Vikan


Vikan - 14.07.1966, Qupperneq 33

Vikan - 14.07.1966, Qupperneq 33
tilefni til að ætla að hann sé önugur og nánast leiðinlegur í skiptum sínum við aðra. En þeir, sem gerzt þekkja kauða, staðhæfa, að slíku sé ekki til að dreifa. Reyndin er sú, að hann er feiknalegur kjaftaskur, þegar nánustu vinir eru nærstaddir. Eftirlætisum- ræðuefni hans er nútíma jazz. Tíður gestur á dansiböllum Konunglega Listaháskólans, en eiginkona hans, Shirley, nemur þar höggmyndalist. Stundaði sjálfur nám í Listaskóla og hafði drjúgar tekjur sem auglýsinga- teiknari, áður en hann gekk í lið með Rollingunum. Lék áður með jazzhljóm- sveit Alex Komers. Þótti erfitt að aðlagast músik Rollinganna, því að hann þurfti að venja sig á að slá fast- ar í trommurnar, en hann hafði ekki tiltakanlega sterka úlnliði. Býr í fjöl- býlishúsi við Regents Park — á næstu hæð fyrir neðan Donovan. r I - BILL WYMAN — 323 atkvæði. Hið rétta eftirnafn hans er Perks, en hann breytti því 1 Wyman. Fæst ekki til að gefa upp aldur sinn. Áreiðan- lega elzti Roliingurinn. Mikil leynd hvíldi yfir giftingu hans. Kona hans heitir Diane og þau eiga ungan son, Stefán að nafni. Lauk stúdentsprófi og gekk svo í lið með Rollingunum eftir að hafa svarað auglýsingu í dag- blaði, þar sem óskað var eftir bassa- leikara. Kýs heldur jórturleður en rök- ræður. Mjög leiður á hinum eilífu ferðalögum hljómsveitarinnar. Þykir mjög vænt um fjölskyldu sína, en vill ekki tala um einkamál sín við þá, sem hann þekkir ekki. ísfirðingar bjartsýnir á framtíðina Framhald af bls. 19. sem setur saman tvöfalt gler, málningarverksmiðja, plastgerð, ennfremur hefur starfað héma heillengi prentsmiðja, þar fer fram öll prentun fyrir Vestfirði og þar á meðal fjögur blöð, Vest- urland, blað sjálfstæðismanna, Skutull, blað Alþýðuflokksins, fs- firðingur, sem er framsóknarblað og Vestfirðingur, blað Alþýðu- bandalagsins. — Er mikil harka í pólitíkinni hér? — Það var mikil harka í henni hér fyrr meir en nú á síðari tím- um hefur verið betra samkomu- lag um málefni bæjarins. Það hefur líka verið mikið fram- kvæmt, til dæmis er búið að mal- bika 40% af öllum götum í bæn- um. — Hvernig er veðurfarið að jafnaði? — Veðursæld er einstök á fsa- firði. Meðan hér var veðurathug- un, kom í Ijós að logn. var 40 daga af hverjum 100, allan árs- ins hring. Allmikinn snjó legg- ur í hlíðar en hann hefur þó ver- ið lítill undanfarin ár, en siðari hluta liðins vetrar var mikill snjór. Eitt bezta skíðaland lands- ins er í Seljalandsdal hér í námd við ísafjörð. — Það hefur mikið verið tal- að um svokallaða Vestfjarðaá- ætlun sem mun vera til þess að bæta hér samgöngur? — Samgöngurnar hafa lengi verið erfiðasta vandamálið á Vestfjörðum. Samgönguáætlun Vestfjarða var samþykkt af rík- isstjórninni í marz 1965 og sam- kvæmt henni er ætlað að verja 171 milljón til samgangna frá 1965—1968, það er að segja til vegamála, hafnargerða og flug- valla. Á ísafirði á að verja miklu til flugvallarins, flugstöðvar- byggingu vantar og svo á að mal- bika brautina. —- Gerirðu ráð fyrir að ísfirð- ingar fari fremur landleiðina suð- ur eftir að kominn er vegur frá ísafirði og inn í Djúp? — Já, tvímælalaust. Aðalleið- in suður mun í framtíðinni verða um Djúpið og yfir Þorskafjarð- arheiði. Sú leið er miklu styttri og miklu léttari. Með því að fara gömlu leiðina, vestur Barða- strandasýslu og þræða síðan firðina, verður að fara yfir átta fjallvegi og sumir eru mjög erf- iðir eins og kunnugt er. Hæsti þröskuldurinn er Breiðdalsheiði, milli Skutulsfjarðar og Önund- arfjarðar, en nú er áætlað að grafa um 600 metra löng jarð- göng gegnum þennan fjallgarð og við það lækkar vegurinn um 100 metra. Nú er unnið þar að vegabótum fyrir 2,6 milljónir en samtals verður á þessum fjórum árum unnið fyrir 14,6 milljónir einungis á þessum fjallvegi. — Er ekki búið að samþykkja að byggja menntaskóla á fsa- firði? — Jú, það var búið að vera baráttumál í 20 ár og vakti mik- inn fögnuð þegar það var sam- þykkt. Auk barnaskólans er hér gagnfræðaskóli með einum bekk sem framhaldsdeild fyrir mennta- skóla. Iðnskóli er starfandi, líka húsmæðraskóli og tónlistarskóli hefur starfað af miklum þrótti í 17 ár óslitið. Það er óhætt að segja að músik- og sönglíf hefur staðið með miklum blóma á fsa- firði enda tveir kórar starfandi, Sunnukórinn og karlakór. Þar að auki er lúðrasveit. ísfirðingar hafa líka látið talsvert til sín taka í íþróttum: Nýr íþróttavöll- ur var tekinn í notkun fyrir tveim árum, sundhöll hefur verið hér í 20 ár, og bæði er knatt- spyrna og skíðaíþróttin mikið iðkaðar íþróttir. — Mér er sagt að fátækt sé naumast til á ísafirði? — Já það er rétt, fátækt er ekki til og meðaltekjur verka- manna hér eru hærri en syðra. Vð höfum þrjú hraðfrystihús í bænum og eru tvö þeirra starf- rækt, útgerð hefur farið vax- andi og er að sjálfsögðu undir- staða atvinnulífsins. ísfirðingar eiga 12 báta af stærri gerðum og gerðir eru út margir smærri bát- ar. Mér finnst að hér hafi orðið miklar framfarir á síðustu árum og nú sé fólk farið að hætta að tala um að flytja héðan líkt og áður var. Á árinu 1910 voru í- búar fsafjarðar 15,7% af íbúa- tölu landsins, en á árinu 1963 voru þeir komnir niður í 5,7%. PHILISHAVE Rafmagnsrakvélar i miklu úrvali meff og án bartskera og h'arklippum Vlfl ÓfllNSTORG SÍMI 1 0322

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.