Vikan


Vikan - 14.07.1966, Side 20

Vikan - 14.07.1966, Side 20
Isfirðingar bjartsýnir á fframtiðina Vikan f hverri viku - lika á ísafirði Á Isafirði kemur Vikan í hverri viku eins og annarsstaðar og sölubörnin ganga um göt- urnar með rauðu pokana sem allir kannast við. Framan við Landsbankann hittum við Jónu Birnu, 11 ára, sem selur Vikuna alltaf þegar hún getur. Hún selur blaðið bæði á götunni og svo gengur hún í húsin. Hún var búin að selja 26 blöð en annars sagði hún það misjafnt hvað hún seldi. Einar lóðs og börn hans: Elísabet, Krlstinn og Konráð framan við nýja húsið við Hlíðarveg. 3 Jóna Birna býður Vikuna á tröppum Landsbankans á ísafirði. Húsmóðirin er frá Grimsby Við Hlíðarveg númer 34 á ísafirði stendur einkennilegt rautt hús, byggt úr timbri og steini og lítur þannig út, að það gæti upphaflega hafa verið sumarbústaður og síðar viðbyggt og stækkað. Húsið er í senn óvenjulegt og fallegt, ekki sízt að innan. Þar búa þau hjónin Einar Jóhannsson, lóðs á ísafirði, og kona hans Bettý, sem er frá Grimsby. Betty kvað afar fáar enskar konur hafa gifzt til íslands en hún kann vel við sig á ísafirði. Þau giftu sig 1947 og bjuggu fyrst í Reykjavík, en fyrir 9 ár- um fluttu þau til ísafjarðar og hafa átt þar heima síð- an. Betty kann betur við sig þar en fyrir sunnan. Þau voru búin að koma sér upp fallegum sumarbústað inni í dalnum en fórnuðu honum til þess að geta eignazt þetta sérkennilega einbýlishús. Þau fluttu í það í maí 1965 á- samt 5 börnum sínum... Elísabet er þeirra elst, 17 ára og tvo unga sveina hittum við þar einnig; Kristin 10 ára og Konráð 11 ára, einn af sölubörnum Vikunnar á ísafirði. Elísabet var ákveðin í að verða hjúkrunarkona og var um þessar mundir gangastúlka á sjúkrahúsinu á ísafirði en hafði uppi fyrirætlanir um að fara á slóðir móður sinnar til Grimsby og vinna þar við sjúkrahús. Betty kvaðst heldur lítið gefin fyrir myndatökur og baðst undan því að sitja fyrir — því miður. ■ Jón leigubílstjóri og Taunusinn við fólksbílastöðina á ísafirði. Lftið um innan- bæjar- akstur Stöðin heitir Fólksbílastöðin h.f. og þar á planinu hittum við Jón Jóhann Jónsson leigubílstjóra á ísafirði, sem ekur á Taunus 17 M, árgerð 1965. —- Það er hægt að hafa fulla atvinnu af leigubílaakstri hér á ísafirði Jóhann? — Ég hef haft atvinnu af akstri í 9 ár og meira að segja eru 9 menn sem hafa fulla at- vinnu af leiguakstri hér á fsa- firði og þar að auki nokkrir auka- menn um helgar. — Er það aðallega innanbæj- arakstur? — Nei, það er lítið um innan- bæjarakstur, enda ekki langar vegalengdir innanbæjar, en mest túrar út úr bænum, út í Hnífs- dal og Bolungavík og inn í skóg. Og svo eru margir túrar I sam- bandi vð flugvöllinn, þangað eru 8 kílómetrar. — Og svo þurfa ísfirðingar auðvitað að fara á böll eitthvað út um nágrennið. — Þeir fara lítið á böll út úr bænum, nema þá helzt til Bol- ungavíkur. Það er meira um það að fólk komi að. Og sem betur fer er lítið um það hér, að menn taki bíl bara til að fara á fyllirí, enda er flestum bílstjórum illa vð það. * 20 VIKAN

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.