Vikan


Vikan - 22.10.1964, Síða 39

Vikan - 22.10.1964, Síða 39
matliir KLÆÐIST FÖTUM FRÁ OKKUR L færaskápurinn var inni í setustof- unni; og þegar hann fór framhjá honum þrisvar á dag, á leið sinni fram í eldhús til að matast, grand- skoðaði hann vopnin, tli þess að vera viss um, að þau væru þar öll. Um kvöldið voru þau ekki öll þar. Það vantaði Marlin riffilinn. Þegar Kennie sá það, snarstanz- aði hann. Hann fann til svima. Hann hélt áfram að stara á skápinn, og reyndi að telja sjálfum sér trú um, að riffillinn væri þar — hann taldi aftur og aftur — hann sá ekki greinilega. Þá fann hann, að einhver tók utan um herðar hans og hann heyrði rödd föður síns: — Ég veit, sonur, að til eru hlut- ir, sem okkur finnast óbæriiegir. En hjá því verður ekki komizt. Þannig er því varið, líka fyrir mig. Kennie greip um hönd faður síns og hélt fast. Það hjálpaði hon- um til að jafna sig. Að lokum leit hann upp. Rob leit niður, brosti til hans og hristi hann svolítið. Ken brosti dauft. — Er allt í lagi núna? — Allt í lagi, pabbi. Þeir gengu saman inn til kvöld- verðar. Jafnvel Ken borðaði svolítið. En Nell horfði hugsandi á öskugráan litinn á andliti hans; og slagæð- ina, sem sló á hálsinum. Eftir kvöldmatinn færði hann Flicku hafrana sína, en varð að dekstra hana, hún át mjög lítið. Hún hengdi höfuðið, en þegar hann strauk henni og talaði til hennar, þrýsti hún höfðinu í hálsakot hans og varð ánægð. Hann fann, hve hún var brennandi heit. Það virtist óhugsandi, að nokkur vera, sem var svona skinhoruð gæti lifað. Skyndilega kom hann auga á Gus, sem kom inn á engið og bar með sér Marlininn. Þegar hann sá Ken, breytti hann um stefnu og rölti í rólegheitum, eins og hann ætlaði að fara að skjóta kanínur. Ken hljóp til hans. — Hvenær ætlarðu að gera það, Gus? — O, ég ætlaði að gera það ein- hverntíma áður en dimmdi. — Gus, ekki gera það ( kvöld. Bíddu þangað til á morgun. Bara eina nótt ennþá, Gus. — Allt í lagi, í fyrramálið þá, en þá verð ég líka að gera það, Ken. Faðir þinn hefur skipað það. — Ég veit. Ég skal ekki biðja um það aftur. Klukkustund eftir að fjölskyldan var kominn í háttinn, fór Ken á fætur og klæddi sig. Það var hlý, tunglskinsbjört nótt. Hann hljóp nið- ur að læknum og kallaði þýðlega: — Flicka! Flicka! En Flicka svaraði ekki með litlu hneggi, og hún var hvorki ( sjúkra- stofunni sinni né hoppandi á eng- inu. Ken leitaði og leitaði. Að lokum fann hann hana niður við víkina, liggjandi í vatninu. Hún hafði legið með höfuðið á bakk- anum, og sem hún lá þar, hafði straumurinn sogað hana til sín og þrýst að henni; og hún hafði engan mátt til að standa gegn honum. Smátt og smátt hafði höfuð henn- ar runnið niður, þar til aðeins gran- irnar hvíldu á bakkanum, og þannig var hún, þegar Ken kom að. Kennie renndi sér niður í vatn- ið, sitjandi á bakkanum og togaði í höfuð hennar. En hún var þung, og straumurinn var mikill, og hann fór að hágráta vegna þess, að hann hafði enga krafta til að draga hana upp úr. Þá fann hann fótfestu með hæl- unum á steini í botninum. Hann hagræddi sér og togaði af öllum mætti. Hann gat tosað höfuð henn- ar upp á hné sér og hélt þvf vernd- andi í örmum sér. Hann gladdist yfir því, að hún skyldi hafa dáið af sjálfsdáðun, í köldu vatninu, í tunglsljósinu, í staðinn fyrir að vera skotin af Gus. Svo færði hann andlit sitt nær henn- ar og horfði rannsakandi í augu hennar; hann sá, að hún var lif- andi og horfði á hann. Löng nóttin leið. Máninn færðist hægt yfir himin- inn. Vatnið gáraðist yfir fætur Kennies og yfir skrokkinn á Flicku. Og mark- visst minnkaði hitasóttin ( henni. Og hið kalda, rennandi vatn þvoði sár hennar. Þegar Gus kom þangað um morguninn með riffilinn, höfðu þau ekki hreyft sig úr stað. Þarna voru þau, Kennie sitjandi í vatninu upp undir mitti, með höfuð Flicku ( fanginu. Gus þreif í höfuð Flicku og dró hana upp á grösugan bakkann, og þá sá hann, að Kennie gat ekki hreyft sig, kaldur, stirnaður og hálf lamaður, svo hann lyfti honum og VIKAN 43. tbl. — gg

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.