Vikan


Vikan - 26.05.1966, Side 4

Vikan - 26.05.1966, Side 4
Sólstóll cr einkar þægilegur í ferðalagið. Það er hægt að hrjóta hann saman og þá fer lítið fyrir honum. Og svo er hægt að leggja hann niður eins og sést á myndinni. Að sofa á vindsæng í tjaldi er annað lif og síðan er hægt að búa til þægilegan stól úr vindsænginni cins og sést á mynd- inni. Sport-tjöldin hafa orðið mjög vinsæl og það $ cru einmitt þesskonar tjöld sem lesendum Vik- unnar gefst kostur á að vinna. Njótið íslenzkrar náttúru Sá sem fer til útlanda í leit að náttúrufegurð, leitar langt yfir skammt. íslenzk náttúra er í senn stórbrotin, marg- breytileg og fögur. Hennar verður bezt notið með því að ferðast ekki of hratt, á eigin bíl og hafa með í förinni fullkominn viðleguútbúnað. Hugsið ykkur, hvað það væri unaðslegt að tjalda á stað eins og þeim er sést á mynd- inni. Fögur er Hlíðin Staðurinn á myndinni er innarlega í Fljótshlíðinni og heit- ir Bleiksárgljúfur. Það er sagt að Sigurður Gottsvinsson, sá er stóð fyrir Kambsráninu fræga, hafi stokkið yfir gljúfr- ið með viðarbagga á baki. Aðrir menn leika það víst ekki eftir baggalausir. Þetta minnir á það sem Tómas Guð- mundsson sagði, að „landslag væri lítils virði/ef það héti ekki neitt". Það er varla sá blettur til á okkar landi, að honum séu ekki einhverjar sagnir tengdar.

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.