Vikan


Vikan - 22.10.1964, Síða 22

Vikan - 22.10.1964, Síða 22
Rob greip fram í. — Það er ekki lítið, eða auðvelt, að temja fola á sama hátt, og Howard hefur tamið Háfeta. Ég kæri mig ekki um, að Ken eyðileggi fyrir mér góðan hest, með kæruleysinu í sér. Hann er alveg utan við sig. Hann veit aldrei, hvað hann er að gera. — En hann myndi ekki sjá sól- ina fyrir folaldi, sem hann ætti sjálfur, Rob. Ef hann fengi það, gæti orðið stór breyting á honum. — Ef hann fengi það! Það er stórt ef. Við morgunverðarborðið, sagði faðir Kennies við hann: — Þegar þú ert búinn að læra, komdu þá út að hlöðunni. Ég ætla að fara í bílnum að líta á folaldsmerarnar. — Pabbi, má ég koma líka? hrópaði Howard. McLaughlin yggldi sig framan í Howard. — Þú gekkst frá Háfeta í gærkvöldi án þess að þrífa á honum lappirnar. — Ég kembdi honum, sagði How- ard afsakandi. — Já, niður að hnjám. — Hann slær. — Og hverjum er það að kenna? Þú ferð ekki á bak honum, fyrr en þú hefur hreinsað á honum fæt- urna. Drengirnir litu hvor á annan, Kennie glotti með sjálfum sér, en Howard var gramur. McLaughlin hélt til dyra. — Ken, eftir viku frá deginum í dag, ætla ég að gefa þér tryppi. Þangað til geturðu hugsað þig um, hvert þú vilt. Kennie spratt upp af stólnum og þaut til föður síns. — Síðan í vor eða ársgamalt? McLaughlin hikaði svolítið, en kona hans brosti í laumi. Ef Kennie fengi ársgamlan fola, myndi hann verða jafn Howard. — Auðvitað á hann við árs- gamlan, sagði hún mjúklega. Flýttu þér nú að læra. Howard þurrkar upp. Kennie fannst hann allt í einu verða mikilvægasta persónan á bú- garðinum. Þetta sjálfsálit rétti úr honum, þannig að hann hækkaði um tommu og fékk djarflegt augna- ráð, og honum leið miklu betur en áður. Jafnvel vinnumennirnir, Gus og Tim Murphy, höfðu mikinn áhuga á vali Kennie. Howard var eirðarlaus vegna óvissunnar. — Hvern ætlarðu að velja, Ken? Taktu Léttfeta, ætlarðu ekki að gera það? Þegar hann stækkar, verður hann nokkurskonar tvíburi við minn, að minnsta kosti nafnið. Þú sérð, Háfeti, Léttfeti. Drengirnir sátu á slitnum tröpp- unum, sem lágu frá áhaldageymsl- unni inn í hestaréttina. Þeir voru önnum kafnir við að fægja og pússa beizlin. Ken leit á bróður sinn með fyrir- litningu. Léttfeti myndi aidrei kom- ast í hálfkvisti við Háfeta. — Taktu þá Ljóma, stakk How- ard upp á. — Hann er kolsvartur, eins og minn. Og hann kemst úr sporunum . . . — Pabbi segir, að Ljómi verði aldrei neitt afbragð. Nell McLaughlin sá breytinguna á Kennie og vonir hennar jukust. Hann sneri sér að bókunum á hverjum morgni, ákveðinn, og lærði t raun og veru. Dagdraumarn- ir tóku breytingum. Reikningsdæm- in voru vandlega unnin, og þegar hún gekk framhjá herberginu hans fyrir morgunverð, heyrði hún hann oft þylja upphátt mannkynssöguna. A hverju kvöldi, þegar hann kyssti hana, hentisf hann upp um hálsinn á henni og þrýsti sér snöggt upp að henni. Síðan fór hann ( rúmið sitt og brosti um leið, ánægð- ur og svolítið feiminn. Hann notaði tímann vel og at- hugaði ýmsar hestaættir. Hann sat tímunum saman á girðingunni utan um hestaréttina og tuggði strá, íhugull á svip. Hann reið um á smáhestunum hálfan daginn, marg- ar mílur, alla leið til Colorado landamerkjanna. f vikulokin kunngerði hann ákvörðun sína. — Ég ætla að kjósa mér folaldið hennar Eldingar, sem er ársgamalt. Það glófexta. Faðir hans leif undrandi á hann. — Það sama og flækti sig í gadda- vírnum? Það eru engar vonir með það. Oll ánægja Kennie var rokin út í veður og vind. Hann laut höfði ákveðinn. — Já. — Þú hefur valið illa, sonur. Þú áttir ekki að velja það versta. — Það er lipurt og það