Vikan


Vikan - 22.10.1964, Side 20

Vikan - 22.10.1964, Side 20
Skólanum var ekki fyrr lokið um miðjan júní, en tilkynningar um, hvenær hann ætti að byrja aftur, voru sendar út. | Kennie var áhyggjuefni allra í fjölskyldunni. ' — Bara að ég ætti folald, sagði Kennie. — Mér myndi ganga miklu betur. Rub McLaughlin hvessti augun á son sinn. — Það er skrýtið, sagði hann, hvernig þú fórst að því að fá núll í einu fagi, fjóra í reikningi, einn og hálfan í sögu. En núll? í alvöru talað, um hvað ertu eiginlega að hugsa? — Já, segðu okkur hvernig þú ferð að því, Ken, tísti Howard. — Borðaðu matinn þinn, Howard, greip móðir hans fram í. Kennie laut Ijósum kollinum fram yfir diskinn, svo það sást varla framan í hann. Kinnar hans voru eldrauðar. McLaughlin lauk við kaffið og ýtti stólnum frá borðinu. — Þú verður að læra lexíurnar þínar einn klukkutíma á hverjum degi í allt sumar. ' Nell McLaughlin sá að Kennie hrökk við, eins og eitt- hvað hefði meitt hann. Lexíur og nám yfir sumarið, loksins þegar þessi langi vetur var búinn og dagurinn var aldrei nógu langur til þess að hann gæti gert allt það, sem hann langaði til. Kennie var viðkvæmur. Hann horfði út um opinn gluggann og það var örvænting í augnaráðinu. Hæðin, á móti húsinu, var þakin beinvöxnum furu- trjám, Hana bar við heiðan heimininn. Frá rótum henn- ar óx safaríkt grænt gras að skógarjaðrinum. Steikjandi sólin hellti sér yfir hæðir og hlíðar og gerði þær litríkar. Stór kanína sat undir einni furunni og veifaði eyrunum fram og aftur. Ken horfði fast á diskinn sinn, svo tárin brytust ekki fram, svo sneri hann sér að föður sínum og sagði kæru- leysislega-. — Má ég hjálpa þér með hestana í réttinni. pabbi? — Þú átt að læra á hverjum morgni, áður en þú gerir nokkuð annað. Það glumdi í slitnum stígvélum og þungum sporum McLaughlin, er hann gekk yfir eldhús- gólfið. — Ég er óánægður með þig. Komdu Howard. Howard stikaði á eftir föður sínum og leit ekki einu sinni í áttina til Kennie. — Þú hjálpar mér við uppþvottinn, Kennie, sagði Nell McLaughlin, um leið og hún reis á fætur, hnýtti á siq svuntu og fór að tína leirtauið af borðinu. Kennie horfði vonleysislega á hana. Hún hellti heitu vatni í vaskinn og sendi hann eftir þvottadufti. — Bara að ég ætti folald, sagði hann hálfhátt. — Vertu r.ú duglegur við að þurrka upp, Ken. Klukk- an er. oiðin átta. Þú getur lært á eftir og svo máttu fara upp í hestaréttina. Þeir verða þar þá. Við kvöldverðarborðið sagði Kennie: — En pabbi, How- a:d átti sinn eigin fola, þegar hann var bara átta ára. Og hann tamdi hann sjálfur; nú er hann ellefu ára og Háfeti þriggja, og hann getur riðið honum. Núna er ég níu ára, og jafnvel þótt þú gæfir mér folald núna, gæti ég ekki náð Howard. Ég gæti ekki riðið því fyrr en hann væri þriggja ára, og þá yrði ég tólf. Nell hló. —. Það er allt í lagi með þennan reikning. En Rob sagði: — Howard hefur aldrei fengið minna en 7,5 í sínum fögum,- og hann hefur ekki gert sjálfum sér og okkur þá skömm, að vera lægstur í sínum bekk. Kennie svaraði ekki. Hann gat ekki skilið þetta. Hann reyndi að læra og sat tímunum saman yfir bókunum sínum. Það hefði átt að gefa góða raun, en það gerði 20 — VIK^N 43. tbl. VINUR MINN FLICKA SMÁSAGA EFTIR MARY O’HARA TEIKNING: SIGURÞÓR JAKOBSSON Saga sú, sem hér fer á eftir, er fyrsta smásaga Mary O'Hara, sem vinsældum náði. Hún birtist fyrst í The Story Magazine árið 1941, og vakti um leið almanna- athyg’.i. Sagan var endurprentuð i Reader's Digest sama ár. Bókaforlagið