur og vel upp færður, að Angelique hikaði við að tala við hann jafn kunnuglega og áður. —• Þér litið út eins og virðulegur lögfræðingur, sagði hún og fór dá- litið hjá sér. —• Er það ekki einmitt þannig, sem lögfræðingur í fylgd með ungri konu á leið til bróður hennar, sem er Jesúítaprestur, á að vera? spurði Desgrez og lyfti hatinum sínum kurteislega. Þetta víggirta hverfi, sem áður fyrr hafði verið vigi musterisridd- aranna herskáu, og síðar Mölturiddaranna, naut vissra réttinda, sem jafnvel konungurinn varð að beygja sig fyrir. Hér var engra skatta krafizt, hér var hægt að lifa í friði fyrir lögreglunni, og hér fundu skuldunautar sér hæli fyrir þeim, sem vildu koma Þeim í skuldafang- elsi. I nokkra mannsaldra hafði musterið verið aðsetursstaður mestu glæpamanna Frakklands. Núverandi yfirmaður hverfisins de Vendome hertogi, var afkomandi Hinriks IV og frægustu hjákonu hans, Gabrielu d’Estrées. I skuggum musteristurnsins áttu Jesúítarnir þægilegan samastað. Þegar þeir kvöddu dyra, kom meðhjálpari fram og Desgrez bað hann að tilkynna föður de Sancé, að lögfræðingur vildi tala við hann um de Peyrae greifa. — Ef bróðir þinn veit ekki allt um þetta mál, geta Jesúítarnir allt eins vel lokað fyrirtæki sínu, sagði Desgrez við Angelique á meðan þau biðu í litlu forstofunni. — Ég hef oftar en einu sinni látið mér detta í hug, að ef ég fyrir tilviljun fengi það verkefni að endurskipuleggja lögregluna, myndi ég fara eftir sömu reglum og þeir. A A-6-5-2 V A-G 4 K-9-4-3 * A-9-2 A V ♦ * K-G-9-3 D-7-6 8-6 D-8-5-4 D-8-4 10-5-4 D-G-10-7-5 10-7 Norður 1 grand 4 hjörtu Austur pass pass Suður 3 hjörtu pass Vestur pass pass Allir utan hættu, norður gefur. Útspil spaðagosi. Á Olympíumótinu í sumar vakti svissneska sveitin verð- skuldaða athygli bæði fyrir góða spilamennsku og einnig það, að í henni voru aðeins fjórir menn í stað sex hjá öðrum. Einn fjór- menninganna var Jean Besse, sem kunnur er fyrir góða og hug- myndaríka spilamennsku. í ofangreindu spili sat Besse í vestur og valdi hann að spila út spaðagosa. Bjóst hann jafnvel við því að norður kæmi upp með A-D í spaða og ef til vill gæti hann aftrað sagnhafa frá því að svína. Eins og spilið liggur þá skiptir útspilið ekki svo miklu máli, nema þau áhrif, sem það hafði á spilamennsku sagnhafa. Þegar hann sá tíuna hjá sjálfum sér, þá ályktaði hann strax að vestur ætti tvílit í spaða. Hann gaf því fyrsta spaða og þegar Besse hélt áfram með spaðaþrist, þá drap hann á ásinn. Síðan fór hann inn á tígulásinn og svínaði hjartagosa. Nú var hjartaásinn tekinn, en sagnhafi var í vand- ræðum með að komast heim á hendina. Hann vildi ekki reyna laufasvíninguna strax og hætt var við að vestur yfirtrompaði spaða. En þar eð vestur var stutt- ur í spaða var ekki óeðlilegt að álíta hann með a.m.k. þrjá tígla og sagnhafi tók því tígulkóng og trompaði tígul. Vestur yfir- trcmpaði og spiiaði spaðaníunni, spili, sem hann var ekki álitinn eiga. Suður trompaði, tók síðasta trompið og fór inn á laufásinn. 1 þessari stöðu getur suður ennþá unnið spilið með því að spila spaða og kasta laufi að heiman. En sagnhafi var hálfruglaður eft- ir vonbrigðin í spaðalitnum og spilaði því laufi og svínaði, og varð einn niður þegar Besse drap á drottninguna og tók spaðakóng- Andartaki síðar gekk faðir de Sancé rösklega inn í herbergið. Hann þekkti Angelique undir eins. — Systir min kær! sagði hann. Hann gekk til hennar og kyssti hana bróðurlega á vangann. — Ó Raymond! muldraði hún og þótti vænt um, hve vel hann tók á móti henni. Hann benti þeim að setjast niður. — Hversu mjög ertu flækt inn í þetta leiðindamál? Desgrez ákvað að svara fyrir Angelique. Hann útskýrði allt í aðal- atriðum fyrir föður de Sancé. De Peyrac greifi var í Bastillunni — leynilega ákærður fyrir galdra. Það við bættist að hann hafði fallið í ónáð_ hjá kónginum og vakið tortryggni áhrifaríkra manna. —• Ég veit! Ég veit! tautaði Jesúítinn. Hann sagði ekki hvernig stóð á því að hann vissi þetta allt svona vel, en eftir að hafa litið rannsakandi augnaráði á Desgrez, spurði hann vafningalaust: Hver er yðar skoðun, Maitre Desgrez? Eigum við ekki að reyna að bjarga hinum ógæfusama mági mínum? — Ég álít, að við munum spilla fyrir okkur ef við reynum að öðlast of mikið. Við vitum, að de Peyrac greifi er fórnarlamb dómsmála- hneykslis, sem konungurinn veit ekkert um, en runnið er undan rifjum áhrifamikilla manna. Ég mun ekki nefna nein nöfn. — Það er rétt hjá yður, greip faðir de Sancé fram í. —- Samt sem áður væri ekki rétt að setja sig þvert og opinberlega upp á móti fólki, sem hefur bæði peninga og áhrif. Þrisvar sinnum hefur Madame de Peyrac verið sýnt banatilræði. Það ætti að vera nóg. Við verðum að sætta okkur við að tala aðeins um það, sem okkur er leyfi- legt að tala um hvar sem er. Monsieur de Peyrac er ákærður fyrir VIKAN 40. tbl. 29

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.