Vikan


Vikan - 22.10.1964, Blaðsíða 15

Vikan - 22.10.1964, Blaðsíða 15
perulöguðu miöðmunum, við hné- fiðlu. Prjónakonur frönsku byltingarinn- ar, hljóta að hafa haft andlit eins og hún, hugsaði Kronsteen um leið og hann hallaði sér aftur ó bak í stólnum og hallaði höfðinu örlítið til hliðar. Þunnt, appelsínugult hár- ið var reyrt aftur á bak, í þykkann klúran hnút og glampandi gulbrún augun, störðu kuldalega á G hers- höfðingja, í gegnum hvassbrýnd, ferköntuð gleraugun. Nefið var með stórum svitaholum og þykkt púðrað, munnurinn eins og blaut gildra, sem hélt áfram að opnast og lokast eins og henni væri stjórn- að með strengjum undir hökunni. Frönsku konurnar, sem sátu og prjónuðu, meðan fallöxin vann sitt verk hlutu að hafa haft sams- konar þykkt, fölt kjúklingahör- und, sem dróst saman í fellingar undir augunum og við munnvikin og undir kjömmunum, þessi stóru ófrýnilegu eyru, samskonar þétta, harða spékoppahnefa og þessa, sem lágu krepptir á rauðum borð- dúknum, sitt hvorum megin við fyr- irferðamikinn barminn. Og á andlit- um þeirra hlaut að hafa verið sami svipurinn. Svipur kulda og grimmdar og valds, eins og á þess- arri konu. Já, hann varð að leyfa sér að nota þetta orð geðshrær- inganna. Hún var hin hræðilega kona í SMERSH. — Þakka þér fyrir, félagi ofursti. Utiistun þín á málinu er mjög þýð- ingarmikil. Og nú, félagi Kronsteen, hverju bætir þú við. Vertu svo vænn að vera stuttorður. Klukkan er orðin tvö og við eigum erfið- an dag fyrir höndum. Augu G hers- höfðingja, blóðhlaupin af erfiði og svefnleysi, störðu ákveðin yfir borð- ið í ómælt djúpið undir kúptu enn- inu. Það var óþarfi að biðja þenn- an mann að vera stuttorðan. Kron- steen notaði aldrei mörg orð, en hvert orð hjá honum jafngilti löng- um ræðum hjá samstarfsmönnum hans. Kronsteen hafði þegar tekið ákvörðun. Annars hefði hann ekki leyft sér að hugsa svona lengi um konuna. Hann hallaði höfðinu hæg- látlega aftur á bak og starði upp í loftið. Rödd hans var mjög hlý, en það var í henni valdsmannlegur tónn sem kom mönnum til að taka eftir. — Félagi hershöfðingi. Það var Frakki, að sumu leyti fyrirrennari þinn, Fouché, sem sagði að það væri til einskis að drepa mann nema mannorð hans og álit væri eyði- lagt um leið. Það er auðvelt verk að drepa þennan Bond. Hvaða búlgarskur launmorðingi sem væri, myndi gera það, ef hann fengi nauðsynlegar útskýringar. Hinn hluti frmakvæmdarinnar, eyðilegg- ing álits mannsins, er veigameiri og erfiðari. Enn sem komið er, er mér aðeins Ijóst, að framkvæma verð- ur verkið utan Englands og í landi, þar sem við höfum tök á blöðum og útvarpi. Ef þér spyrjið mig, hvernig hægt sé að fá manninn þangað, get ég svarað því, að sé beitan nógu góð og hún sé aðeins fyrir þennan eina mann, verður hann sendur til að grípa hana, hvar sem hann svo kann að verða, þeg- ar málið kemur á dagskrá. Til þess að koma í veg fyrir að þetta líti út sem gildra, fyndist mér eðli- legra að hafa beituna sérvizkulega og óvenjulega. Sérvizkan er stolt Englendinga. Þeir skoða sérvizku- legar uppástungur, sem einskonar einvígisáskorun. Að nokkru leyti myndi ég