Vikan


Vikan - 14.07.1966, Side 24

Vikan - 14.07.1966, Side 24
Til merkis um stöðu sína kom Leila Aisheh aftast í röðinni. Hún var einnig blæjulaus, og hún hafði komið niður einkastiga frá sinni eigin íbúð. Hún hafði sinn eigin geldingalífvörð og þjónustukona bar á undan henni sverðið, sem táknaði veldi hennar. Hinn risastóri likami hennar var hjúpaður í rauða og röndótta dúka. Nakin andlit uppáhaldskvennanna tveggja voru nóg til að sýna, að þær beygðu sig ekki skilyrðislaust undir stjórn Osmans Farajis. Leila Aisheh hafði lengi haft í hyggju að gera hinn trygga yfirmann líf- varðar hennar, Raminan, að yfirgeldingi kvennabúrsins. Hann var kolsvartur, en ennið var tattóverað blátt, og það gaf til kynna, að hann var af annarri ættkvísl en Osman Faraji, sem var Harrari. Togstreitan innan veggja kvennabúrsins var aðeins smá útgáfa af hinum gífurlegu ættartogstreitum, sem áttu sér stað í Afríku. Zidan litli prins gekk við hlið móður sinnar. Kringlótt súkkulaði- litt andlit hans kom upp um svertingjauppruna hans. Hann var með hvítan vefjarhött og skikkju úr pistasíugrænu og hindberjarauðu. Angelique þótti hann fallegur og kallaði hann með sjálfri sér súkku- laðidrenginn, þótt eðli hans væri ekkert sérlega blítt eða sætt. Hann var sex ára gamall og hafði ekki augun af alvöru-stálsverðinu, sem faðir hans hafði gefið honum þennan sama dag. Nú, að lokum, var hann laus við trésverðin og gat höggvið hausana af Mathieu og Jean Badi- guet, frönsku þrælunum tveimur, sem voru leikfélagar hans. Hann hugsaði sér að reyna það þennan sama dag eftir hátíðina. Uppáhalds- konurnar tvær drógu blæjurnar fyrir andlitin, þegar þær gengu í gegnum síðasta hliðið, sem lá út í hallargarðinn, en þar áttu þær á hættu að mæta þrælum, sem voru að byggja mosku Mulai Ismails, bað og hringleikahús og grafa tjörn. En í dag var enginn að vinna. Stigarnir og höggnir steinar lágu meðfram grófum útlínum bygging- anna undir silfurgráum olívutrjám. Fjarlægur dynur barst að eyrum þeirra, þegar þau komu út fyrir veggi hallarinnar og barst þaðan sem íbúðir þrælanna voru, en það voru kofar úr sólþurrkuðum múrsteini með stráþaki, einn handa hverj- um, og hver þjóð hafði sitt eigið hverfi, sinn eigin foringja og ráð. Kvennahópurinn var þegar í stað umkringdur af riðandi varð- mönnum og sameinaðist hirðmannahópi, sem nú var að myndast. Mulai Ismail gekk undir sólhlif, sem tveir svertingjadrengir héldu. Helztu höfðingjar hans voru umhverfis hann og sömuleiðis uppáhaldsráð- gjafarnir; Samuel Baidoran, Júði; spánskur trúvillingur, Juan di Al- fero, þekktur sem Sidi Mushadi, síðan hann tók Múhameðstrú, og annar trúvillingur, Frakki að nafni Romain de Montfleur, nú kallaður Sidi Rodani, en hann bar ábyrgð á hergagnabirgðunum. Soldáninn heilsaði Osman Faraji og fylgdarliði hans með mikilli við- höfn, þegar yfirgeldingurinn skipaði sér og sínum á réttan stað í hersingunni. Arabarnir voru óteljandi í steikjandi sólarhitanum, og hróp þeirra yfirgnæfðu flaututónlistina og hringiið i bjöllubumbunum, en jafn- vel háværari hróp heyrðust, þegar fylkingin kom inn á aðaltorgið í Meknés. Þegar mannfjöldinn vék til hliðar til að hleypa skrúðgöngu soldánsins framhjá, kom í ljós aragrúi af tötrum klæddum verum með föl andlit, sem æptu eitthvað með æðisgengnum röddum. Eins og dæmdar sálir teygðu þrælarnir fram hendurnar í áttina til Mulai Ismails, en varðmennirnir héldu aftur af þeim með kylfur og svipur í höndum. Eitt heyrðist hvað eftir annað upp úr öllum hávaðanum og þysnum og það á öllum tungumálum Evrópu: — Normannann! Nor- mannann! Gefið Colin normannska upp sakir! Mulai Ismail stöðvaði gönguna og dauft bros lék um varir hans, eins og hann áliti þessi hróp viðurkenningarvott. Svo steig hann upp á pall, ásamt fylgdarliði sínu. Konur hans fengu sæti þar sem þær sáu vel til. Þá sá Angelique hvað það var, sem hafði skilið soldáninn og fylgdar- lið hans frá þrælahópnum. Á miðju torginu var ferhyrnd gryfja, um það bil tuttugu fet á dýpt og töluvert breið. Umhverfis brúnirnar hafði verið dreift hvitum sandi. 