Vikan


Vikan - 22.10.1964, Side 2

Vikan - 22.10.1964, Side 2
fullri alvöru: Takið pennann upp ■ blckið kemur strax Reynslan sannar, að PENOL skólapenninn er áreið- anlegasti skólapenninn, sem nú er völ á. Hann er einkar sterkur, og nýia blekkerfið tryggir, að blekið þornar ekki, þótt penninn liggi ónotaður. Hann tekur við sér um leið og hann snertir pappír- inn — ómetanlegur kostur í daglegri notkun. 4 PENOL sjálfblekungurinn er framleiddur með hinum eftirsótta, sveigjanlega penna. PENOL sjálfblekungurinn er með nýju blek- kerfi. PENOL sjálfblekungurinn er framleiddur úr óbrjótanlegu undraefni: „DELRIN". PENOL sjálfblekungurinn er þægilegur í hendi, fallegur í útliti og viðurkenndur af skriftarkennurum. 15352 PENOL sjálfblck. ungurinn er mc3 Quink blckfyllingu. r PENNI OG BLÝANTUR ( GJAFAÖSKJU Nafn: Heimili: Bóksali: Sendið afklippuna með nafni og heimilis- fangi til næsta bóksala og takið þátt í skóla- pennahappdrætti PENOL. Dregið um 100 penna. Drýpur sorg Svona fljótt á litið, verður ekki annað séð, en íslendingar séu glaðbeitin þjóð og mikið fyrir glens og gaman. Víðast þar sem tveir ellegar þrír eru saman komnir, er glens og gam- an og bros á livers manns vör; kvikmyndahúsin selja einna bezt á vitleysur, sem eru ein- göngu til að blæja að, svo ekki sé talað um leiklistarstarfsem- ina, Inin þrífst ekki nema vera með kassastykki, sem erta hlát- urstöðvar mannssálnanna. En vegna þessarar gamansemi og glensfýsi, verð ég alltaf jafn hissa, þegar ég les ritverk sumra þeirra, sem senda VIKUNNI framleiðslu sina. Ég vil taka Ijiað fram, til að fyrirbyggja misskilning, að við lesum allt slíkt gaumgæfilcga og með glöðu geði, og það verður ekki ánægja fundin i lijörtum okkar, þegar við verðum að gera einhvern afturreka með sögu. Það fellur oft í minn hlut að lesa þessar sögur, og mér finnst ég oftast sjá einhvern skáldneista i þeim öllum. Hins vegar hendir ]>að alltof oft, að sögurnar eru ekki nógu vel unnar, það er kastað til þeirra höndunum, fyrir nú utan það, að þær vilja stundum verða svo líkar einhverri ann- arri sögu, sem margir þekkja, að þær eru ekki tækar fyrir það eitt. Og það er mjög skiljanlegt, þvi allir verða fyrir álirifum, meiri eða minni. IEn svo ég viki aftur að gam- anseminni, lcemur mér alltaf á óvart, bve mikil bölsýni og sorg er yfirleitt ríkjandi i þessari smásagnagerð. Hamingjusamur endir er næstum óþekktur. Það má kannske segja sem svo, að það séu allir orðnir leiðir á þessum góðu, gömlu sögum, ])ar scm karlsson nær i kóngsdótt- urina og hálft kóngsríkið og þau lifa hainingjusömu lífi til heims- endis. En það má kannske eitt- hvað á milli vera, þess eða hins, að allar helztu söguhetjurnar fyrirfari sér að sögulokum, utan ein, sem stendur eftir með lirostið hjarta og kannske orðin galin. Ég er ekki að segja, að nú eigi allir sð snúa sér að því að búa til sprenghlægilegar gam- ansögur, því það tekst óvönuin yfirleitt verr, heldur en að eiga | við þessar sögur, þar sem endir- inn er svartari en allt svart, og tárin hrynja af hverju orði. En Framhald á bls. 47. 2 VIKAN 43. tbl.

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.