Vikan


Vikan - 15.09.1966, Blaðsíða 33

Vikan - 15.09.1966, Blaðsíða 33
BJOflUM YfillR FIESTAR TEGUNDIR TRYRGINRA BEZTU KJUR • MUNIIM VEITA GODA ÞJONUSTO TR' heimir; LINDARGATA 9 SÍMI 21260 varð upp dyrnar. En ekki var lagt í það fyrr en ungfrú Emily var sómasamlega komin í gröf sína, þá var það gert. Við allt það brambolt gaus upp mikið ryk af gólfinu. Og ryk- mökkinn lægði ekki um stund. Það var þarna inni eins og í dauðs manns gröf, loftþungt og rammur þefurinn, en stofan var annars búin eins og brúðhjóna- herbergi, samt var eins og allt hefði umhverfzt í skugga dauð- ans; gluggatjöldin úr uppmáluðu silki, sem verið hafði rósrautt, ljóshlífarnar á lömpunum, rós- rauðar einnig upphaflega, kryst- allinn og snyrtiáhöld mannsins sem svo var fallið á að upp- hafsstafirnir urðu ekki greind- ir. Þar lá líka flibbi og háls- bindi, sem sýndust hafa verið lögð þarna rétt fyrir skömmu, og þegar þetta var tekið upp, varð eftir far í rykið, eins og litlaus hálfmáni. Föt mannsins héngu á stól, vandalega samanbrotin en undir honum einir skór og sokk- ar sem farið hafði verið úr. Maðurinn sjálfur lá í rúminu. Við stóðum þarna lengi og horfðum á þetta djúpa glott á holdlausum vörunum. Maðurinn hafði sýnilega verið að faðma einhvern að sér og dáið í þeim stellingum, en svo langur svefn, að hann drepur af sér allar ást- ir lifenda, hafði kokkálað hann. Það sem eftir var af honum, og huldist bak við náttskyrtuna, var orðið sameinað sængurklæðun- um, og á honum jafnt sem þeim lá jafnfallið lag af ryki. hinum koddanum var far eftir höfuð. Einn af okkur tók eitthvað upp, og þegar við aðgættum betur, með þennan skarpa þef af ó- sýnilegu og hverfandi dufti í vit- um okkar, séum við að þetta var langur lokkur úr stálgráu hári. •fr iules Verne Framhald af bls. 21. sem Michael Strogoff í „Sendiboða keisarans", en hann er ólíka snauð- ur að sérkennum og þeir í mynda- sögunum núna. Eg kann fyrir mitt leyti bezt við Phileas Fogg, sem jafnan er lótinn tempra viðbrögð sín mátulega, svo það er þá alltaf hægt að gizka á að eitthvað merkilegra búi inni fyrir. Betur tekst Verne upp þegar hann er að lýsa aukapersónum. Passe- partout þúsundaþialasmiður verður hvað sem öðru líður minnisstæðari en herra Fogg, hinn fáorði hús- bóndi, og við kennum áreiðanlega í brjósti um hann þegar Fogg dreg- ur af kaupinu hans kostnaðinn af þvf að hann hafði gleymt að loka fyrir gasið áður en lagt var af VIICAN 33 UNGFRU YNDISFRIÐ býður yður hið landsþekkta konfekt frá N Ó A. HVAR E R ÖRKIN HANS NOA? I*að er alltaf sami leikurinn I henni Ynd- isfrið okkar. Hún hefur fallð örkina hans Nóa einhvers staðar i blaðinu og hcitir gððum verðlaunum handa þeirn. sem getur fundið örklna. Verðlaunin oru stór'kon- fektkassi, fullur af bezta konfekti, og framleiðandinn er aUðvitað Sælgætisgerð- in Nói. Síðast er dregið var hlaut verðlaunin: Helga Helgadóttir, Þórgautsstöðum, Hvítársíðu. Vinninganna má vitja í skrifstofu Vikunnar. 37. tbl. Þá tókum við eftir því að á

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.