Vikan - 26.05.1966, Side 7
Fyrsta fflokks ffrá FONIXs
ÁTLAS
KÆUSKÁPAR - FRYSTISKÁPAR - FRYSTIKISTUR
KÆLING er aSferðin, þegar geyma á matvæll stnttan
tíma. Þetta vita allir og enginn vill vera án kæliskáps.
FRYSTING. þ. e. djúpfrysting við a. m. k. 18 stiga frost,
er auðveldasta og bezta aðferðin, þegar geyma á mat-
væli langan tíma. Æ fleiri gera sér ljós þægindin við
að eiga frysti: fjölbreyttari, ódýrari og betri mat, mögn-
leikana á því að búa \ haglnn með matargerð og bakstri
fram i timann, færri spor og skemmri tíma til innkaupa
— því að „ég á það í frystinum".
Við bjóðum yður 5 stærðir ATLAS kæliskápa, 80—
180 cm háa. Allir, nema sá minnsti, hafa djúpfrysti-
hólf, þrir með hinni snjöllu „3ja þrepa froststillingu",
sem gerir það mögulegt að halda miklu frostl í
frystihólfinu, án þess að frjósl neðantil i skápnum;
en einum er skipt í tvo hluta, sem hvor hefur sjálf-
stæða ytri hurð, kæli að ofan með sér kuldastillingu
og alsjálfvirka þiðingu, en frysti að neðan með eigin
froststllllngu.
Ennfrcmur getið þér valið um 3 stærðir ATLAS frystlkista
og 2 stærðir ATLAS frystiskápa
Loks má nefna hina glæsilegu ATLAS viðar-kæliskápa i
herbergi og stofur. Þér gctið valið um viðartegundir og
2 stæröir, með eða án vinskáps.
r
Munið ATLAS einkennin:
Á Glæsilegt og stílhreint, nýtízku útlit.
* Fullkomin nýting geymslurýmisins með vand-
aðri markvissri innréttingu.
if Innréttingarmöguleikar með sérstökum Atlas-
búnaði.
☆ Sambyggingarmöguleikar (kæliskápur ofan á
frystiskáp), þegar gólfrými er Ktið.
■6 Færanleg hurð fyrir hægri eða vinstri opnun.
if Hljóð, létt og þétt segullæsing og möguleikar
á fótopnun.
"Ar 5 ára ábyrgð á kerfi og traust þjónusta.
Póstur minn!
Þessa stundina hef ég við dálitið
viðkvæmt vandamál að stríða, og
vona ég að þú hjálpir mér með
það sem bezt þú getur.
í sumar leið kynntist ég enskri
stúlku, sem hér var stödd á ferða-
lagi. Er ekki að orðlengja það, að
við urðum fljótt ákaflega ástfang-
in og vorum trúlofuð áður en
mánuður var liðinn. Hún hætti
meira að segja við að fara heim,
þegar hún var búin með sumar-
fríið, en fékk sér vinnu héma
heima og síðan höfum við verið
hér saman. Nú í sumar höfum
við ákveðið að fara til Englands,
láta gifta okkur þar og heim-
sækja foreldra hennar. Hún hefur
þegar skrifað foreldrum sínum og
sagt þeim allt af létta um fyrir-
ætlanir okkar, en nú vill hún
endilega, að ég skrifi þeim líka,
svo sem til að kynna mig. Ég
vil ósköp gjarna gera þetta fyrir
hana, en ég hef bara ekki hug-
mynd um, hvað ég á að skrifa.
Mér skilst, að Englendingar séu
ennþá dálítið formlegir í svona
málum, svo að kannski þykir for-
eldrum stúlkunnar hlýða, að ég
biðji þau um hönd og hjarta
hennar að góðum og gömlum sið.
En mér finnst það nú einum of
seint — hvað finnst þér?
Ó.B.
Það' er heldur seint séð, satt seg-
irðu. En það er sjálfsagt fyrir þig
að skrifa þeim. Reyndu að Iáta
þau finna, að þú sért mjög ást-
fanginn af dóttur þeirra og þakk-
látur hamingjunni fyrir að hafa
leitt ykkur saman. Taktu líka
fram, að þú hlakkir til hjóna-
bandsins með henni og skýrðu í
fáum orðum frá helztu framtíð-
aráætlunum þínum. Það ætti að
nægja í bráðina.