24 VIKAN Steinar og nokkrar eyðimerkurjurtir gáfu gryfjunni svip lítils garðs. Kæfandi ammoniaksþefurinn af villidýrum reis upp úr gjótunni upp i þrúgandi heitt loftið. Þetta var ljónagryfja! Síðar uppgötvaði Ange- lique hálfrifin hræ í hornunum og öðrum megin í gryfjunni voru tvær trégrindur, sem opnuðust inn í dimma ganga, sem lágu til búra ljón- anna. Mulai Ismail lyfti höndinni. Ösýnileg hönd lyfti annarri trégrindinni. Þrælarnir þyrptust fram með slíku offorsi, að Þeir sem fremstir voru, höfðu næstum dottið ofan í gryfjuna og hrönnuðust um brún- irnar, þar sem þeir lágu á höndum og hnjám og störðu ofan í gjána fyrir framan þá. Hægt og rólega kom mannvera í ljós — þræll, hlekkjaður á höndum og fótum. Trégrindin lokaðist á eftir honum. Þrællinn deplaði augum í blindandi sólarljósinu. Ofan af pallinum virtist hann vera óvenju hár og sterklega byggður. Skyrtan, sem hann bar, og stuttar bux- urnar, sýndu þróttmikla handleggi og fætur og á breiðri, loðinni bringu hans glampaði á krossmark. Utundan ljósum hárflókanum og skegginu skinu himinblá augu. Hefði einhver verið mjög nærri honum, hefði hann getað greint fáein grá hár í hári og skeggi, því maðurinn var að minnsta kosti fertugur að aldri og hafði verið þræll í tólf ár. Það fór kurr um mannfjöldann, sem magnaðist smám saman og varð að ofsafengnu öskri: — Colin! Colin Paturel! Colin normannski! Grannvaxinn rauðhærður drengur hallaði sér út yfir barminn á gryfjunni og hrópaði á frönsku: — Colin, vinur minn! Berstu! Dreptu! Gerðu allt, en deyðu ekki! Deyðu ekki! Þrællinn lyfti höndunum til að Þagga niður í hópnum. Angelique sá blóðug götin á höndum hans og Þekkti, að þetta var maðurinn, sem hafði verið krossfestur yfir borgarhliðinu, þegar hún kom inn í borgina. Með rólegum útmældum skrefum gekk hann út í miðja ljóna- gryfjuna_og lyfti höfðinu móti Mulai Ismail. — Ég heilsa yður, herra minn, sagði hann á arabisku, meö rólegri, styrkri röddu. — Hvernig líður yður? — Betur en þér, hundur, svaraði soldáninn. — Er þér Ijóst, að loks er sá dagur kominn, að þú verður að borga fyrir ósvífnina, sem þú hefur sýnt mér árum saman? Jafnvel í gær vogaðir þú að ergja mig með þeirri kröfu að ég kallaði presta þinnar trúar inn í ríki mitt, til að selja þeim mina eigin þræla. Ég hef ekki óskað að selja þrælana mína. Ég á þá. Ég er ekki I Alsír, né heldur Túnis, og ég hef síður en svo í huga að stæla þessa vitlausu verzlunarmenn, sem hugsa aðeins um sinn eigin gróða og gleyma hvað þeir skulda Allah. Þú hefur ofreynt þolinmæði mína, en ekki á þá leið sem þú vonaðir. Léztu þér detta í hug í gær, þegar ég féll um háls Þér og hét Þér gulli og grænum skógum, að í dag myndir þú verða I Ijónagryfjunni? Ha, ha, ha, ha, ha! — Nei, herra minn, sagði normanninn auðmjúkur. —• Samt belgdirðu þig út og montaðir þig af því við félaga þína, að þú gætir fengið allt, sem þú vildir hjá mér. Colin Paturel, þú átt að deyja! — Já, herra minn. Mulai Ismail settist aftur, fýlulegur á svip. Þrælarnir tóku að væla og hrópa á ný, þar til varðmennirnir miðuðu á þá múskettunum. Sold- áninn horfði einnig í áttina til þeirra og andlit hans dökknaði. — Mér er engin ánægja af að dæma þig til dauða, Colin Paturel. Ég hef neytt mig til að gera það nokkrum sinnum, og alltaf orðið glað- ur þegar þú hefur komið aftur heOu og höldnu eftir þjáningarnar, sem ætlaðar voru til að binda endi á líf þítt. En í þetta skipti skaltu ekki bera neina von í brjósti. Ég mun ekki gefa djöflinum neitt tækifæri til að bjarga þér. Ég mun ekki yfirgefa þennan stað, fyrr en síöasta bein Þitt hefur verið brotið til mergjar. Ég hef þó enga ánægju af því að horfa á þig deyja, allra sízt þar sem þú deyrð i svartnætti rangtrúar og ert þannig dæmdur að eilífu. Ég get enn látið þig lausan og fyrir- gefið þér, þú þarft ekki annað að gera en að játa Múhameðstrú.

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.