treysta á þennan skiln- ing á sálfræði þeirra til þess að þeir sendi þennan veigamikla mann eftir agninu. Kronsteen þagnaði. Hann laut höfði svo augnaráð hans var að- eins rétt ofan við öxl G hershöfð- ingja. — Ég skal fullgera slíka gildru, sagði hann tilbreytingarlaust. — Sem stendur get ég aðeins sagt, að sé beitan nógu aðlaðandi fyrir fó.rnarlambið, þurfum við liklega að fá launmorðingja, sem ræður fullkomlega yfir enskri tungu. Augu Kronsteen færðust niður á móts við rauða áklæðið á borðinu fyrir framan hann. Hann sagði hugsandi, eins og það væri kjarni málsins: — Við þurfum einnig á að halda áreiðanlegri og sérstaklega fallegri stúlku. 8. KAFLI. - FALLEGA BEITAN. Þar sem hún sat við herbergis- gluggann sinn og horfði út í fal- legt júníkvöldið sá bleikt sólarlagið speglast í glugganum hinum meg- in við götuna og horfði á lauflaga kirkjuspíru sem logaði eins og kyndill yfir húsaþökum Moskvu, fannst Tatianu Romanova, liðsfor- ingja ( öryggisliði ríkisins ,að hún væri hamingjusamari en hún hafði nokkurn tíma verið áður. Hamingja hennar var ekki róm- antísk. Hún átti ekkert skylt við hríslandi upphaf ástarsambands — þessa daga og vikur, áður en fyrsta smáa táraskýið birtist út við sjón- deildarhringinn. Þetta var hin þögla, staðfasta hamingja öryggis- ins, þess að geta hlakkað til kom- andi tíma í trausti á framtíðina að viðbættum óvæntum hlutum; hrós- yrðunum, sem hún hafði fengið þetta kvöld frá prófessor Denikin, lyktinni af góðum kvöldverði sem mallaði á rafmagnshellunni, uppá- halds tónverksins, Boris Goud- orroff, sem ríkishl jómsveitin í Moskvu var að leika í útvarpinu og framar öllu öðru fegurð þeirra staðreynd að hinn langi vetur og hið stutta vor voru að baki, það var júní. Herbergið var örlítið hólf í stöð- ugri nýtízku blokk á Sodovaya- Chernogriazskay Ulitza. Þar var bú- staður kvenna öryggissveita ríkisins. Þetta hús byggðu þrælkunarfangar og því var lokið 1939. Þessi góða, átta hæða bygging innihélt 2000 herbergi, sum eins og hennar á þriðju hæð, í rauninni ekki nema ferkantaðir kassar með síma, heitu og köldu vatni einu rafmagnsljósi og sameiginlegu baðherbergi og salerni. Onnur, til dæmis á tveim- ur efstu hæðunum voru tveggja og þriggja herbergja íbúðir með bað- herbergjum. Þetta voru íbúðir hinna háttsettu kvenna. Búseta í bygging- unni fór eingöngu eftir metorðum og Romanova liðsforingi átti eftir að verða yfirliðsforingi, liðsforingi, höfuðsmaður, major og flokks- ofursti, áður en hún næði Paradís áttundu hæðarinnar, ofurstahæðar- innar. Það vissi sá sem allt veit að hún var ánægð með núverandi hlut- skipti sitt. Tólf hundruð rúblur á mánuði (30% meira en hún hefði fengið í nokkurri annarri deild), herbergi fyrir sjálfa sig. Odýran mat og föt úr „lokuðu búðunum", á neðstu hæð byggingarinnar og mánaðarlega fékk hún að minnsta kosti tvo miða á ballettinn eða óperuna og hún fékk að minnsta kosti tveggja vikna orlof borgað á ári. Og framar öllu öðru: örugg vinna með góðum framtíðarhorfum í Moskvu — ekki í einni af þessum leiðinlegu smáborgum, þar sem ekkert gerðist mánuð eftir mánuð, þar sem ný kvikmynd eða