Kæri Póstur!
Ég er tuttugu og þriggja ára
gamall og hef undanfarið verið
í kunningsskap við stúlku, sem
er tveimur árum yngri en ég.
Hún var gift áður og á þriggja
ára barn. Við höfum talað um
hjónaband, en mér er ekki alveg
sama um fortíð hennar. Auk
fyrra hjónabandsins hefur hún
játað fyrir mér, að hún hafi verið
með fleiri mönnum áður en hún
giftist. Ég vil gjarnan láta þetta
liggja milli hluta, en ég get ekki
fellt mig við að taka að mér
barnið. Hún skilur þetta fullkom-
lega og er reiðubúin til að koma
barninu í fóstur. Heldurðu að við
getum orðið hamingjusöm?
K.L.
Það efa ég. Þú ert greinilega
mjög viðkvæmur fyrir fortíð
stúlkunnar, fyrst þú getur ekki
hugsað þér að hafa bamið henn-
ar hjá þér, og þótt þú þykist geta
látið önnur ævintýri hennar
liggja milli hluta, er hætt við að
þú minnist þeirra síðarmeir og
það muni þá verða til þess að
spilla hamingju ykkar. Auk þess
er fram úr hófi ósanngjarnt af
þér að ætlast til þess, að stúlkan
láti frá sér barnið; þótt hún sætti
sig við það í bráðina (og því er
ég hissa á), þá iðrast hún þess
tvímælalaust síðar og kemur þá
til með að ásaka þig fyrir það.
Nei, það er áreiðanlega bezt fyrir
ykkur að skilja að skiptum og
verða ykkur úti um maka, sem
hæfa ykkur betur hvoru um sig.
ALLT í LAGI MEÐ ALDURSMUNINN,
EN . . .
Kæri Póstur!
Ég er kominn undir fertugt og
er þessa stundina í vinfengi við
rúmlega tvítuga stúlku. Við er-
um bæði mjög ástfangin og höf-
um ráðgert að ganga í hjónaband.
En undir niðri er ég dálítið rag-
ur við það, bæði vegna aldurs-
munarins og annars.
Ég hef, býst ég við að ég megi
segja, ekki verið neitt sérstakt
guðsbarn það sem af er og lifað
fremur hátt á marga vegu. Þetta
á eflaust sinn þátt í því að karl-
mennska mín — þú skilur —
virðistheldur vera farin að slapp-
ast, að visu ekki svo að mein sé
að, enn sem komið er. Heldurðu
kannski að þetta gæti komið illa
niður á hjónabandi okkar, ef úr
því yrði?
S.M.
Við fáum ekki séð að aldursmun-
urinn sjálfur þurfi að verða
hjónabandshamingju ykkar nokk-
ur þrándur í götu, enda eru mý-
mörg dæmi þess, að hjónabönd
hafi lánast vel, þótt eiginmaður-
inn hafi verið tíu til tuttugu ár-
um eldri en frúin. En varðandi
þessa likamlegu afturför, sem þú
nefndir, getum við lítið sagt, þar
eð okkur er auðvitað ekki ljóst,
hversu alvarlegs eðlis hún kann
að vera. Til að ganga úr skugga
um það atriði ættirðu að leita
læknis án tafar.
Um allt þetta fáið þér frekari upplýs-
ingar, með því að koma og skoða,
skrifa eða útfylla úrklippuna, og mun-
um við leggja okkur fram um góða af-
greiðslu. — Sendum um allt land.
FÖNIX
SÍMI 24420. SUÐURGATA 10. RVÍK.
Sendið undirrit. ATLAS myndalista og nákvæmar upplýsingar. m.a. um verð
og greiðsluskilmála.
Nafn:..........................................................................
Heimilisfang: ................................................................
Til FÖNIX s.f., pósthólf 1421, Reykjavlk.
VIKAN 21. tbl. J