Alþýðublaðið - 12.02.1923, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 12.02.1923, Blaðsíða 3
ALt-ÝÐUBÍ.ABÍ» SvOrtn bætt á grátt Hjartanlegt þakklœti færi ég öllum, sem sýndu mér, bðrnum mínum og tengdamóður hluttekningu ■ sorg okkar. * Halldór Hallgrímsson. Bágt á „Vísir". Þegar hooum er hóglátlega bent á, að honum h'ifi orðið á i messunni, þá umhverflst, hann eins og þorpari með glœpa- sýki, foiherðir hjarta sitt og hótar öllu, illu og góðu, í graut í stað þess að taka „sönsum" og fagna leiðbeiningunni eins og alþingis- mannsblaði sæmir, ef kurteist. væri að upplagi. Síðan rekur hver endi- leysan aðra, þegar hann þykist finna orðum sínum stað, í fyrsta lagi segir hann, að sAlþýðublaðið“ hafi sagt, að „„Vís- ir“ hafi „öðru hvoru“ verið að reyua að smeygja villandi frásögn- um um prentvinnuteppuna til al- mennings." En ekki mátLi taka rétt upp eftir „Alþýðublaðinu"; þá var ekki hægt að tala um raka- laus ósannindi. „ Alþýðublaðið" sagði þelta ekki um „Vísi“ einan, þó hann breiði yfir það til að fá átyllu til að vonzkast, heldur um þau bæði, hin d.igblöðin, „Morgunblaðið" og „Visi“. Þetta er hið rétta, og þótt það sé smá- vægilegt, mátti fara rótt með það, en oft sést í iitlu, hvert eðlið er, og því er farið hér svo nákvæm- lega út í þetta, þótt litlu máli skifti. í anuan stað segir „Vísir", að „Alþýðublaðið" segi ;,nú“, að prentsmiðjan, sem prentar það, hafi geit samning við prentara- félagið, — en „Alþýðublaðið" hefir aldrei sagt annað, enda, hefði slíkt verið ósatt. Þá ætlar blaðið aö hengja hatt sinn á það, að byrjað var að prenta blaðið áður en samningur var „gerður* (segir „Vísír"), þ. e. a. s. undirskrifaður. En hann vill ekki vita það, að préntsmiðjan var áð- ur en fatið var að prenta blaðið búin aö bjóðast til þess við stjórn prentarafélagsns að ganga að kröf- um þess, og sóma síns vegna gat stjórnin ekki neitað því, þótt hún hefði viljað, sem ekki vav, því að hún gat vitanlega ekki ætlast til þess. að neinn féllist síðar á ki öíur frá henni, sem hún vildi ekki sjálf gera samniug um. Blaðið var því byrjað að prenta í samræmi, en ekki „trássi*, við prentarafólagið. Viðbót „Visis“ um, að prentar- arnir, sem „Alþýðublaðið" prenta, vinni fyiir lægra kaup en prent- arafélagið krefst og jafnvel tölu- vert lægra kaup en aðrar prent- smiðjur bjóða, og muni „Alþýðu- blaðið" þannig vera harðdrægasti vinhuveitandi í bænum um þessar mundir, er að eins ósvífin lygi, þótt blaðið hafi ef til vill ekki fundið hana upp sjálft. Sannleik- urinn er, að þeir vinna fyrir hærra kaup en prentarafélagið krefst, en hitt má vera, að þeir hirbi ekld um að reikna sér háan virð- ismun x) éins og aðrir atvinnurek- eiádur. En til þess að bregða ofur- litlu ljósi yfir harðdrægni „Alþýðu- blaðsins" sem „vinnuveitanda" má J) Virðismunur er munurinn á sann- virði hluta og ljúgvirði. Edgar Rice Burroughs: Tarzan snýp aftur. þegar þeir fundu að hann ieiddi þá til beztu fang- stöðvanna, og veiddi með reipi sínu það, sera þeir sjaldan eða aldrei fengu áður, fóru þeir að iíta til hans eins og þegar hann var konungur þeirra. Þeir kusu hann því til konungs, áður en þeir fóru burtu úr rjóðrinu og til annara stöðva. Apamaðurinn var ánægður með þetta nýja hlut- skifti sitt. Hann var ekki farsæll — það gat hann aldrei framar orðið, en hann var að minsta kosti eins langt og hægt var frá öllu því, er gat mint h&nn á fyrri hörmungar haas. Hann var fyrir löngu búinn að ákveða að snúa aidrei framar til menningarinnar, og nú var hann fastráðinn í aÖ fara ekki aftur til hinna svörtu vina sinna. Hann hafði að eilífu hafnað mannkyninu. í æáku var hann api — hann ætlaði að deyja sem api. Hann gat þó ekki rifið sér úr minni þá stað- reynd, að konán sem liann unni var örskamt þaðan, er flokkur hans hafðist við. Og ekki gat hann flúið ótta þann, er ásótti liann, aö hún væri stöðugt í hættu stödd. Hann vissi að hún var illa varin. Því meir sem Taizan hugsaði um þetta, því meir áreitti greind hans hann. Loksins tók hann að ásaka sig fyrir að láta eigingjarna hrygð sína og afbrýðisemi standa milli Jane Porter og frelsunar. Er stundir liðu Ihafði þetta meira og meira á hann, og hann var að hugsa um að hverfa aftur til strandarinnar til þess að verja Jane og Clayton, þegar honum bár- ust fréttir, er kollvöipuðu þeini hugsun hans, og ráku hann með flughraða austur á bóginn upp á von og óvon. Áður en Taizan kom til ílokksins, haíði ungur karlapi, sem ekki gat fengið kouu úr sínum flokki, haldið af stað, eins og venja var til, til þess að íæna s,ér konu úr næsta jiokki. Nú var hann kominn með konu sína, unga og laglega, og flýtli sér að segja frá æflntýrum sínum, áður en hann gleymdi þeim. ' MeÖal annars sagði hann frá stórum flokki einkennilegra apa. „Það voru alt karlapar ioðnir í andliti nema einn,“ sagði hann, „og sá var apynja, jafnvel Ijósari á litinn en þessi gestur þarna,“ og hann benti með þuipaifingri til Tarzana. Á augnabliki lifnaði apamaðurinn. Hann spurði eins hratt og apinn gat svarað. „Voru karlaparnir lágir, með bogna fætur?" „Já.“ „Höfðu þeir skinn af Numa og Shítu um lendar sér, og höfðu þeir spjót og hnífa?" „Ójá.“ „Og voru margir gulir hringar um handleggi og fætur þeirra?“ „Já.“

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.