koma umferðaleikhúss var það eina sem kom í veg fyrir að maður færi beint í rúmið. Auðvitað kostaði það sitt að vera [ MGB. Einkennisbúningurinn gerði mann öðruvísi en aðra. Fólkið var hrætt og það samrýmdist ekki eðli flestra kvenna og maður varð að láta sér nægja félagsskap annarra MGB karla og kvenna og í fyllingu tímans yrði maður að giftast ein- hverjum þeirra til þess að geta haldið áfram að vera í deildinni. Og þau unnu eins og þrælar — frá 8—6, fimm og hálfan dag á viku og fengu aðeins 40 mínútna hlé til þess að borða í matstofunni. En þetta var góður matur, raun- verulegur matur, svo það var hægt að láta sér nægja lítinn kvöldmat til þess að safna fyrir safalapels- inum, sem dag nokkurn myndi taka stöðu gatslitna Síberíurefspelsins. Þegar Romanova liðþjálfi minnt- ist kvöldmatarins hvarf hún frá glugganum og sneri sér að því að skoða í pottinn með þykku súpunni með örfáum kjötbitum og nokkrum möluðum sveppum, sem átti að vera kvöldmatur hennar. Hún var nærri soðin og angaði yndislega. Hún slökkti á rafmagninu og lét malla áfram, meðan hún þvoði sér og lagaði sig til eins og henni hafði verið kennt að gera, þegar í bernsku. Meðan hún þurrkaði sér um hendurnar horfði hún á sjálfa sig ( stóra, sporöskjulagaða speglinum yfir þvottaborðinu. Einn fyrstu vina hennar á ungl- ingsárunum hafði sagt henni að hún væri eins og Greta Garbo hefði verið, þegar hún var ung. En sú vitleysa! En ( kvöld var hún nokkuð vel útlítandi. Fíngert dökkt hárið, greitt aftur frá háu enninu, lá næst- um alveg niður á herðarnar og vafðist litillega upp í endana (Garbo hafði einu sinni greitt á þennan hátt og Romanova liðþjálfi viðurkenndi fyrir sjálfri sér að hún hafði stælt það). Góð, mjúk og föl húð með fílabeinsblæ á kinnbein- unum, djúp blá augu með breiðu bili undir eðlilegum augnabrúnum (hún lokaði augunum á víxl, já, augnhárin voru nógu löng!) Beint, fremur keisaralegt nef og svo munn- urinn. Hvað um munninn? Var hann of víður? Hónn hlaut að vera hræðilega víður þegar hún brosti. Hún brosti við sjálfri sér ( speglin- um. Já, hann var víður en Garbo hafði einnig haft viðan munn. Að minnsta kosti voru varirnar þéttar og fínlega lagaðar. Það voru bros- viprur við munnvikin. Enginn gat sagt að þetta væri kuldalegur munnur! Og lögun andlitsins? Var það einnig of langt? Var haka hennar aðeins og skörp? Hún hall- aði höfðinu til hliðar til þess að sjá vangasvipinn. Þykkur hárlokk- ur féll fram og niður yfir hægra augað svo að hún varð að ýta hon- um frá. Nú, jæja, hakan var fram- stæð en hún var ekki hvöss. Hún leit beint í spegilinn aftur, tók upp bursta og tók að bursta þykkt, sítt hárið. Greta Garbo! En það var allt ( lagi með hana, annars myndu ekki svona margir karlmenn hafa sagt henni að hún væri falleg — svo ekki væri minnzt á stúlkurnar sem stöðugt komu til hennar til að fá ráðleggingar varðandi andlit sín. En kvikmyndastjarna, og það að meira segja fræg! Hún gretti sig framan [ sjálfa sig í speglinum og sneri sér að þvf að borða kvöld- matinn. Framhald á bls. 44. VIKAN 43. tbl. — Jg

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.