Vikan


Vikan - 14.07.1966, Blaðsíða 26

Vikan - 14.07.1966, Blaðsíða 26
r Struensee greifi var barn síns tíma, skynsemis- trúarmaður og frekur til lífsins gæða. Hann var af fremur lágum stigum, en stjórnaði Danmörku þó sem einvaldur í nokkur ár og gerði drottningu landsins að ástmey sinni. En þetta var snöggt um meira en aðalsmenn ríkisins gátu sætt sig við..... Síðan Kalmarsambandið leyst- ist upp, hefur vegur Dan- merkur sem ríkis verið held- ur í minna lagi. Sú var tíð- in að öll Evrópa skalf fyrir dönsku víkingaöxunum, og þó var Danakonungur einn voldug- asti þjóðhöfðingi í samanlagðri kristninni. En hið forna lán þvarr því meir sem lengra leið fram á aldirnar. Danmörk varð menning- arleg undirlægja Þýzkalands og var jafnvel um hríð svo að sjá, að danskan gæti horfið fyrir þýzkunni. Og á Norðurlöndum uxu Svíar Dön- um langt upp yfir höfuð. Segja má, að konungar Dana hafi verið táknrænir fyrir þessa hnignun. Síðan Kristján fjórði leið, hafa þeir í beztu tilfellum verið fremur atkvæðalitlir meðalmenn, og sumir ekki það. Mikinn þátt í því hefur átt sú úrkynjun, sem hrjáir konungafólk jafnan og á líklega að verulegu leyti rætur að rekja til skyldleikahjónabanda þess. Því eru ýmsir skæðir og arfgengir sjúkdóm- ar, bæði andlegir og líkamlegir, illræmdir fylgifiskar kónga og keis- ara. Þetta mátti Kristján sjöundi, sem kallaðist konungur Dana 176ó— 1808, eftirminnilega sanna. Þegar í æsku sýndi hann ærna skapgerð- argalla, sem þróuðust von bráðar upp í hreina geðveiki. Enda var stofn foreldranna meira en hæp- inn; faðir Kristjáns, Friðrik fimmti, var forfallinn ofdrykkjumaður og móðir hans var af Hannóverættinni þýzku, sem þá var orðin konungs- ætt Englands, en hún var ræki- lega úrkynjuð. Það var óheppilegt að Kristján skyldi verða svona, því að góðum stjórnanda hefði getað orðið tölu- vert úr tímum þeim, er hann lifði á. Þetta tímabil var nefnilega sú merka upplýsingaröld, tími alfræð- inganna frönsku, Voltaires og Rousseaus, tími viðhorfa í endur- skoðun. Aðalsveldið, sem tórt hafði í flestum Evrópuríkja síðan á mið- öldum, var að syngja sitt síðasta vers, en borgarastéttin magnaðist að sama skapi. Þjóðhöfðingjarnir drógu meiri eða minni lærdóm af táknum tímanna og reyndu að stjórna rikjum sínum á vísindalegri hátt en áður. Af þessum svokölluðu upplýstu einvöldum má nefna 26 VTKAN Enevold Brandt. Katrínu aðra Rússadrottningu, Frið- rik mikla Prússakonung og Gústaf þriðja Svíakonung. í Danmörku gætti áhrifa upplýs- ingaraldarinnar minna en víða ann- arsstaðar, en þó urðu þau töluverð. I bókmenntum komu þau fram hjá Holberg og síðar hjá skáldinu og háðfuglinum Wessel, sem var líka Norðmaður, og Jóhannesi Ewald, sem varð fyrir áhrifum frá Rouss- eau og orti í anda tilfinningastefnu og hinnar svokölluðu gotnesku end- urvakningar, sem var mjög þjóð- ernisleg. Ewald er hvað kunnastur fyrir konungssöng sinn, ortan um sjóorrustu Kristjáns fjórða við Svía. Mörgum finnst þetta kvæði raunar heldur bragðdauft á frummálinu, en Matthías okkar gerði heldur en ekki bragarbót í þýðingunni: Við siglu Kristján sjóli stóð í svælu og reyk, og barðist hart með hraustri þjóð ei hjálmur við né brynja stóð. En floti Svía svam og vóð í svælu og reyk. Þá gall við óp á græðis mey: „Við gamla Kristján þreytum ei, þann leik ..." I þessum línum er hlýleg minn- ing um hrjúfan bardagamann, síð- asta kraftakarlinn á konungsstóli Haralds blátannar og Valdimars sigurs. Karólína Matthildur, drottning. STRUEnS Frægasta hneyksli , Danmörku Dagur Þonei Aftakan á Vesterbro. Böðullinn sýnir áhorfcndum framan í afhöggvið höfuð Struensees. Allt í kring standa hermenn með reidda byssustingi.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.