Lippincott fór þess að leit, að höfundurinn skrifaði heila skáldsögu upp úr smásög- unni, og fáum vikum eftir að bókin kom út, varð hún metsölubók um öll Bandaríkin, og Twentieth Ccntury Fox kvikmyndafélagið keypti réttinn til kvik- myndunar sögunnar. Bæði smásagan og skáldsagan báiu sama nafnið, MY FRIEND FLICKA, og látum við það nafn haida sér hér, í beinni islenzkri þýðingu. Bókin hefur verið þýdd á íslenzku og gefin út undir nafninu TRYGG ERT ÞÚ, TOPPA, en mun löngu upp- se!d. Kv.ikmyndin var sýnd hér á síðari hluta stríðsár- anna, og kölluð GÆÐINGURINN GÓÐI. Síðan hélt Mary O'Hara áfram með þráðinn í bókinni THUNDER- HEAD, sem einnig hefur komið út á íslenzku (SÖRLI, SONUR TOPPU) og loks GREEN GRASS OF WYOMING (GRÆNiR HAGAR). Þótt MY FRIEND FLICKA yrði til þess að skipa höf- undi sínum á bekk með beztu rithöfundum, var Mary OHara ekki óþekktur höfundur áður. Hún hafði um árabi! samið kvikmyndahandrit fyrir þöglar kvikmynd- ir, en með tiikomu talmyndanna þvarr markaður henn- ar, og hún varð að leita sér að nýju tjáningarformi. Hún va.’di smásöguna, og var sagan um Ken og Fiicku 5. eða 6. sagan sem hún samdi. — Af öðrum verkum O'Hara má nefna THE SON OF ADAM WYN- GATE, sem náð hefur miklum vinsældum. O'Hara er einnig tónskáld, og hefur m.a. samið söngleik — lög og texta — um dvöl sína á hestabúgörðunum í Wyom- ing, en það efni er henni mjög hugfólgið. Þótt skáldsagan MY FRIEND FLICKA hafi komið út hér í ágætri þýðingu, telur VIKAN, að smásagan eigi fullt erindi til lesenda blaðsins. það alls ekki. Allir sögðu, að hann væri vel gefinn, en af hverju lærði hann ekkert, þótt hann lægi yfir bókunum? Hann .hafði grun um, að það væri af því, að hann horfði of mikið út um gluggann; eða hann starði of mikið á veggina og sá þá himininn og hæðirnar á bak við, og hugsaði um það, sem þar var að gerast. Stundum hugsaði hann ekki einu sinni, hugurinn reikaði bara um og honum leið vel, eins og hann hefði nógan tíma og lærdómurinn kæmi af sjálfu sér. Svo hringdi bjallan og hann þurfti ekki að læra meira í bili. Bara að hann ætti folald. Þegar drengirnir voru farnir að sofa um kvöldið og Nell McLaughlin sat við að gera við föt, leit hún á manninn sinn. Hann sat við skrifborðið sitt, eins og venjulega, og athugaði reikn- inga. Nell þræddi stoppunálina og hugsaði: — Annað hvort er það þessi svimandi hái reikningur frá dýralækninum, vegna hryssunnar, sem dó, eða seinni hluti skattreikn- ingsins. Þetta virtist ekki heppilegt augnablik til að minnast á ósk Kennie. Rob var þungbrýnn þessa dagana og einhver kaldur tónn í röddinni. Hún byrjaði: — Rob. Hann henti frá sér pennanum og sneri sér við. ': — Helvítis ólögin. — Hvaða ólög? — Ríkislögin, sem leggja þunga skatta á hrossakynbætur. Ég verð að gera eins og svo margir — hætta að halda ættarskrár. — Hætta. að halda ættarskrár? Þú færð aldrei sanngjarnt verð, ef þú hættir að halda þær. — Ég hef hvort eð er ekki feng- ið sanngjarnt verð. — En þú færð það einhverntíma, ef þú hendir ekki ættarskránum. — Kannske. Hann beygði sig aftur yfir borðið. Rob hugsaði sem svo, að Nell og Kennie væru mjög lik. Hann tók ákvörðun. Skelfing var hann þrár þegar hann beit eitthvað í sig. Hann hafði ekki hugsað um annað en hesta og hestabúskap þegar hann var í West Point; hann hafði sagt af sér og þar með kast- að frá sér öllum framavonum í hernum. Þetta hafði hann gert fyr- ir hestana. Og hann hafði feng- ið það sem hann vildi.

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.