Vikan


Vikan - 14.07.1966, Page 15

Vikan - 14.07.1966, Page 15
ER NAUD- SVNLEGT AD HREYFA SIG Er það í raun og veru nauðsynlegt fyrir fullorðið fólk að ana eins og fábjánar upp um fjöll og firnindi til þess eins að fá hreyfingu, sem það svo kannski ekki þarf með? Það þarf kannski ekki endilega að orða spurn- inguna svona, en engu að síður er ljóst, að það er ekki sérstaklega auðvelt að finna fullnægjandi svar við henni. Spurningin um það hversu mikla hreyfingu maður þarf er mjög svo einstaklingsbundin, alveg eins og það er einstaklingsbundið hvað fólk vill og óskar sér yfirleitt. Hvað það snert- ir verður hver að sjá um sig. Það er ástæðulaust að neyða fólk til að hreyfa sig meira en það kærir sig um. Þegar allt kemur til alls, hafa allir menn rétt á að lifa lífinu eins og þeim sýnist — innan vissra tak- marka — og ef stórum hópi fólks geðjast illa að kerfisbundnum hreyf- ingaræfingum, þá er það þess mál. En auðvitað sakar ekki að ræða mál- in dálítið og gefa upplýsingar um þau, því valið er engu að síður frjálst. Og líka ber að taka fram, að sú aðferð, sem hér er til umræðu, er ekki sú eina sem til greina kemur. Hún hent- ar sjálfsagt sumum, en öðrum ekki. Hreyfing = vellíSan Á því er ekki vafi, að ekki eru allir eins, og margir halda fullri heilsu og starfskröftum fram á elliárin þótt þeir hreyfi sig aldrei reglubundið. Nema þá að þeir ganga venjulega ein- hvern smáspöl milli heimilis og vinnu- staðar eða að og frá bílastæðum og strætisvagnabiðstöðvum. Ég hef þekkt marga frábæra lærdómsmenn, sem hafa verið með hesta heilsu ævina út, og leyst af höndum ágæt verk fram á gamals aldur, þótt þeim hafi aldrei dottið í hug önnur eins fjarstæða og að reyna á líkamann án sérstaks til- efnis. Fólk, sem er magurt af náttúrunnar hendi, þarf engar áhyggjur af slíku að hafa. Það heldur sömu þyngd án þess að þurfa að hreyfa sig nokkuð sér á parti. Á hinn bóginn skulu feit- ir menn ekki halda, að spikið renni af þeim fyrir það eitt að þeir hafi mikla hreyfingu á sér. Það hefur ver- ið margsannað. Listin að megra sig felst í hæfilegri hreyfingu jafnframt því, að hófs sé gætt í mat. Auðvitað er það þannig, að mörgum, sem búa við mikið hreyfingarleysi, væri hollt að leggja á sig líkamlega áreynslu af einhverju tagi. Þeir skilja þetta kannske sjálfir, en eiga ef til vill erfitt með að breyta lífsvenjum, sem þeir hafa tileinkað sér um margra ára skeið. Þetta er þeim mun erfið- ara sem mennirnir eru eldri. Þeir stinga þá gjarnan höfðinu í sandinn og loka augunum fyrir þeim ómót- mælanlegu sannindum, sem hægt er að leggia fram til vitnis um, hve þýð- ingarmikil hæfileg líkamleg áreynsla er fyrir heilsu og vellíðan. Slæmar aðstæSur í stórborgum Borgirnar, einkum þær stærri, bjóða ekki upp á mikil skilyrði til líkam- legrar áreynslu. í þeim er jafnan um að ræða mikla fjarlægð milli heimilis og vinnustaðar, og þá vegalengd fara íbúarnir á neðanjarðarbrautum, í strætisvögnum og í bilum, einfald- lega vegna þess að leiðin er of löng til að hægt sé að ganga hana. Við þessu er lítið að. gera, en ljóst er, að þessi stöðugu ferðalög í troðfullum brautarvögnum og strætisvögnum eru engin sérstök heilsubót. Lyftur og lyftustigar eru auðvitað til mikils tímasparnaðar og því nauð- synleg, en þetta tvennt á líka þátt í að fullkomna myndina af stórborg- inni, sem sér fyrir öllum mögulegum flutningstækjum til að spara mann- inum að færa sig úr stað á fótum sínum tveimur, eins og honum var áskapað í öndverðu. Gg ef það væri Framhald á bls. 37. VIKAN 15

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.