Vikan


Vikan - 14.07.1966, Síða 45

Vikan - 14.07.1966, Síða 45
STALH USG'OGN Sterk og vöndud VerdT vid allra haefi Gódir greidsluskilmálar Litaval á plastáklædi og bordplasti Veltitappar á stólfótum án aukakostnadar ALLT í ELDHÚSIÐ Á SAMA STAÐ vid Odinstorg / simi 10322 legu þörfum er AÐ FINNA MEIN- INGU í TILVERUNNI, lifa l(fi, sem hefir meiningu og tilgang. Annars raskast og skekkist Iffsheildin í aug- um einstaklingsins sjálfs. Greining- araðferð sína nefnir hann existens- analyse — tilverundargreiningu, og lækningaaðferðina logoterapi, en logos merkir orð, ræðu, skynsemi, sanngirni, meiningu o.fl. Þessar að- ferðir er ekki hægt að nota við allar alvarlegar meinsemdir, heldur sumar. Þótt almenningur geti ekki skilið til hlítar allar taugaveiklanlr, geðsjúkdóma og ýmsar gerðir and- legs heilsuleysis, þá er samt gagn- legt að vita nokkuð, einkum það sem hagnýta má til þess að varð- veita andlega heilsu mannsins sjálfs og hans nánustu. Ef mönnum finnst að þeirra eigin tilvera sé að verða meiningarlaus, þá er skynsamlegt að leita til einhvers, sem getur veitt andlega hjálp áður en það er um seinan, en vor á meðal eru það læknar, sálfræðingar og prestar, sem starfa að þessum málum. Víða erlendis hafa þeir samstarf, þann- ig að einn sjúklingur fær hjálp úr þrem áttum. í sjöunda lagi: Mennirnir eru á- kaflega ólíkir, og f mörgum tilfell- um hæfir eitt þessum, sem ekki hæf- ir öðrum. Sumir eru t.d. mjög list- fengnir og hafa unun af því að framleiða eitthvað listrænt, hafast eitthvað að í einhverri grein list- anna. Það er rétt af þeim að leggja rækt við þessar gáfur sínar — og hvorki bæla þær niður né láta aðra lokka sig til að hætta við öll list- ræn störf. Ekki ættum vér að gera lítið úr listaverkum annarra manna eða dæma þá hörðum dómum þótt ófullkomin séu. Oðru máli gegnir auðvitað um opinbera list, sem seld er á markaði eða keypt er fyrir op- inbert fé og stillt út. Þar skulum vér ekki láta aðra telja oss trú um að það sé fallegt, sem oss finnst Ijótt eða auvirðilegt. Og augljóst er að list getur ekki komið í stað vísinda, trúar, siðferðis eða venju- legrar skynsamlegrar vinnu. Ef menn halda það, þá eru þeir komn- ir inn í blindgötu listrænnar þrá- hyggju, sem ekki er sérlega fögur eða andlega heilbrigð. Ymislegt er f listinni tómt og fánýtt, þótt fáir þori að segja það, nema þeir sem líkjast barninu í ævintýri H. C. And- ersens um nýju fötin keisarans. Barnið sá að keisarinn var ekki í neinu — og þorði að segja það. í áttunda lagi: Það er ekki ráð- legt fyrir nútímamenn AÐ HÆTTA AÐ HUGSA og láta eintóma sér- fræðinga, blaðamenn og stjórn- málamenn hugsa fyrir sig. Auk þess er nauðsynlegt fyrir andlega heilsu manna að þeir tali saman og tali við börn sín. Það er óholl venja og ekki heillavænleg að láta út/arp og sjónvarp taka allan tíma frá persónulegum samræðum, t.d. á kvöldin. Ef hjón vinna t.d. bæði úti og hittast ekki meiri hluta dags, og börn eru á barnaheimilum eða í skólum, þá getur myndast fram- andleiki milli fjölskyldumeðlima ef menn afrækja allar samræður -- og láta útvarp og sjónvarp stjórna sér og sfnum. Það er gagnlegt fyrir allan al- menning AÐ LEGGJA RÆKT VIÐ LÍFSVIZKU, forna og nýja, og mann- þekkingu. Mannþekkingu nútímans er m.a. að finna f sálarfræði og uppeldisfræði. Mæður, sem ala upp börn sín, þurfa allar að vita nokk- ur skil á barnasálfræði, því eitt og sama barnið tekur mjög miklum breytingum, og þau þróast ekki jafnt, heldur miklu fremur í stig- um og áföngum, hafa margs að spyrja og þurfa margt að fá að vita hjá foreldrum sínum. Börnin eru ekki aðeins líkamlegar verur, sem hafa margvíslegar Ifkamlegar þarfir. Þau eru líka andlegar ver- ur. Með uppeldinu má gera úr þeim mannvini og nýta menn, en það má einnig gera þau að harðstjór- um, þorpurum og níðingum, eigin- hagsmunamönnum, sem vilja að öll veröldin snúist um þá sjálfa. Slfkt er ekki vænlegt til andlegrar heilsu, og það er allt annað en heillavænlegt í mannlegum sam- skiptum. Forna lífsvizku er víða að finna, í spekiritum Heilagrar Ritningar, f fornum ritum, sem greina frá reynslu manna og athugunum, svo sem f Hávamálum og Kan-yen-pein. Reynsla vor mun einnig leiða í Ijós að margt er þar sígilt, svo sem jafnvægisreglan: Allt það sem þér viljið að aðrir menn gjöri yður, það skuluð þér og þeim gjöra. Markmiðið er andlega heilsa ein- staklinga og mannfélags, enda hlýtur jafnan að vera náið sam- band þar á milli. í bókmenntum kemur jafnan margt fram, sem sýnir andlegt heilsufar samtíðarinnar, og því fer fjarri að það sé eins og á verður kosið í samtíð vorri. Þá koma jafn- an fram bækur, sem hafa þann tilgang að styrkja andlega heilsu manna. Skal hér nefnd ein af mörgum, „Sinnets helse", eftir próf. T. B. Sirnes, ungan norskan geð- heilsufræðing við háskólann í Björgvin í Noregi. Bókin er vel skiljanleg upplýstum almenningi og auk þess ódýr, í Fakkelbókum Gyldedals. í henni er mikinn nýjan og gagnlegan fróðleika að finna um andlega heilsu manna í nútím- anum. Jóhann Hannesson. VIKAN 45 i i

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.