Vikan


Vikan - 14.07.1966, Síða 10

Vikan - 14.07.1966, Síða 10
í velferðarþjóðfélögum er stefnt að almennri, líkamiegri velferð alls þorra manna. Gamalt fólk nýtur lífeyris og getur að því lcyti lifað áhyggjulaust, en þegar það cr heilsuhraust, cr því miklu eðlilegra að búa á heimilum ásamt yngri meðlimum fjölskylðunnar. Einstaklingurinn :etti að gcta sótt hjálpræði í kirkjuna en gerir það ekki, því kirkjan hcfur cinhvernveginn orðið ut- anveltu. Sumstaðar hafa nýjar leiðir vcrið rcyndar með góð- um árangri. Menn hafa rofið samband sitt við trú- ar- og tilbeiðslulíf — en á þvi á rikið enga sök, en kirkjan nokkra, þar sem hún talar tveim tungum, játar og neit- ar og skapar þannig hik í hugum. Andleo heilsa einstaklinosins í velferdar- biúðfélaoi Efftlr Jóhann Hannesson Velferðarríkiö sér okkur sæmilega fyrir líkam- legum þörfum og í skjóli margháttaðra trygg- inga þarf enginn að bera verulegan kvíðboga fyrir morgundeginum. Samt er annar hver maður haldinn einhvers- konar taugabilun, fjöldi fólks er niðurdreginn af tilgangsleysis- og leiðindatilfinningu og sjálfsmorð eru tíðust þar sem velferðin blómstrar bezt. Hverju er um að kenna? Þau þjóðfélög, sem lengst eru komin að því marki að ná hugsjón sinni, það er að verða eins og þau ætla sér, eru Norðurlöndin, Bretland, Sviss og nokkur Evrópulönd önnur. Lengst er Svíþjóð komin. Bandaríkin stefna að skyldu marki með baráttunni gegn fátækt og öðrum samfélagsgöllum, með hug- sjóninni um hið mikla samfélag — The Great Society — sem núverandi forseti þar í landi hefir gert að höfuðhugsjón sinni, en þó eiga Bandaríkin enn langt í land. Til þess að gera ekki velferðar- þjóðfélaginu rangt til, er skynsam- legt að hugleiða hvað það hefir gert fyrir einstaklingana. Sé þetta athugað málefnalega, þá kemur [ Ijós að hér er ekki um smámuni að ræða, einkum þegar litið er til þeirra, sem minna mega sín í lif- inu, en einnig fyrir marga aðra. ALMENN FRÆÐSLA er ein hin elzta velferðarhugsjón. Siðbótar- menn, Lúther, Calvin o.fl. settu hana fram. Það er ekki þeirra sök, þótt langur tími liði áður en sú hugsjón komst f framkvæmd. Höfðingjar þjóðanna eyddu of miklu fé f styrjaldir. Kant sýndi fram á þetta, og sömuleiðis ýmsir trúarlegir flokk- ar, svo sem Kvekarar. Það telst sjálfsagt að almenn kennsla sé veitt einstaklingum ókeypis, en sá bögg- ull fylgir skammrifi að rfkið ákveð- ur einnig hvað kenna skuli að mestu leyti. ALMENNAR TRYGGINGAR gegn þeim miklu vandræðum, sem marg- ir einstaklingar urðu að búa við sökum sjúkdóma, slysa, elli o.fl. eru meðal síðari hugsjóna velferð- arríkja, en allur þorri manna legg- ur nú sitt fram — og fjöldi nýtur góðs af þessum tryggingum. Skylt þessu er almennt heilbrigðiseftirlit, eftirlit með matvælum og öryggi manna, varnir gegn drepsóttum og önnur opinber heilbrigðiþjónusta. Þá kemur atvinnuöryggið, sem velferðarríki leitast við að tryggja, jafnhliða vinnutíma, og eiga sér þessi mál mikla sögu og langa. Þó eru þau ekki enn til lykta leidd. Takmörkun vinnutíma er víða kom- in á í borgum, en langur vinnu- tími fylgir enn sveitalffinu, og lengra vinnuár en í borgunum. Margir frídagar árlega eru þó eng- in nýjung. Kirkjulög frá 1234 á- kváðu 45 frídaga árlega, auk sunnudaga, og á síðmiðöldum voru hundrað vinnufrjálsir dagar al- gengir f sumum biskupsdæmum. — Nú eru hugmyndirnar um styttingu vinnutímans svo langt komnar að út kom í Þýzkalandi árið 1963 bók, sem ber heitið „Totale Freizeit", það er algjör frítíð.,Er þar að finna margar nýstárlegar hugmyndir. Síðasta þróunarskref velferðar- ríkis er að koma á almennum eftir- launum, sæmilega rfflegum, handa öllum landslýð, miðað við sjötugs- aldur eða jafnvel lægri aldur. Lengst eru Svíar komnir í þeim efn- um og unnið er að því með Norð- mönnum (folkepensjonen) og einn- ig er málið í undirbúningi hjá oss. Virðist sem allir flokkar muni styðja það, og varla er nein hætta á því að nokkur þeirra tapi þar á. Ekki megum vér ætla að þessi mál séu svona langt komin um víða veröld. Mörg þjóðfélög eru enn bæði fátæk og frumstæð, mörg lönd eru enn vanþróuð á marga lund. Þar eru landlægar drepsóttir, fá- tækt, skaðlegur matarskortur, skor- dýraplágur, fáfræði f andlegum og verklegum efnum, þægindi mjög fá eða alls engin af þeim, sem vér njótum daglega, svo sem rafmagn til Ijósa og eldunar. Allur þorri manna býr við skort í þessum lönd- um, en fáeinir eru stórauðugir, svo 10 VIKAN

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.