Vikan


Vikan - 14.07.1966, Page 36

Vikan - 14.07.1966, Page 36
var vinafár, en iéttlyndi aldarinn- ar, sem hann hafði tileinkað sér, mun hafa hjálpað honum til að víkja öllum áhyggjum á bug. Mun hann hafa hugsað sér að njóta allra lífsins gæða sem bezt með- an til ynnist. Utnefndi hann nú sjálfan sig greifa og Brandt einn- íg- Nú þótti flestum tignustu mönn- um ríkisins úr hófi keyra, er tveir ættlausir uppskafningar sæmdu sjálfa sig nafnbótum og heiðurs- gjöfum, breyttu lögum og lands- stjórn að vild, samrekktu drottriing- unni og klóruðu þar á ofan og bitu hátigna persónu síns eigin lands- föður. Var þá myndað samsæri um að steypa Struensee og höfðu for- ustu í því Rantzau-Ascheberg, Júlí- ana ekkjudrottning, síðari kona Friðriks fimmta, sonur hennar Frið- rik erfðaprins, kennari hans og skjólstæðingur Ove Höegh-Guld- berg, herforingjar tveir að nafni Eickstedt og Köller og nokkrir í við- bót. Létu samsærismenn til skarar skríða nótt eina að nýafstöðnu grímuballi í konungshöllinni. Köller fór með flokk hermanna til her- bergja þeirra Struensees og Brandts og færði þá í fangelsi, en aðrir samsærismenn vöktu upp konung og knúðu hann, sljóan og ruglaðan, til að samþykkja aðgerðir þeirra. Rantzau-Ascheberg óð þá inn í svefnherbergi drottningar með til- skipun undirritaða af konungi, og var henni þar fyrirlagt að dvelja á næstunni undir gæzlu í Krónborg- arkastala, þar sem hún skyldi iðr- ast synda sinna. Drottning varð æst og óróleg og reyndi bæði oð ná fundi konungs og Struensees, en Rantzau-Ascheberg stóð fyrir henni í svefnherbergisdyrunum og var sjálfur, auk nokkurra hermanna, viðstaddur meðan hún klæddist. Allmargir fylgismenn Struensees oru einnig handfeknir. Þegar fréttir bárust af handtök- unni, urðu geysileg fagnaðarlæti í höfuðborginni, og hélt skríllinn upp á daginn með því að fara ránshendi um vændishúsin og misþyrma kven- fólkinu þar. Hefur líklega verið lit- ið svo á, að það væri eitthvað sér- lega tengt hinum lífsglaða ráðgjafa. Samsærismenn réðu nú lögum og lofum í ríkinu og skipuðu tvær nefndir til að rannsaka mál hinna handteknu. Að því loknu var þeim stefnt fyrir rétt og ákveðnar refsingar eftir töluvert málaþras. Voru þær mjög misþungar. Liðs- foringi einn að nafni Falkenskjöld var dæmdur í lífstíðarfangelsi, og var þyngsta sök hans sú, að hafa eitt sinn á heræfingu gleymt að láta hornaflokk sinn víkja fyrir erfðaprinsinum. Drottningu var fyr- irhuguð ævilöng innilokun í Ála- borgarkastala, en Georg Bretakon- ungur, bróðir hennar, brást þá reið- ur við og hótaði að senda herskip á hendur Dönum. Voru þeir þá fljótir að sleppa drottningu, og hvarf hún til ríkis bróður síns. Áður hafði þeim Struensee báð- um verið haldið í ströngum yfir- Brandari einn frá þeirri tíð hljóð- ar svo, að danskir húsbændur töl- uðu „frönsku við f jölskylduna, þýzku við vinnufólkið og dönsku við hundana". Hafa sumir menn mælt, að með fjandskapnum við Struensee hafi dönsk þjóðernis- kennd vaknað af svefni. Hörðustu fjandmenn Struensees voru vitaskuld úr hópi aðalsins, sem skoðaði valdatöku hans sem tákn þess, að borgarastéttin væri að ná yfirhöndinni í landinu. En meðal borgarastéttarinnar vatð Struensee ekki heldur vinsæll, því að sú stétt var fremur smásmugu- leg og siðavönd í háttum og líkaði henni því líferni hans illa. Einn skæðustu óvina hins nýja ráðgjafa varð Rantzau-Ascheberg, sem fyrr er nefndur. Hann hafði sjálfur ætl- að sér öll völd í ríkinu með Struen- see sem lepp, en þegar sú fyrirætl- un fór í vaskinn, gerðist hann svar- inn fjandmaður læknisins. Var nú hafin mikil rógherferð gegn Stru- ensee og flest tínt til. Tilskipun sú, sem fyrr er nefnd, um afnám refs- inga fyrir þungun utan hjónabands, var talin Ijós vottur um léttúð ráð- gjafans. Þá var samband hans við drottningu komið á allra vitorð, og voru þeim ekki vandaðar kveðjurn- ar í ræðu og riti. Sendiherra Rússa í Kaupmannahöfn var Struensee líka andstæður, því að hann stefndi að bættu samkomulagi við Svía og var ekki eins leiðitamur Rússum og Bernstorff hafði verið. Enda sagði Katrín önnur, Rússadrottning, þeg- ar hún frétti um ráðgjafaskiptin, að „í Danmörku skiptu menn eins oft um ráðgjafa og drottningin þar um nærföt, ef hún notaði þá yfir- höfuð þessháttar klæðnað". Þó11i þessi sneið koma úr hörðustu átt, því Katrín var með vergjörnus*u konum síns tíma og lét jafnan friðla sína hafa ráðherrastörf aukreitis. Struensee hafði orð fyrir að vera tryggur vinum sínum, en einnig það var lagt út á versta veg. Bezti vin- ur hans var Enevold Brandt, sem hann hafði kynnzt á árunum í Al- tona. Brandt þessi var góðlyndur maður og lífsglaður, og lifði ein- ungis fyrir skemmtanir. Þegar Struensee hafði náð völdum, fékk hann honum það verkefni að verða fylginautur konungs og hafa gætur á honum. Brandt sárleiddist þetta verk, enda var hátignin allt ann- að en skemmtilegur félagi, eins og nú var komið fyrir honum. Var hann oft þver og illskeyttur í viðmóti við gæzlumann sinn, sem hafði heldur litla þolinmæði gagnvart honum. Flugust þeir að minnsta kosti einu sinni á í illu, og beit Brandt þá konung í fingur og klór- aði hann í framan. Struensee var vel Ijóst, að hann Blæfagur fannhvftur þvottur meS Sjálfvirka þvottavélin yðar verður fyrst full- komin, er þér notið Skip — þvf það er ólíkt venjulegu þvottadufti. Skip fyllir ekki vél yðar með froðu, sem veldur yfirrennsli og vatnssulli, og minnkar þvottahæfni hennar, heldur verður skolunin auðveld og fullkomin. Pvottahœfni Skip er svo gagnger að þér fáið ekki fannhvítari þvott. Notið Skip og sannfærist sjálf. l^-sérstaklega framleitt fyrir sjálfvirkar þvottavélar XB-SKPIA/lCE-64<t8 36 VIKAN

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.