Alþýðublaðið - 12.02.1923, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 12.02.1923, Blaðsíða 2
9 Ríkisprentsmiðja. Hvað gerir stjórnin? Efri deiíd Alþingis samþykti á síðasta þingi með 13 samhljóða atkv. þingsályktunartillögu um prentunarkostnað ríkisins. Var þar skorað á stjórnina að láta athuga iyrir næsta Alþingi, hvort ekki sé unt að, komast að við- unanlegum samningum um prent- un á öllu því, er ríkið þarí að láta prenta, og í sambandi við það, livort elchi sc tiltœlcilegt, aö rílciö lceypti og Jcœmi á fót eigin prentsmiðju. í>á er til neðri deildar kom, lagðist Jakob Möller einkum á móti tillögunni og komst jafnvel svo iangt — aldrei þessu vant? — að verja stjórn jóns Magnús- sonar gegn þeim áburði, sem hann taldi liggja í tillögunni, að hún hefði eigi, komist að við- unanlegum samningum við prent- smiðjurnar, Jón Baldvinsson, Sveinn í Firði og Björn Halls- son héldiy uppi vörnum fyrir til- lögunni. Þó fór svo, að tillaga Magnúsar Péturssonar um að vísa málinu til stjórnarinnar (ályktunarlaust) var samþ. með 15 atkv. gegn 12. Greiddu þeir talsmenn þingsályktunartillög- unnar atkvæði gegn tillögu M. P., því að þeir munu hafa ótt- ast, að sú aðferð * væri notuð að eins til að svæfa málið; og kom sú skoðun skýrt íram f ræðu B. H., þar sem hann kvaðst ekki vilja svæfa málið með því að vísa því til stjórnarinnar.1) 1) Ég skal geta þess sérstak- lega, til þess að þegja ekki yfir þv>, sem vel var um þingsetu Þorleits á Háeyri, sökum þess, er ég hefi nýlega skrifað um nokkurn hluta þingstárfssemi hans, svo að ég reynist ekki hlutdrægur í hans garð, — enda er það óþarfi, — að hann greiddi atkvæði í flokki tólfmenninganna, sem ekki vildu vísa máli þessu ályktunarlaust til stjórnarinnar. Iivort hann var með þvt, að sérstaklega væru rannsakaðar horfur á gengi ríkisprentsmiðju, eða að eins með fyrri lið þings- ályktunártillögunnár, verður ekki géð at þingtíðindunum. ALJÞYÐUBLAÐIÍ) Málinu var vísað til stjórnar- innar. Hvað hún hefir gert eða gerir í því, kemur í ljós á næsta þingi, hvort sem það er nokkuð eða ekki neitt, Væri henni sæmd í að láta ekki hugboð Bjarnar á Rangá rætast, sem ekki vildi svæfa málid með því að vísa því til hennar. Af atkvæðagreiðslunum í þing- inu verður helzt dregin sú álykt- un, að meiri hluti “þingmanna sé meðmæltur rannsókninni (13 í efri deild og 12 í neðri deild.) Ætti það því ekki að letja stjórn- ina, þó að henni væri næstum at tilviljun falið málið ályktunar- laust. Framsögumaður málsins í efri deild, Guðm. Ólafssoti, gerir ráð fyrir, eftir að hafa athugað prentunarkostnað ríkisins árið 1921, að hann hafi verið 200 þúsund krónur. Ríkið gefur út Alþingistíðindin, Stjórnartíðindin, Lögbirtinga- blaðið, fjölda eyðublaða o. fl., svo að nægileg verkefni munu vera fyrir ríkisprentsmiðju, þó að ekki bæltist við; en auk þess œtti það að gefa út allar náms- lœlcur (a. m. k. ef ekki stendur alveg sérstaklega á). Mun ég rökstyðja þá staðhæfingu síðar hér t blaðinu — með væntan- legu samþykki ritstjórans. F'leira tel ég ekki að sinni; enda ætti það, sem þegar er talið, að vera nægilegt til að sýna þörfina, — a. m. k. á því, að rannsaka skilyrðin fyrir ríkis- pi entsmiðju. Af því að útgáfa Alþingis-' tíðindanna er skorpuvinna, eink- urn ef tekin verður upp sú að- ferðin, sem ég hefi áður ritað um hér í blaðinu, að geta þau út meðan á þinginu stendur, þá gæti komið til greina að reynt væri samkomulag við aðrar prentsmiðjur um að ríkispreot- smiðjan fái lánaða prentara úr þeim um þingtímann, til viðbótar föstum starfsmönnum, eða að aukastarfsmönnum í ríkisprent- smiðjunni væri trygt starf við aðrar prentsmiðjur í nágrenninu þann hluta ársins, sem minna er að gera í henni. í>ó myndi allra bezt, að nokkrir prentárarnir væru fastráðnir í tveimum prent- smiðjum, ríkispientsmiðjunni um þingtímann, en annári endránær. Það kæmi í móti, að rfkisút- gáfan hefði aðeius ákveðið starfs- svið, en kepti ekki við hinar . prentsmiðjurnar um aðrar prent- anir. Guðm. R. Ólafsson úr Grindavík. Blaðljgi hnekt. Oít hefir >Morgunblaðríð< krít- að liðugt, en sjaldan liðugra en á laugardaginn var, þegar það gæðir fólki á þeim ósannindum, að >Alþýðublaðið< hafi að eins 500 kaupendur, og telur, að frá því hafi verið skýrt á Alþýðu- flokkstundi. Sannleikurinn í þessu máli er sá, að >AlþýðubIáðið< hefir, sem eðlilegt er, fleiri kaup- endur hér f borginni en >Morg- unblaðið<, og í Hafnarfirði hefir >Moigunblaðið< ekki nema ^ á móts við >Alþýðubláðið<, og sömu hlutföll eru í öðrum kaup- túnum. En ekki er von, að >Morgunblaðið< vilji gefa upp kaupendatölu sína, því að þá myndi auglýsendum þess bregða í brún. Hitt er annað mál, að kaup- endatala >Alþýðublaðsins< á að vaxa svo mjög, að >Morgun- blaðið< hafi ekki líkt því hálít á við það, og má þegar bæta því við, að það eru nú allar horfur á, að svo verði bi áðlega. Norsku ungmenna' félðgin og Græniand. Norsku ungmennafélögin taka kappsamlegan þátt f deiiunni um Grænland. „Gula Tidend“ 29. des. 1922 segir, að þá hafi, er ’seinast fréttist, 60 sambönd ung- mennafélaga samþykt áskoránir til norskú stjórnárinnar í málinu: >Allar krefjast þær, að ríkisvöld vor skuli ^halda uppi Noregs eldgamla rétti og ekki viður- kenná dönsk yfirráð yfir Græn- * landi í nokkurri mynd.< Valþór.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.