er Eld- ing líka. — Þetta er eitt versta kynið, sem ég hefi haft. Það er ekki einn ein- asti hestur af þeim, sem skarar fram úr. Hryssurnar eru helvískar við að eiga og graðfolarnir óvið- ráðanlegir. Það er ekki hægt að temja þá. — Ég get tamið það. Rob skellihló. — Hvorki ég eða nokkur annar, hefur nokkurntíma getað tamið einn einasta þeirra. Kennie yppti öxlum. — Þú ættir að skipta um skoð- un, Ken. Langar þig ekki til að eignast hest, sem getur orðið reglu- legur vinur þinn? — Jú. Rödd Kennies var óstyrk. — Jæja, en þetta folald verður aldrei vinur þinn. Það er allt rifið og rispað, eins og Elding. Engin girðing getur haldið því. — Ég veit, sagði Kennie og varð nú stöðugt kjarkminni. — Ætlarðu að hætta við það? spurði Howard hressilega. — Nei. Rob varð ergilegur og ráðalaus. Hann gat ekki gengið á bak orða sinna. Drengurinn þyrfti mikla hjálp til að temja þetta folald, og hann sá fyrir sér, að það tæki marga dýrmæta stund og heila daga að baksa við það. Neil McLaughlin varð örvænting- arfull. Einu sinni enn virtist Ken hafa gert öðruvísi en hann átti, og VINUR MINN FUCKA vera á nákvæmlega sama stað og þegar hann byrjaði: rólegur, þögull og í varnarstöðu. En það hafði orðið breyting, en það vissi engin um hana nema Ken sjálfur. Hve honum þótti vænt um folaidið. Hvernig hjarta hans söng. Gleðin og stoltið, sem fyllti hann var stundum svo mikið, að hann laut höfði, svo að þau gætu ekki séð það skína út úr augum hans. Hann hafði vitað það frá byrj- un, að hann myndi sérstaklega velja þetta folald vegna þess, að hann eiskaði það. Arið áður, hafði hann verið að vinna úti með Gus, sænska vinnu- manninum, við áveituskurðinn, þeg- ar þeir sáu allt í einu Eldingu þar sem hún stóð í gili í hæðinni, graf- kyrr og horfði varfærnislega á þá. — Ég þori að veðja, að hún hef- ur eignazt folald, sagði Gus og þeir nálguðst hana varlega. Elding hneggjaði líflega, sperrti fæturna, hristi höfuðið glettnislega, og þaut svo af stað. Þegar þeir komu þang- að, sem hún hafði verið, sáu þeir standa þar hikandi, rauðleitt folald, tæplega fært um að standa á fót- unum. Það gaf frá sér smá hræðslu- hnegg og hentist svo á eftir móð- ur sinni á skökkum og riðandi fót- um. — Nei, sjáðu! Sjáðu lítil „flicka", sagði Gus. — Hvað þýðir „flicka", Gus? — Það er sænska og þýðir Iftil stúlka, Ken. Við matborðið tilkynnti Ken. — Þú sagðir, að hún hefði ekkert nafn, en ég hef gefið henni það. Hún heitir Flicka. Það fyrsta, sem gera þurfti, var að ná henni f hús. Hún var í hópi eldri tryppa, á hæðum, sem voru aðskildar með djúpum, þröngum giljum og lækjarfarvegum. Þau fóru öll til að reyna að ná í hana. Ken, sem eigandi og reið á Gamla Brún, vitrasta hestinum á búgarðinum. Ken starði sem dáleiddur á Flicku, þegar villtur hópurinn upp- götvaði skyndilega, að honum var veitt eftirför, og hentist af stað. Það var eins og það skipti engu máli, hvort hún hafði nokkra fót- festu eða ekki. Hún flaug yfir gil- in og sprungurnar, alltaf tveim lengdum sínum á undan hinum. Gulbleikt faxið og taglið sveiflað- ist til f vindinum. Löngu, fallegu fæturnir hennar virtust hafa eitt- hvert ákveðið mark, sem þeir stefndu að. Ken fannst hún vera álfahestur. Hann sat hreyfingarlaus, starði bara og hélt aðeins f við Gamla Brún, þegar faðir hans þaut fram- hjá á Vindson og hrópaði: — Hvað er að? Af hverju heldurðu ekki áfram? Kennie hrökk við og hélt á eftir honum. Gamli Brúnn fór inn í þvöguna. Hliðin á réttunum voru lokuð, og næsti klukkutíminn fór í að reka folöldin fram og aftur, þar til tókst 22 — VIKAN 43. tW.

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.